10.07.2021 999779

Söluskrá FastansLiljugata 5

270 Mosfellsbær

hero

13 myndir

35.800.000

729.124 kr. / m²

10.07.2021 - 9 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 18.07.2021

2

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

49.1

Fermetrar

Fasteignasala

Fasteignasala Mosfellsbæjar

[email protected]
586 8080
Kjallari
Snjóbræðsla
Verönd
Hjólageymsla
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

**Íbúðirnar verða sýndar þriðjudaginn 13. júlí  - Bóka verður tíma fyrir skoðun - [email protected]Svanþór Einarsson Löggiltur fasteignasali **

Eignirnar verða afhendar fullbúnar með gólfefnum 15. september 2021


Fasteignasala Mosfellsbæjar 586 8080 kynnir 49,1 m2 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í nýju átta íbúða fjölbýlishúsi við Liljugötu 5 í Mosfellsbæ.  Möguleiki á hlutdeildarláni.
Eignin skiptist í forstofugang, stofu, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi.  Eignin afhendist fullbúin með hvítum HTH innréttingum og gólfefnum. 
Birt stærð íbúðar 0103 er skráð 49,1 m2, þar af íbúð 47,2 m2 og geymsla (merkt 0206) 1,9 m2

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax

Nánari lýsing:
Anddyri er með harðparketi á gólfi.
Stofa og eldhús í opnu rými með harðparketi á gólfi.  Hvít eldhúsinnrétting frá HTH með AEG blástursofni og spanhelluborði og viftu frá Airforce.
Svefnherbergi er með harðparketi á gólfi og hvítum fataskáp.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum að hluta, upphengdu salerni, baðinnréttingu, handklæðaofn og sturtu. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara er á baðherbergi.
Á jarðhæð er sameiginleg vagna- og hjólageymsla. Á 2. hæð eru sérgeymslur í sameign.
 
Liljugata 5 er 2ja hæða fjölbýlishús með 8 íbúðum. Fjórar íbúðir eru á hverri hæð. Húsið er staðsteypt og einangrað að utan og klætt með báruklæðingu. Stigagangur er teppalagður. Lóð er fullfrágengin, 10 bílastæði eru á lóðinni. Gönguleið að húsi er hellulögð með snjóbræðslu. Íbúðir á jarðhæð hafa sérafnotarétt að lóð út frá stofu með hellulagðiri verönd.
Íbúðirnar afhendast fullbúnar með hvítum innréttingum. Í eldhúsi verður spanhelluborð, ofn og vifta.  Gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Eikarlitað harðparket á gólfum, frá Birgissyni ehf. Flísar á baðherbergjum, handklæðaofn, upphengt salerni og sturtuhengi.
Lóð er fullfrágengin, snjóbræðsla er í gönguleið að húsi. Gert er ráð fyrir að hverri íbúð fylgir eitt bílastæði fyrir framan húsið.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á (0,3% af endanlegu brunabótamati).

Húsið er hannað af Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar.  Byggingaraðili er Byggingafélagið Bakki ehf. sem er fjölskyldufyrirtæki úr Mosfellsbæ með yfir 40 ára reynslu af húsbyggingum.  Hefur félagið byggt og afhent yfir 160 fullbúnar íbúðir á sl. 6 árum í Mosfellsbæ.  Ath. Byggingafélagið Bakki ehf byggir og selur allar sínar eignir í nafni félagsins.


Verð kr. 35.800.000,-

Allar nánari upplýsingar fást hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar í síma 586 8080.
Einnig er hægt að ná í Svanþór í síma 698-8555, [email protected] og Sigurð í síma 899-1987, [email protected].

Fasteignasala Mosfellsbæjar, Þverholti 2, Mosfellbæ.  Opið frá kl. 9-17 alla virka daga

Heimasíða Fasteignasölu Mosfelsbæjar

Fasteignasala Mosfellsbæjar á Facebook


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
 
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.

 

Ljósmyndir

Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
69

Fasteignamat 2025

54.100.000 kr.

Fasteignamat 2024

54.200.000 kr.

010102

Íbúð á 1. hæð
49

Fasteignamat 2025

43.500.000 kr.

Fasteignamat 2024

43.600.000 kr.

010103

Íbúð á 1. hæð
49

Fasteignamat 2025

43.500.000 kr.

Fasteignamat 2024

43.600.000 kr.

010104

Íbúð á 1. hæð
69

Fasteignamat 2025

54.050.000 kr.

Fasteignamat 2024

54.200.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
69

Fasteignamat 2025

54.900.000 kr.

Fasteignamat 2024

55.000.000 kr.

010202

Íbúð á 2. hæð
49

Fasteignamat 2025

44.450.000 kr.

Fasteignamat 2024

44.600.000 kr.

010203

Íbúð á 2. hæð
49

Fasteignamat 2025

44.450.000 kr.

Fasteignamat 2024

44.600.000 kr.

010204

Íbúð á 2. hæð
69

Fasteignamat 2025

54.900.000 kr.

Fasteignamat 2024

55.050.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband