Söluauglýsing: 1276949

Þingasel 10

109 Reykjavík

Verð

218.000.000

Stærð

314.8

Fermetraverð

692.503 kr. / m²

Tegund

Einbýli
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 6 daga.

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Guðmundur Hallgrímsson Lgfs og LIND fasteignasala kynna Þingasel 10.
Stórglæsilegt einbýli á frábærum stað í Seljahverfi.
Bókið ykkur á opið hús hjá Guðmundi - [email protected]

Eignin skiptist í stofu með fallegum arni, borðstofu með fallegu útsýni meðal annars yfir Esjuna, eldhús með borðkrók og kældu búri innaf, sjónvarpsstofu með útgengi í garð, þrjú svefnherbergi (voru áður fjögur, einfalt að breyta aftur), tvö baðherbergi, vinnustofu og bókastofu, geymslu, þvottahús og tvöfaldan bílskúr.  Aftan við húsið er stórt friðland með fallegri náttúru.

Neðri hæð:
Forstofa með marmara á gólfum og góðum skápum, glerlistaverk í gluggum eftir Leif Breiðfjörð.
Stigahol fallegt með marmara á gólfi og teppalögðum stiga upp á efri hæð.
Vinnustofa parketlögð með fallegum bitum í lofti, (möguleiki á að nota sem svefnherbergi).
Bókastofan er sérlega glæsileg og vönduð hönnuð af Gunnari Magnússyni húsgagnahönnuði og innanhúsarkitekt í anda Hótels Holts 
með parketi á gólfi, mahony innréttingum og glerlistaverki eftir Leif Breiðfjörð.
Baðherbergi flísalagt með salerni vaski og sturtu
Þvottahús rúmgott með innréttingu og opnanlegum glugga.
Geymsla með hillum á veggjum gengið er í gegnum geymslu í bílskúr.
Bílskúr tvöfaldur með bílskúrsopnurum.

Efri hæð: 
Hol tengir stofu/borðstofu, eldhús og sjónvarpsstofu.
Stofa björt og stór með fallegum arni.
Borðstofa með útgengi á svalir og fjallasýn.
Eldhús með endurnýjaðri innréttingu og fjallasýn.
Búr með kæli blásara er innaf eldhúsi.
Sjónvarpsstofa með útgengi á verönd og garð.
Hjónaherbergi með fataherbergi innaf.
Svefnherbergi II er í dag nýtt sem fataherbergi.
Svefnherbregi III mjög rúmgott herbergi (var áður tvö herbergi) lítið mál er að breyta herberginu aftur í tvö herbergi.
Baðherbergi flísalagt með salerni, góðri innréttngu og baðkari.

Lóð:  að framnverðu er stórt bílaplan og gangstétt með hitalögn ásamt fallegum gróðri,
aftan við hús er mjög falleg verönd og grasflöt aftan við húsið er stórt og fallegt friðland sem tengir Reykjavík og Kópavog.
Geymsla er undir tröppum niður í garð.

Helstu endurbætur síðustu ára:
·         2003.  Skipt um útidyrahurðir og bílskúrshurðir að framan úr tekki.  
·         2005 – 2008.   Skipt um alla ofna í húsinu og ofnloka. 
·         2013 – 2014.  Tréverk á verönd og kerjum í kring endurnýjað.
·         2015 – 2016.  Salerni og sturta neðri hæð endurnýjuð. 
·         2017 – 2018.  Allt húsið málað að innan.
·         2017 – 2019.  Skipt um niðurföll og endurbætur hluta þaks.
·         2017 – 2019.  Skipt um gler og gluggapóstar lagaðir á öllu húsi. 
·         2017 – 2019.  Steypuskemmdir  lagaðar.
·         2018 – 2019.  Hús og þak málað að utan.
·         2019.   Ofnagrind í bílskúr yfirfarin og endurnýjuð.  Fataskápar í fataherbergi endurnýjaðir.
·         2021.   Skipt um báða rafdrifna mótora bílskúrshurða.
·         2020.   Ofnar og uppþvottavél í eldhúsi endurnýjuð. 
·         2023.   Ný sorptunnu skýli, niðursetning og frágangur.
·         2013 – 2023.  Reglubundið viðhald á garði í kring um húsið.

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir:
Guðmundur Hallgrímsson Löggiltur fasteignasali í síma 898-5115 / [email protected]  
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.

-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% (fyrstu kaup), 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Lántökugjald af veðskuldabréfi mishátt milli lánastofnuna. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 74.900,
 

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband