Ljósheimar 14-18, 104

Fjarlægð/Seld - Eignin var 96 daga á skrá

Verð 41,9
Stærð 101
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 416
Skráð 1.6.2018
Fjarlægt 5.9.2018
Byggingarár 1965
mbl.is

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir mjög fallega, bjarta og vel skipulagða 4ra herbergja 100,7 fermetra íbúð á 2. hæð, að meðtalinni 3,4 fermetra sérgeymslu á jarðhæð, í vönduðu fjölbýlishúsi með tveimur lyftum á eftirsóttum stað miðsvæðis í Reykjavík. Möguleiki er að kæliskápur, uppþvottavél, þvottavél og frystiskápur fylgi með eigninni.

Lýsing eignar:
Forstofa: með teppi á gólfi og skápum.
Svefnherbergi I: með parket á gólfi, góðum skápum með rennihurð og glugga til norðurs.
Eldhús: með parket á gólfi og borðkrók. Upprunaleg eldhúsinnrétting með góðu skápaplássi og flísum á milli skápa. Siemens bakaraofn, tengi fyrir uppþvottavél og gluggar til austurs.
Stofa/borðstofa: er rúmgóð og björt með parket á gólfi. Stórir gluggar til vesturs með gler rennihurð og útgengi á góðar vestursvalir.  
Baðherbergi: er flísalagt í gólf og veggi, tengi fyrir þvottavél, baðkar með sturtutækjum, speglaskápur og gluggi til norðurs.
Svefnherbergi II: með parket á gólfi, góðum skápum með rennihurð og glugga til norðurs.
Svefnherbergi III: með parket á gólfi, góðum skápum með rennihurð á heilan vegg, stór gluggi til vesturs og útgengi út á rúmgóðar vestursvalir.

Á jarðhæð er:
Sérgeymsla.
Sameiginlega hjóla- og vagnageymsla: sem eru tvær á jarðhæð með hjólastöndum og krókum í loftum.
Sameiginlegt þvottahús: sem eru tvö á jarðhæð með sameiginlegum iðnaðartækjum (þvottavélum, þurrkurum og þeytivindu). Bæði þvottahúsin eru afar snyrtileg með dúk á gólfi og flísum á veggjum. Þvottasnúrur eru í öðru þvottahúsi og gott vinnuborð.
Sameign hússins er öll mjög snyrtileg.  Sameiginleg forstofa á jarðhæð og hol þar innaf eru flísalögð og rafmagnsopnun er á útidyrahurðum. Eftirlitskerfi er í sameiginlegri forstofu og geymslugöngum á jarðhæð. 

Verið er að vinna við viðhaldsframkvæmdir á ytra byrði hússins. Ástandsskýrsla frá 15.11.2016 liggur fyrir. Seljandi mun bera kostnað af samþykktum framkvæmdum við húsið m.v. afhendingardag. Glerhlið hússins var endurnýjuð fyrir um 4 árum síðan. Búið er að endurnýja heitavatnslagnir í húsinu. Búið er að endurnýja allt ofnakerfi í íbúðinni. Aðkoma að húsinu er mjög snyrtileg með hellulögn, lýsingu og góðu handriði við stiga. Staðsetning eignar er virkilega góð þar sem stutt er í alla verslun og þjónustu. Laugardalurinn í næsta nágrenni.

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31