Söluauglýsing: 1159740

Miðleiti 10

103 Reykjavík

Verð

149.900.000

Stærð

220.5

Fermetraverð

679.819 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

95.950.000

Fasteignasala

Trausti

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 7 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Stórglæsileg og mjög mikið endurnýjuð 4-5 herbergja íbúð á tveimur hæðum í glæsilegu húsi. Í eigninni eru þrjú góð svefnherbergi, tvö baðherbergi, mjög stórt stofurými með mikilli lofthæð, sjónvarpshol (vinnuherbergi) á efri hæð, eldhús, fataherbergi, tvennar svalir og góð geymsla. Sameign hússins er í sérflokki með glæsilegri aðstöðu, poolherbergi, gufubaði og líkamsrætarsal svo eitthvað sé nefnt. Húsið er teiknað af Helga Hjálmarssyni arkitekt. Gengið eru upp eina hæð frá aðalinngangi hússins að íbúðinni. Aðeins eru tvær íbúðir á stigapallinum. Í húsinu eru þrjú stigahús og eru aðeins fjórar íbúðir í hverjum þeirra.

Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands 220,5 fm og af því er stæði í bílageymslu 25.4 fm.

Eignin skiptist í þrjú góð svefnherbergi, tvö baðherbergi, mjög stórt stofurými með mikilli lofthæð, sjónvarpshol á efri hæð, eldhús, fataherbergi, tvennar svalir og góð geymsla.

Nánari lýsing : 

Neðri hæð:
Forstofa komið er inn í rúmgóða forstofu með Versace flísum, fatahengi og glæsilegri tvöfaldri vængjahurð með gleri sem leiðir inn í alrýmið. 
Stofa er sameiginlegu rými með setustofu ásamt borðstofu með mikilli lofthæð, glæsilegur granit arinn er í horni setustofunnar. Opið er frá stofunni að stiganum upp á efri hæðina, inn að sjónvarpsholi sem er innst í rýminu og að eldhúsinu. Útgengi er frá stofurýminu út á stórar suð/vestur svalir gegnheilt endaparket á gólfi. 
Sjónvarpshol er innan af stofunni og eldhúsinu er sérstætt rými sem hægt er að nýta sem borðkrók eða sjónvarpshol. Gegnheilt eikar endaparket er á gólfi. 
Eldhús: Eldhúsið er rúmgott með miklu skápaplássi og granítborðplötu á borðum við fallega dökka viðar innréttingu. Marmaraplata á veggjum við borðplötu með innfelldri lýsingu. Eldavélin er mjög stór með extra stórum ofni undir. Nýr tvöfaldur ísskápur fylgir ásamt uppþvottavél. 
Svefnherbergi er með mikilli lofthæð með millilofti, fataherbergi og gegnheilt endaparket á gólfi.
Svefnherbergi er með mikilli lofthæð með millilofti sem má nýta sem svefnloft, gegnheilt endaparket á gólfi.
Baðherbergi er glæsilegt nýstandsett  með innan gengri sturtu, upphengt salerni, innréttingu við vask, hiti í gólfi, marmaraflísar á veggjum, flísar á gólfi. 
Miðrými milli herbergja með eikar endaparketi á gólfi, útgengt út á austur svalir.  
Loftin eru klædd með glæsilegum hljóðplötum og með innfelldri lýsingu. Granít gluggakistur.
Efri hæð:
Gengið er upp fallegan stiga upp á efri hæðina. 
Sjónvarpshol þegar komið er upp á efri hæð íbúðarinnar er komið inn í mjög rúmgott hol sem nýtist vel sem sjónvarpshol eða vinnurými. Opið er niður á neðri hæðina að hluta þar sem svalahandrið heldur fallegri opnun milli hæða, parketi á gólfi.
Hjónasvíta er stórt hjónaherbergi með tveim fataherbergi með gegnheilu parket á gólfi, baðherbergi er innan hjónasvítunnar er nýstandsett með frístandandi baðkari, handklæðaofn, risa spegill í lofti, marmaraflísar á gólfi og veggjum
Þvottahús er sameiginlegt þvottahús með einni íbúð er á hæðinni milli íbúðina og þar er einnig útgengt út á austur svalir sem nýttar eru til að hengja upp þvott. 
Geymsla er í sameign með hillum. Skráð samkvæmt eignaskiptasamningi 14,8 fm brúttó. 
Sameign er sérlega snyrtileg í sameiginlegt rými með poolborði, búningsherbergi með salernisaðstöðu og gufubaði og líkamsræktaraðstaða. 
Stæði í bílageymslu er sameign er sérmerkt stæði í bílageymslu sem fylgir íbúðinni.
Húsið var tekið í gegn að utan yfirfarið og málað 2022 og hefur húsinu verið haldið vel við að sögn eigenda.
Skipt var um vatnslagnir á báðum baðherbergjum þegar þau voru standsett 2022.

Allar nánari upplýsingar um eigna veitir Inga Reynis löggiltur fasteignasali í síma 820-1903 eða á netfanginu [email protected] 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband