Skaftahlíð 11, 105

Fjarlægð/Seld - Eignin var 12 daga á skrá

Verð 117,9
Stærð 168
Tegund Hæðir
Verð per fm 702
Skráð 5.11.2022
Fjarlægt 18.11.2022
Byggingarár 1947
mbl.is

Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu:
 
Afar glæsileg og mikið endurnýjuð sérhæð á mjög eftirsóttum stað við Skaftahlíð.
Eignin er samtals 168 fm, þar af er bílskúr 24,5 fm og geymsla 5,4 fm.

Lýsing eignar:
Forstofa: Flísar á gólfi, gólfhiti, fataskápur og skóskápur.  
Hol: Tengir saman rými hæðarinnar, er með parket á gólfi. Í rýminu er skrifborð með linolium borðplötu áfast við vegg og skúffueining. Innfelld auðstillanleg Led-lýsing í lofti gefur mikla birtu í íbúðinni.
Eldhús: Allt endurnýjað 2017. Parket á gólfi. Skúffuinnrétting frá Ikea með vönduðum hvítum frontum og borðplötu frá Reform. Stór borðplata er yfir innréttingu vinstra megin en hægra megin er granítborðplata sem sett var upp 2021 ásamt stálvaski og vönduðum blöndunartækjum. Veggur á hægri hönd er flísalagður. Fallegur gluggi við enda eldhússins og borðkrókur.
Borðstofa: Björt borðstofa er opin við hol og setustofu, parket á gólfi.
Setustofa: Mjög rúmgóð og björt, parket á gólfi, útgengi á skjólgóðar svalir sem snúa í suður, timburflísar á gólfi á svölum.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi. Opnir fataskápar og skúffueining. Á gangi framan við herbergið er tvöfaldur skápur með hillum og slám.
Barnaherbergi 1: Rúmgott herbergi með parketi á gólfi og opnum fataskáp með skúffum.
Barnaherbergi 2: Rúmgott og bjart herbergi við forstofu, parket á gólfi. Opinn fataskápur með skúffum.
Baðherbergi: Baðherbergi endurnýjað 2012. Dökkar náttúruflísar á gólfi en hvítar flísar upp á hálfan vegg. Upphengt salerni og nýlegir veggskápar og blöndunartæki í baði/sturtu. Vaskur og vandað blöndunartæki sett upp 2021. Hiti er í gólfi og gluggi við baðkar.
 
Gegnheilt viðarparket ásamt þykku hljóðeinangrandi undirlagi er á gólfum íbúðarinnar (nema baðherbergi). Gólfið var lagt 2017 og ofnalagnir settar niður undir gólf.
 
Rúmgott sameiginlegt þvottahús er í kjallara hússins og góð sérgeymsla.
 
Bílskúr sem er 24,5 fm (nær húsi) fylgir hæðinni. Töluverðar endurbætur voru gerðar á skúr 2021. Gólfplatan var yfirfarin og lagfærð, flotuð og lökkuð. Gluggar voru einnig endurnýjaðir og tveir nýir ofnar settir upp. Rafmagn yfirfarið, tenglar og rofar endurnýjaðir. Vatnslagnir eru fyrir hendi.
 
Endurbætur / viðhald
Húsið var múrviðgert og steinað upp á nýtt árið 2010. Nýr inngangur var hannaður og settur upp á sama tíma með hita í gangstétt og tröppum.
Gluggar íbúðarinnar voru endurnýjaðir árið 2010.
Þak var alveg endurnýjað ásamt þakrennum 2010.
Skólplögn var endurnýjuð í kjallara hússins og út í götu 2013.
Drenlögn var endurnýjuð við húsið ásamt viðeigandi viðgerðum og nýr brunnur settur upp 2018. Dæla við brunn var endurnýjuð 2019.
 
Sameign í kjallara var yfirfarin og lagfærð 2021. Gólfplata var styrkt og síðan flotuð og lökkuð. Geymslur voru endurnýjaðar með hlöðnum veggjum og nýjum hurðum. Ný hurð með pumpu var sett upp inn í sameign.
Fasteignamat 2023 verður 89.500.000 kr.
 
Einkar glæsileg og vel staðsett hæð - stutt í skóla og alla helstu verslun og þjónustu - göngufæri við miðborgina. Klambratún í allra næsta nágrenni, þar er stórt útivistarsvæði ásamt  Kjarvalsstöðum og kaffihúsi.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu olafur@hibyli.is
Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / olafur@hibyli.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46
Mynd 47
Mynd 48
Mynd 49
Mynd 50
Mynd 51
Mynd 52
Mynd 53
Mynd 54
Mynd 55
Mynd 56
Mynd 57