Söluauglýsing: 988387

Brókarstígur 27

311 Borgarnes

Verð

Tilboð

Stærð

83.8

Fermetraverð

-

Tegund

Sumarhús

Fasteignamat

28.700.000

Fasteignasala

Fasteignaland

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 22 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignaland kynnir:

Brókarstígur 27, 311 Borgarbyggð við Brókarvatn. (Vatnalóð - Heitur pottur - Gestahús).

Um er að ræða einstaklega vandað og fallegt sumarhús sem stendur á einni af fáum lóðum við Brókarvatn sem er alveg á vatnsbakkanum. Eignin samanstendur af aðalhúsi og gestahúsi, mjög stórum sólpalli, gróðurhúsi, aðgengi að vatni fyrir báta og vatnasport, eldstæði niður við vatn og búið að útbúa undirstöður fyrir sauna og viðbótargeymslu. Birt stærð séreignar skv. Þjóðskrá Íslands er 62,9 fm en til viðbótar er skráð gestahús 20,9 fm ásamt tveimur geymslum, samtals 83,8 fm.

Aðalhús - allt hvítmálað að innan - aukin lofthæð:

Forstofa er rúmgóð með fatahengi.
Þrjú góð svefnherbergi, tvö með kojum og eitt með stóru hjónarúmi.
Baðherbergi með sturtu, upphengdu klósetti, góðri skápaeiningu og tengi fyrir þvottavél.
Stofa er einstaklega notarleg með kamínu og góðum fallegum gluggum sem gefa mikla birtu.
Eldhús er með efri og neðri skápum, plássi fyrir einfaldan ískáp, eyja með helluborði, bakaraofni og góðum skúffum.
Borðstofa er í fallegum krók með gluggum á þrjá vegu sem gefa mjög góða birtu inn í rýmið.
Parket er á flestum gólfum, flísar á baðherbergi, forstofu og eldhúsi.

Gestahús - hvítmálað að innan:
Stúdíórými með sér eldhúsi, svefnplássi fyrir þrjá, góðar geymslur undir rúmi, baðherbergi með upphengdu klósetti.
Báðum meginn á húsinu eru góðar geymslur undir bíslagi.
Parket á gólfum.

Útisvæði:
Mjög rúmgóðir sólpallar eru í kringum bæði húsin og tengir þau saman. 
Ekki undir 150 fm, með skjólveggjum og gleri á vatnahliðinni.
Heitur pottur sem er mjög stór, var settur 2019, er með saltvatni og "low-flow" kerfi.
Gott bílastæði er við aðkomu að húsinu og opið svæði með grasflöt við hliðina á gestahúsinu.
Búið að útbúa undirstöður fyrir sauna og viðbótar geymslur, ca. 20-25 fm.
Gengið er af pallinum niður að vatninu og að gróðurhúsasvæðinu.
Gróðurhúsið er ca. 10 fm og mikið af gróðurkössum í kringum það, jarðaber, laukur, rabbabari.
Niður við vatnið er svæði með eldstæði og einnig gengið niður að vatninu þar sem hægt er að hafa báta og annað vatnasport.

Húsin standa á 3700 fm mjög gróinni leigulóð (er skráð minni en verið að uppfæra mælingar) og undurstöður húsa eru steyptir kubbar og veggir ásamt því að sólpallar standa á steyptum súlum og stálbitum. Nýr eigandi mun fá nýjan lóðarleigusamning með leiðréttri stærð.

Helstu rekstrartölur:
Lóðarleiga = ca. 74.000 kr á ári.
Sumarhúsafélag = 12.000 kr á ári.

Upplýsingar gefa: 
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali s. 899-0720, netfang: [email protected]
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang: [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband