Álalækur 17, 800

Fjarlægð/Seld - Eignin var 4 daga á skrá

Verð 52,9
Stærð 96
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 550
Skráð 2.10.2022
Fjarlægt 7.10.2022
Byggingarár 2018
mbl.is

Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s.896 9565 og Hús fasteignasala kynna í einkasölu:
Álalækur 17, íbúð 306, björt og snyrtileg 4herb. 91,2fm íbúð á þriðju hæð auk 5fm geymslu á jarðhæð, samtals 96,2fm, í nýlegu fjölbýli á Selfossi.

Komið er inn í forstofu með skáp fyrir yfirhafnir. Mjög rúmgott hjónaherbergi þar á hægri hönd og annað herbergi til vinstri. Gangur inn í opið rými stofu og eldhúss og gengt út á stórar svalir úr stofu, fallegt útsýni til suðurs og vesturs. Til vinstri handar á ganginum er líka þvottahús, baðherbergi og þriðja svefnherbergið við hlið stofunnar, góðir fataskápar í öllum herbergjum.  Í eldhúsi er hvít eldhúsinnrétting frá GKS og innbyggð uppþvottavél og ísskápur sem fylgja við sölu. Baðherbergið er  flísalagt í hólf og gólf, sturta lokuð með glerhurðum, upphengt klósett, vaskur á stórum skúffuskáp og handklæðaofn.  Þvottahúsið einnig flísalagt og með skolvaski.  Harðparket á öllum gólfum nema baðherbergi og þvottahúsi, timburdekk á svölum og handrið þar úr gleri. Íbúðinni fylgir 5fm sér geymsla á jarðhæð auk sameiginlegrar hjóla- og vagnageymslu í sameign hússins. 
Húsið er með lyftu, klætt að utan með álklæðningu og timburklæðningu inni á svölum, og inngangar af lokuðum svölum.
Stílhrein og eiguleg eign.

Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar og sýnir eignina.
S. 896 9565    loftur@husfasteign.is  
Hafðu samband og pantaðu skoðun. 

 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup)  lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
 
Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hús Fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita jafnvel til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26