Kirkjusandur 1, 105

Fjarlægð/Seld - Eignin var 20 daga á skrá

Verð 86,9
Stærð 103
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 843
Skráð 18.11.2022
Fjarlægt 9.12.2022
Byggingarár 1996
mbl.is

LIND fasteignasala og Elín Auður Traustadóttir, löggiltur fasteignasali kynna: Glæsilega 3ja herbergja 103,1 míbúð á 5. hæð ásamt tveimur stæðum í bílageymslu við Kirkjusand 1, 105 Reykjavík. Eignin getur verið laus við kaupsamning. 

- EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA - 

Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er íbúðin skráð 97,5 m2 ásamt því er geymsla í sameign 5,6 m2. Íbúðin skiptist í anddyri, stofu, borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, geymslu/búr og yfirbyggðar svalir. Þrjár íbúðir eru á hæðinni og er lokað sameiginlegt hol fyrir framan þær ásamt sameiginlegu þvottahúsi á stigapalli fyrir neðan, þar sem hver er með sína vél.
Sameiginleg hjólageymsla er á jarðhæð og einnig er sameiginleg líkamsræktaraðstaða í næsta húsi. Húsvörður er starfandi við Kirkjusand 1 - 5 og er eignarhlutur hverrar íbúðar í húsvarðaríbúð í samræmi við eignarhlut í lóð. Púttvöllur er á lóð aftan við húsið. Stutt í alla helstu þjónustu. 

Nánari lýsing.
Forstofa: Rúmgóð forstofa með fataskápum og parketi á gólfi.
Geymsla: Geymsla/búr innan íbúðar er með hillum á veggjum og parketi á gólfi.
Eldhús: Rúmgóð innrétting með ofni í vinnuhæð, steinn á borðum, flísar á milli skápa og parket á gólfi. 
Borðstofa: Rúmgóð borðstofa með sjávarútsýni og parketi á gólfi. 
Stofa: Rúmgóð stofa og sjónvarpsstofa með parketi á gólfi. Útgengt frá stofu á yfirbyggðar svalir með viðarklæðningu á gólfi. 
Baðherbergi: Baðkar og sturtuklefi, rúmgóðar innréttingar. Flísar á gólfi og veggjum. 
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með góðum fataskápum. Parket á gólfi.
Herbergi: Fataskápur og parket á gólfi.
Tvö bílastæði í bílakjallara fylgja íbúðinni og er búið að setja upp hleðslustöð í öðru þeirra. 

Allar nánari upplýsingar veitir Elín Auður Traustadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 858-0978 eða á elin@fastlind.is. 

- SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT - 

- SMELLTU HÉR EF ÞÚ VILT FÁ FRÍTT VERÐMAT FYRIR ÞÍNA EIGN - 

Allir kaupendur og seljendur hjá Lind fá vildarkort Lindar sem veitir 30% afslátt hjá völdum fyrirtækjum. Kynntu þér málið hér.

-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
 
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignsala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37