Kópavogsbraut 59, 200

Verð 109,9
Stærð 106
Tegund Einbýli
Verð per fm 1.040
Skráð 4.5.2024
Fjarlægt
Byggingarár 2022
mbl.is 1260597

Borg fasteignasala kynnir: Stílhreint og fallega hannað einbýlishús með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum við Kópavogsbraut. Húsið er á tveimur hæðum með stórum afgirtum garði.

Nánari lýsing.

Neðri hæð:

Bjart og opið anddyri með flísum á gólfi. Á hægri hönd er gott geymslurými sem er undir stigapalli.
Stofa og eldhús: Fallega hannað rými. Dökk eldhúsinnrétting með borðplötu í stíl. Ljós eyja með miklu skápaplássi. Úr stofu er útgengi á austur-suður sólpall og garðurinn er afgirtur.
Herbergi: Á jaðrhæð er eitt herbergi sem er notað sem sjónvarpsherbergi í dag. Hentar einnig sem sverfnherbergi eða skrifstofa.
Baðherbergi: Fallega hannað baðherbergi með dökkum flísum á veggjum og ljósum flísum á gólfi. Upphengt salerni og innfeld blöndunartæki. Sturta með skyggðu gleri. Nett innrétting með stílhreinum borðvaski.

Efri hæð:
Teppalagður stigi er upp á efri hæð. Stór gluggi er yfir stigagangi og veitir mikla birtu í rýmið. Á efri hæð er bjart miðrými með parketi á gólfi.

Hjónaherbergi: Mikil lofthæð og sér svalir til austurs. Parket á gólfi.
Barnaherbergi: Mikil lofthæð og parket á gólfi.
Baðherbergi: Dökkar flísar á veggjum og ljósar flísar á gólfi (sama tegund). Stór þakgluggi veitir mikla birtu inn í rýmið. Upphengt salerni. Sturta með lituðu gleri. Stílhrein innrétting með ljósri borðplötu.
Þvottahús: Sér þvottahús og geymsla innaf þvottahúsi er við hlið baðherbergis.

Gólfhiti er á báðum hæðum. Upphitað bílaplan með tveimur einkastæðum er framan við húsið. Lagnir fyrir hleðslustöð er við bílaplan.

Innréttingar:
Mjög vönduð eldhúsinnrétting frá HTH, svart mött og eik á eyju. Fenix borðplata og innfeldur vaskur úr sama efni. Öflugur háfur með útlofti.
Vönduð eldhústæki frá Ormsson: AEG og Samsung. Bakarofninn er wifi tengdur. Blöndunartæki frá Damixa. Á eyjunni er Decton steinn frá Rein.

Hágæða flísar úr Epson á neðri hæð og þvottahúsi, geymslu og baðherbergi á efri hæð. Mjög vandað boen eikarparket frá Epson (pallur og svefnherbergi á efri hæð).

Mjög vandaðar HTH innréttingar á baðherbergjum, eik og akrýlsteinn á borðum. Innfelld blöndunartæki frá Damixa. Borðvaskar frá Tengi.
Ullarteppi á tröppum frá Parka. Hurðarnar í húsinu eru sérsmíðaðar, 220 á hæð og innfelldar með fellilistum frá Parka. Rofar og tenglar eru svart matt Gira.

Varmaskiptir er á neysluvatninu og er því ekkert hitaveituvatn sem skemmir blöndunartækin.
Grindverk, pallar, skjólgirðingar og skýli eru úr lerki og þarf ekki viðhald.

Húsið er nýlega byggt og selst með lokaúttekt sem nú stendur yfir. 

Einstaklega vel staðsett hús þar sem stutt er í Kársnesskóla, sundlaug Kópavogs og göngustíga meðfram sjónum. 

Upplýsingar veitir Davíð Ólafsson löggiltur fasteignasali í síma 897 1533 eða david@fastborg.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31