Hringbraut 94, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 9 daga á skrá

Verð 95,9
Stærð 147
Tegund RaðPar
Verð per fm 653
Skráð 4.1.2022
Fjarlægt 14.1.2022
Byggingarár 1934
mbl.is

Landmark fasteignamiðlun, Monika Hjálmtýsdóttir og Júlíus Jóhannsson lögg. fasteignasalar kynna í einkasölu mikið endurnýjað 146,8 m2 parhús á tveimur hæðum auk kjallara við Hringbraut 94 í Reykjavík. Umfangsmiklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og lóð á árunum 2018 til 2021, sjá nánar lista neðst í lýsingu. Um er að ræða timburhús á steyptum grunni og er gólfplata aðalhæðar einnig steypt, útveggir eru úr timbri klæddir með nýlegu alusinc bárujárni. Skipt hefur verið um nánast alla glugga, vatns- og frárennslislagnir endurnýjaðar út í götu, húsið drenað, nýtt rafmagn dregið í húsið og ný rafmagnstafla. Kjallaragólf hefur verður brotið upp og gólfhiti lagður. Húsið hefur verið endurinnréttað, þ.m.t. eldhús með sérsmíðaðri innréttingu og marmaraborðplötu, baðherbergi endurnýjað og salerni með sturtu útbúið í kjallara, gólfefni, innihurðir, nokkrir miliveggir o.s.frv. Lóðin hefur einnig verið tekin í gegn, innkeyrsla hellulögð með snjóbræðslu, byggð hefur verið verönd út frá eldhúsi með tröppum út í stóran sér garð, einnig er afgirtur pallur við suðurhlið hússins er snýr út að Hringbraut. Fimm svefnherbergi eru í húsinu og tvö baðherbergi, eignin nýtist í dag sem ein heild en gert var ráð fyrir í endurnýjunarferlinu að hægt sé að aðskilja kjallara frá og breyta í tveggja herbergja íbúð. 

Birt stærð eignarinnar er alls 146,8 mog skiptist í aðalhæð sem er 49,2 m2, efri hæð sem er 49,2m2 og kjallara sem er 47,8 m2. Austari lóðarhlutinn sem eignin stendur á er 304,0 m2.

**Vinsamlegast hafið samband og fáið úthlutaðan skoðunartíma hjá monika@landmark.is. Eignin verður sýnt sunnudaginn 9. janúar nk.** 

Aðalhæð skiptist í forstofu, stofu, borðstofu eldhús. 
Forstofa er með fataskáp, flísar á gólfi. Stofa, borðstofa og eldhús er í opnu og björtu rými, innfelld lýsing í lofti, parket á gólfi. Eldhús er með nýlegri hvítri sérsmíðaðri innréttingu, fallegri græntóna marmaraborðplötu, niðurfræstu span helluborði, bakarofni í vinnuhæð, tengi fyrir uppþvottavél. Úr eldhúsi er útgengi á nýlega verönd og út í garð. 

Efri hæð skiptist í gang, baðherbergi og þrjú svefnherbergi.
Baðherbergi er flísalagt með upphengdu salerni, hvítri sérsmíðaðri baðinnréttingu með marmara vaski, speglaskáp fyrir ofan, baðkari og sturtu með glerskilrúmi, handklæðaofn er á vegg og línskápur, loft eru niðurtekin með innfelldri lýsingu ásamt baklýsingu. Hjónaherbergi er rúmgott með stórum fataskáp, nýlegum sérsaumuðum gluggatjöldum sem fylgja, parket á gólfi. Barnaherbergin tvö eru rúmgóð, parket á gólfi. 

Kjallari skiptist í sjónvarpshol, geymslu, þvottahús, tvö svefnherbergi og baðherbergi. 
Sjónvarpshol er þar sem komið er niður í kjallara með parketflísum á gólfi, innaf er geymsla með hillum. Undir stiga er lítið baðherbergi með upphengdu salerni, baðinnréttingu og sturtu. Þvottahús er með neðriskápa innréttingu, vaski og tengi fyrir þvottavél og þurrkara, útgengi í garð. Svefnherbergi eru tvö, bæði rúmgóð með parkflísum á gólfi.  Í öðru herberginu eru lagnir til staðar innan veggja og í gólfi til þess að tengja vatn og frárennsli ef rýminu verður breytt og eldhúsi bætt við.

Innkeyrsla er hellulögð með snjóbræðslu, þar hefur verið komið fyrir ídráttarröri sem liggur beint inn í rafmagnstöflu til þess að leggja fyrir rafbílatengingu til dæmis.
Girðing er að bakgarði, þar hefur verið smíðaður pallur þar sem útgengi er úr eldhúsi, undir pallinum er útigeymsla. Framan við húsið sunnanmegin er einnig nýlegur afgirtur sólpallur. 

Endurbætur
2018
- Allir ofnar og ofnalagnir endurnýjaðar.

2019
- Hús klætt að utan með alusinc bárujárni, að undanskildu þakinu. 
- Skipt um alla glugga á aðalhæð og efri hæð.
- Ný sérsmíðuð eldhúsinnrétting og borðplata úr marmara.
- Útveggir á aðalhæð einangraðir með ull, rakasperra og rafmagnsgrind í alla útveggi og allir útveggir og milliveggir klæddir með krossvið og gifsplötum utan á krossvið.
- Raflagnir endurnýjaðar á aðalhæð.
- Nýtt viðarparket á aðalhæð.
- Nýjar flísar í forstofu.

2020
- Skólp endurnýjað að lóðarmörkum.
-Allar neysluvatnslagnir endurnýjaðar.
- Drenlögn lögð.
- Kjallaragólf brotið upp og lagður gólfhiti.
- Hitaveituinntak, kaldavatnsinntak og rafmagnsinntak endurnýjað. - Ný rafmagnstafla.
- Ný lagnagrind.
- Nýtt baðherbergi í kjallara.
- Parketflísar lagðar á kjallaragólf.
- Veggir í kjallara einangraðir með ull að innan, rakasperra á útveggi, rafmagnsgrind og veggir klæddir með spónaplötum.
- Tveir nýir gluggar í kjallara.
- Útihurð að kjallara endurnýjuð.
- Ofni komið fyrir í geymslu undir tröppum.

2021
- Nýjar yfirfelldar innihurðir í kjallara.
- Útveggir á efri hæð einangraðir með ull, rakasperra og rafmagnsgrind í alla útveggi og allir útveggir og flestir milliveggir einangraðir og klæddir með krossvið og gifsplötum utan á krossvið.
- Raflagnir á efri hæð endurnýjaðar.
- Nýtt viðarparket lagt á gang og svefnherbergi efri hæðar.
- Nýjar yfirfelldar hurðir á efri hæð.
- Innkeyrsla og gangstétt hellulögð og sett snjóbræðsla.
- Nýr pallur í bakgarði.
- Nýr pallur og skjólveggur fyrir framan hús.
- Nýjar kjallaratröppur í bakgarði smíðaðar úr timbri.

Frárennslislögn er undir palli fyrir aftan hús sem möguleiki er að tengja heitan pott inn á í framtíðinni. Lagnagrind er við útvegg sem snýr að bakgarði svo einfalt er að bora út fyrir vatni fyrir heitan pott. 

Allar nánari upplýsingar veita:
Monika Hjálmtýsdóttir, lögg. fasteignasali monika@landmark.is sími 823-2800
Júlíus Jóhannsson, lögg. fasteignasali julius@landmark.is sími 823-2600

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33