Söluauglýsing: 1285089

Miðleiti 10

103 Reykjavík

Verð

159.700.000

Stærð

220.5

Fermetraverð

724.263 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

113.700.000

Fasteignasala

Gimli Fasteignasala

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Gimli og Inga Reynis kynna stórglæsilega og mjög mikið endurnýjaða 220,5 fm 4-5 herbergja íbúð á tveimur hæðum í fallegu litlu fjölbýli á vinsælum stað í Reykjavík.  Glæsileg hjónasvíta, aukin lofthæð er í eigninni ásamt tvennum svölum ásamt stæði í bílageymslu. Sameign hússins er í sérflokki með glæsilegri aðstöðu, poolherbergi, gufubaði og líkamsræktarsal svo eitthvað sé nefnt. Húsið var teiknað af Helga Hjálmarssyni arkitekt. Gengið eru upp eina hæð frá aðalinngangi hússins að íbúðinni. Aðeins eru tvær íbúðir á stigapallinum. Í húsinu eru þrjú stigahús og eru aðeins fjórar íbúðir í hverjum þeirra.

Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands 220,5 fm og af því er stæði í bílageymslu 25.4 fm.


Nánari lýsing : 
Neðri hæð

Forstofa komið er inn í fallega forstofu með Versace flísum, fatahengi og glæsilegri tvöfaldri vængjahurð með gleri sem leiðir inn í alrýmið. 
Stofa er sameiginlegu rými með setustofu ásamt borðstofu með aukin lofthæð með hljóðdempandi plötum í lofti, glæsilegur granít arinn er í horni setustofunnar. Opið er frá stofunni að stiganum upp á efri hæðina, inn að sjónvarpsholi sem er innst í rýminu og að eldhúsinu. Fallegar sérsniðnar taugardínur frá Álnabæ sem fylgja með, gegnheilt eikar endaparket á gólfi. Útgengt er frá stofurýminu út á stórar suð/vestur svalir með heitum potti  
Hol er innan af stofunni og eldhúsinu er sérstætt rými sem hægt er að nýta sem borðkrók eða sjónvarpshol. Gegnheilt eikar endaparket er á gólfi.
Eldhús  Fallegt og rúmgott eldhús með miklu skápaplássi. Granítborðplötur. Smeg blöndunartæki. Marmaraplata á veggjum með innfelldri lýsingu. Glæsileg Smeg eldavél með fimm hellum og extra breiðum ofni. Nýr tvöfaldur Samsung ísskápur fylgir ásamt AEG uppþvottavél. 
Svefnherbergi er með aukinni lofthæð með millilofti, fataherbergi og gegnheilt endaparket á gólfi.
Svefnherbergi er með aukinni lofthæð með millilofti sem má nýta sem svefnloft, gegnheilt endaparket á gólfi.
Baðherbergi Einstaklega glæsilegt nýlega uppgert baðherbergi með marmaraflísum á veggjum og flísum á gólfi. "Walk inn " sturtu, vaskur er niðurfelldur í marmaraborðplötu, hiti í gólfi og  upphengt salerni.
Miðrými milli herbergja með eikar endaparketi á gólfi, útgengt út á austur svalir. 
Loftin eru klædd með glæsilegum hljóðplötum og með innfelldri lýsingu. Granít gluggakistur.
Gengið er upp fallegan stiga með nýlegu kókosteppi upp á efri hæðina. 
Efri hæð 
Sjónvarpshol þegar komið er upp á efri hæð íbúðarinnar er komið inn í mjög rúmgott hol sem nýtist vel sem sjónvarpshol eða vinnurými. Opið er niður á neðri hæðina að hluta þar sem svalahandrið heldur fallegri opnun milli hæða, parketi á gólfi.
Hjónasvíta er glæsileg með aukinni lofthæð og hljóðdempandi plötum í lofti, stórt fataherbergi , baðherbergi er innan hjónasvítunnar er nýstandsett með frístandandi baðkari, handklæðaofn, risa spegill í lofti, marmaraflísar á gólfi og veggjum.
Gólfefni íbúðar fyrir utan votrými er mjög vandað gegnheilt endastafaparket sem einnig má sjá á Listasafni Reykjavíkur. 


Eftirfarandi framkvæmdir hafa farið fram að sögn seljanda:  
*2022 Húsið var tekið í gegn að utan yfirfarið og málað.  
*2023 Bæði baðherbergi endurnýjuð. Skipt um flísar, hreinlætistæki og blöndunartæki ásamt því að skipt var um vatnslagnir að hluta. 
*2023 Dregið nýtt rafmagn í að mestu, innfelld ljós endurnýjuð ásamt megni af rofum og tenglum. 
*2023 Parket pússað upp á hluta íbúðar og skipt um gólfteppi á stiga.  
*2023 Settar nýjar höldur á eldhúsinnréttingu, innrétting máluð af fagaðila og sett ný blöndunartæki.  
*2023 Nýr heitur pottur á svölum sem fylgir með.
Íbúðin er öll nýmáluð 2024, nýtt teppi á stiganum og nýr marmaravaskur á baðherginu á fyrstu hæð.
Húsið var tekið í gegn að utan yfirfarið og málað 2022 og hefur húsinu verið haldið vel við að sögn eigenda.
Skipt var um vatnslagnir á báðum baðherbergjum þegar þau voru standsett 2023.


Þvottahús er sameiginlegt þvottahús með einni íbúð er á hæðinni milli íbúðina og þar er einnig útgengt út á austur svalir sem nýttar eru til að hengja upp þvott. 
Geymsla er í sameign með hillum 14.8 fm
Sameign er sérlega snyrtileg í sameiginlegt rými með poolborði, búningsherbergi með salernisaðstöðu og gufubaði og líkamsræktaraðstaða. 
Stæði í bílageymslu er sameign sem fylgir íbúðinni.


Eignin skiptist í þrjú góð svefnherbergi, tvö baðherbergi, mjög stórt stofurými með aukin lofthæð, sjónvarpshol á efri hæð, eldhús, fataherbergi, tvennar svalir og góð geymsla.
Vinsæl staðsetning miðsvæðis í borginni, stutt í fallegar gönguleiðir, verslanir, veitingastaði og menningu.

Allar nánari upplýsingar um eigna veitir Inga Reynis löggiltur fasteignasali í síma 820-1903 eða á netfanginu [email protected] 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband