10.06.2024 1277746

Ólafsgeisli 67

113 Reykjavík

hero

Verð

179.900.000

Stærð

326.6

Fermetraverð

550.827 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

186.400.000

Fasteignasala

Fasteignasalan TORG

Símanúmer


Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 10 daga.


Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

TORG FASTEIGNASALA KYNNIR Í EINKASÖLU: Glæsilegt einbýlishús með innbyggðum bílskúr við Ólafsgeisla 67, Grafarholti. Eignin er á þremur hæðum, samtals skráðir fermetrar skv. FMR 214,9 fm, þar af er bílskúr 36,4 fm,  en að auki er óskráður kjallari 111,7 fm með fullri lofthæð. Húsið er því í raun 326,6 fm í heildina.
Gengið er inn á 1. hæð sem telur anddyri, bílskúr, sjónvarpshol, tvö svefnherbergi, þvottahús og gestasnyrtingu. Á efri hæð eignarinnar er bjart alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Í kjallara er stór geymsla, gestasnyrting, og stórt rými sem nýtist í dag sem sjónvarpsherbergi og líkamsræktaraðstaða.

Seljendur skoða skipti á 4ra-5 herbergja sérbýli  í hverfinu.

Nánari upplýsingar veitir Sunna Sigurjónsdóttir,  löggiltur fasteignasali, í síma 845-0517, tölvupóstur [email protected].

Nánari lýsing:
Um er að ræða fallegt einbýlishús með góðu útsýni í Grafarholtinu, byggt árið 2003. Anddyri er flísalagt með góðu skápaplássi, úr anddyri er gengið inn í rúmgóðan bílskúr, epoxy á gólfi. Útgengt er úr sjónvarpsholi á stóra timburverönd með heitum potti. Tvö svefnherbergi með góðu skápaplássi. Þvottahús með flísum á gólfi og með hvítri innréttingu og gestasnyrting með sturtu. Fallegt ljóst viðarparket er á hæðinni og stiga. Stórir gluggar, aukin lofthæð og björt stofa með fallegu útsýni. Eldhús með eyju og snyrtilegri innréttingu sem var sprautulökkuð í koxgráum lit árið 2021. Innbyggð uppþvottavél frá AEG og ruslakvörn í vaski. Eldavél og bakarofn eru frá Siemens. Útgengt er á svalir úr borðstofu. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, baðkar, sturta og falleg hvít innrétting. Inni á baðherbergi er þvottalúga sem leiðir niður í þvottahús á 1. hæð. Hjónaherbergi er með svölum og góðu skápaplássi, svefnherbergi/skrifstofa með góðum skápum. Ljóst viðarparket er á hæðinni og innbygð halógenlýsing. Allar hurðir í húsinu voru sprautulakkaðar í koxgráum lit árið 2021.
Kjallari er skráður sem geymsla samkvæmt teikningu og skráningartöflu en er í dag nýttur sem sjónvarpsherbergi, líkamsræktarsalur, gestasnyrting með sturtu og geymsla. Möguleiki væri að setja upp sér íbúð í kjallara.

Frábær staðsetning, stutt í alla þjónustu og stutt á golfvöllinn í Grafarholtinu og aðrar náttúruparadísir. Sjón er sögu ríkari.

Torg fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.
eignarhús. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

Samskiptasaga eignar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband