Skyggnisbraut 2, 113

Fjarlægð/Seld - Eignin var 7 daga á skrá

Verð 72,5
Stærð 107
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 678
Skráð 24.5.2023
Fjarlægt 1.6.2023
Byggingarár 2016
mbl.is

Nýtt á skrá! Opið hús - Skyggnisbraut 2 Reykjavík - mánudaginn 29. maí klukkan 17:00 - 17:30

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir til sölu glæsilega 106,9 fermetra 4ra - 5 herbergja íbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýli með lyftu við Skyggnisbraut 2 í Reykjavík. Sér bílastæði í bílakjallara. Góðar svalir til suðurs með fallegu útsýni og þvottaherbergi innan íbúðar. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni og gott alrými við eldhús. Búið er að breyta geymslu innan íbúðar í auka stofu/sjónvarpsstofu. Auðvelt er að breyta því til baka. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla á jarðhæð.

Húsið er byggt árið 2016, steinað með fallega frágenginni lóð. Hellulagðrar stéttir með snjóbræðslu og sameiginleg bílastæði fyrir framan hús. Sameign er snyrtileg með flísum í sameiginlegri forstofu og teppi á stigagangi. 

Um er að ræða eftirsótta staðsetningu í góðu fjölskylduhverfi í Úlfarársdal þar sem stutt er í grunnskóla , íþróttasvæði og sundlaug. Frábærar hjóla- og gönguleiðir í næsta nágrenni og alla útvist í kringum Úlfarsfell.


Nánari lýsing:
Forstofa: Með harðparketi á gólfi og góðum skápum.
Stofa: Með harðparketi á gólfi. Gluggar til suðurs og útgengi á svalir.
Svalir: Snúa til suðurs með útgengi frá stofu/eldhúsi.
Eldhús: Með harðparketi á gólfi og fallegri HTH eldhúsinnréttingu með eyju. AEG stál bakaraofn, AEG keramik helluborð, innbyggð uppþvottavél og vínkælir. Flísar á milli skápa og lýsing undir efri skápum.
Stofa II/sjónvarpsherbergi: Með harðparketi á gólfi. 
Svefnherbergi I: Með harðparketi á gólfi, skápum og glugga til norðurs.
Svefnherbergi II: Með harðparketi á gólfi, skápum og glugga til norðurs.
Hjónaherbergi: Með harðparketi á gólfi, skápum og glugga til suðurs.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og hluta veggja. Flísalögð sturta með glerþili, upphengt salerni og innrétting og skápur við vask. Útloftun úr baðherbergi.

Bílastæði í bílakjallara: Sérmerkt í bílakjallara. Búið er að leggja fyrir rafhleðslu að bílastæði.

Hjóla og vagnageymsla: Er rúmgóð og snyrtileg með máluðu gólfi.

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31