Söluauglýsing: 1262606

Álfholt 8

220 Hafnarfjörður

Verð

69.900.000

Stærð

138.8

Fermetraverð

503.602 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

70.300.000

Fasteignasala

Trausti

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 15 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Til sölu fjögurra til sex herbergja íbúð við Álfholt 8 í Hafnarfirði: Eign með mikla möguleika.
Skiptist í: forstofu, hol, stofu, borðstofu, sólskála, eldhús, Þvott/búr, þrjú svefnherbergj, baðherbergi ásamt herbergi og stóru vinnuherbergi í risi.
Auðvelt er að setja upp tvö svefnherbergi uppí risi, breyta í fimm svefnherbergi. Sérgeymsla er í kjallara.
Um er að ræða góða fjölskylduvæna eign. Íbúðin er 138,8m2 , ris er að hluta til undir súð, er því gólfflötur stærri en gefið er upp, geymsla 10,5m2 í sameign.

Nánari lýsing:
Forstofa: Með vegghillum og kommóðu. Flísar á gólfi.
Stofa: Er í rúmgóðu rými með glerskála með útgengi út á svalir sem snúa í norður.
Hol: Er með hringstiga upp í risið. Parketi á gólfi.
Eldhús: Viðarlituð ljós innrétting, borðkrókur er við bogaglugga, gluggar eru gólfsíðir. Flísar á gólfi.
Búr/þvottaherbergi: Er innaf eldhúsi, flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Hurðalaus fataskápur. Parket á gólfi.
Barnabergi: Eru tvö á aðalhæð. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Er með viðarlitaðri innréttingu, innangengri sturtu, handklæðaofn og vegghillu. Flísar á gólfi og veggjum.
Geymsla: Er 10,5m2, er niðri í sameign.

Íbúðin er staðsett á góðum og fjölskylduvænum stað þar sem stutt er í leikskólann Álfstein og Hvaleyraskóla. Þá er stutt í alla helstu þjónustu, verslanir og iðandi íþróttalíf. Stutt í heillandi göngu og hjólasvæði við Ástjörn og Hvaleyravatn.

Nánari upplýsingar veitir Einar Örn Guðmundsson, lgf., í síma 823-4969 eða á [email protected]

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband