Söluauglýsing: 1277661

Laugavegur 49

101 Reykjavík

Verð

72.900.000

Stærð

94.2

Fermetraverð

773.885 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 4 daga.

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasalan TORG kynnir  virkilega fallega og vel skipulagða 3ja herbergja 94,2 fermetra íbúð á 4. hæð í steinsteyptu húsi við Laugaveg. Íbúðin er björt með stórum gluggum. Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar Patrik löggiltur fasteignasali í síma 822-9415 eða [email protected] eða Sigurður löggiltur fasteignasali í síma 898-6106 eða [email protected] /

Anddyri: Með parketi á gólfi og fatahengi.
Eldhús: Er bjart, rúmgott og með parketi á gólfi. Hvít eldhúsinnrétting með fallegri viðarborðplötu, helluborði, háfi og góðu skápaplássi. Innbyggður ísskápur og bakaraofn í vinnuhæð. Gott borðpláss er í eldhúsi, gluggar til norðurs.
Samliggjandi stofur. Möguleiki er að nýta aðra sem auka svefnherbergi.
Stofa: Er björt með parketi á gólfi og glugga til suðurs.
Svefnherbergi I: innan af stofu er bjart með parketi á gólfi og glugga til suðurs.
Svefnherberg II: Með parketi á gólfi, góðum skáp og glugga til norðurs.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi, baðkar með sturtuaðstöðu. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi til norðurs.

Sameign: Er afar snyrtileg með teppi á stigagangi og fallegu viðarhandriði. 
Sér geymsla: Er stór (skráð 15,3 fermetrar) og er staðsett í kjallara.
Kyndiklefi: Er staðsettur í sameiginlegu rými í kjallara.

Hér er um að ræða virkilega fallega og sjarmerandi íbúð í steinsteyptu húsi frá árinu 1920 við Laugaveg í Reykjavík. Frábær staðsetning í göngufæri við alla verslun og þjónustu, menningu og iðandi mannlíf. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður löggiltur fasteignasali í síma 898-6106 eða [email protected] / Gunnar Patrik löggiltur fasteignasali í síma 822-9415 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald kr.  2.700.- kr. af hverju skjali.  
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.  
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sanneynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband