Grænaborg 10, 190

Fjarlægð/Seld - Eignin var 51 dag á skrá

Verð 53,5
Stærð 92
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 580
Skráð 21.11.2023
Fjarlægt 12.1.2024
Byggingarár 2022
mbl.is

**** Hlutdeildarlán HMS ****  
Fyrir hverja eru Hlutdeildarlán?
Smelltu hér til að sjá hvort þú eigir rétt á Hlutdeildarláni: hlutdeildarlán.is


Hrafnkell og Lind fasteignasala kynna með stolti vandaðar og fallegar nýjar eignir við Grænuborg 10 við Grænubyggð í Vogum.
Íbúðirnar eru þriggja til fimm herbergja íbúðir allar með sérinngangi og falla undir hlutdeildarlán HMS. 

Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar án gólfefna. Hafðu samband fyrir nánari skilalýsingu.

Eignin er 4 herbergja með sérafnotareit sem telur 5,8fm. og skiptist í anddyri, hol, baðherbergi með þvottaaðstöðu, 3 svefnherbergi, eldhús, stofu.

Bókaðu skoðun og nánari upplýsingar veitir:
Hrafnkell P. H. Pálmason Löggiltur fasteignasali, í síma 690 8236, tölvupóstur hrafnkell@fastlind.is
.

Grænaborg 10 er nýtt fjölbýlishús með 12 íbúðum. Fjölbýlishúsin eru byggð á vandaðan máta, einangruð og klædd að utan með varanlegri álklæðningu.
Arkís sér um hönnun á verkinu og eru húsin afar glæsileg.
JÁVERK er byggingaraðilinn.

Góð lofthæð er í íbúðum á 2. hæð sem gefur þeim skemmtilegt yfirbragð. Góðar svalir eru á íbúðum efri hæðar.
Íbúðir á neðri hæð eru allar með góðum hellulögðum sérafnotareit í suður með skjólvegg.
**ATH** tölumyndir meðfylgjandi eru dæmi og viðmið um hvernig íbúðir geta litið út.

Grænaborg mun rísa í landinu Grænubyggð svæði 1 í Vogum.
Allir innviðir eru þegar til staðar og ráða þeir vel við fyrstu stig uppbyggingarinnar. Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni og er áformað að reisa bæði nýjan leik – og grunnskóla í hverfinu á næstu árum samhliða stækkun hverfisins.
Um er að ræða frábærlega staðsett hverfi sem mun byggjast á næstu árum í fallegu, fjölskylduvænu og rólegu umhverfi við sjávarsíðuna. Hverfið er tengt núverandi byggð og því er stutt í alla helstu þjónustu.
Gert er ráð fyrir að Grænabyggð verði um 1500 manna hverfi og er heildarfjöldi íbúða sem áformað er að reisa á landinu um 800 á 10 ára tímabili. Um er að ræða blandaða byggð, með aðaláherslu á lítil sérbýli.
Uppbygging svæðisins er til 10 ára samkvæmt samkomulagi Grænubyggðar ehf. við Sveitarfélagið Voga. Með því að dreifa byggingartíma yfir 10 ár, er tryggt að uppbygging og stækkun gerist í hægum og öruggum skrefum og að nauðsynleg uppbygging innviða geti átt sér stað samhliða.

Verkefnið er unnið í góðu samstarfi og samráði við Sveitarfélagið Voga með það að markmiði að byggja fjölskylduvænt hverfi á einstökum stað.

Nánar tiltekið eign merkt 01-02, fastanúmer 251-5983 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Grænaborg 10 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 251-5983, birt stærð 92.2 fm.
Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell P. H. Pálmason Löggiltur fasteignasali, í síma 690 8236, tölvupóstur hrafnkell@fastlind.is.

-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18