17.03.2021 983364

Söluskrá FastansEnnishvarf 15

203 Kópavogur

hero

40 myndir

83.900.000

496.744 kr. / m²

17.03.2021 - 14 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 30.03.2021

3

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

168.9

Fermetrar

Fasteignasala

Landmark

[email protected]
823-2600
Bílskúr
Kjallari
Gólfhiti
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Landmark fasteignamiðlun og Júlíus Jóhannsson lögg. fasteignasali kynna virkilega fallega fjögurra herbergja 168,9 fm íbúð á 2. hæð með bílskúr við Ennishvarf 15A í Kópavogi. Eignin er í góðu tveggja hæða fjölbýlishúsi sem er álklætt og því viðhaldslétt. Þrjú afar rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni, tvö baðherbergi annað endurnýjað 2020, tvennar svalir, aðrar eru yfirbyggðar og er sér afnotareitur fyrir framan bílskúrinn sem staðsettur er neðan við húsið að framanverðu. Íbúðin er mjög björt og rúmgóð með glugga í þrjár áttir. Eignin er vel staðsett í Hvörfunum í Kópavogi, stutt í leik- og grunnskóla og ósnortna náttúru við Elliðavatn og Heiðmörk. Fjölbreytt verslun- og þjónusta er skammt frá og er fljótlegt að komast út á stofnbraut. 

Birt stærð íbúðar er 133,5 fm (merkt 010202), geymslu er 4,2 fm (merkt 010106) og bílskúrs er 24,4 fm (merkt 040103) auk þess er skráð geymsla hluti af bílskúr 6,8 fm (040111), bílskúr er eitt opið rými og er þ.a.l. samtals 31,2 fm. Birt heildarstærð eignar er 168,9 fm skv. skráningu Þjóðskrá Íslands. 

Eignin skiptist í forstofu, tvö baðherbergi, eldhús, borðstofu, stofu, þrjú svefnherbergi, þvottaherbergi, geymslu og bílskúr. 

Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp. 
Baðherbergi 1 er við hlið forstofu með flísum á gólfi og veggjum, upphengdu salerni, handlaug og tengi fyrir sturtuklefa, hiti í gólfi. 
Stofa er björt og rúmgóð, stór rennihurð er fest í loftið sem hægt er að renna fyrir og loka af stofuna, parket á gólfi.
Svalir til austurs eru út frá stofu með fallegu útsýni í átt að Elliðavatni og til Bláfjalla, viðar pallaflísar á svalagólfi.
Eldhús er með eikar innréttingu, bakarofni í vinnuhæð, gaseldavél og háf yfir úr burstuðu stáli, tengi fyrir uppþvottavél og ísskáp, flísar á gólfi. Halogen lýsing er undir efri skápum. 
Borðstofa er fyrir framan eldhús, nokkuð rúmgóð, flísar á gólfi.  
Yfirbyggðar svalir til vesturs eru með svalalokun sem hægt er að opna vel með því að renna glerinu til hliðar, sjarmerandi viðarplankar unnir úr rekavið eru í lofti og falskir veggir hafa verið settir fyrir innan svalahandrið, viðar palla plankar eru á svalagólfi, teknir upp frá svalagólfi og eru tveir tenglar í lofti ásamt loftljósi. Rýmið er ekki upphitað. 
Barnaherbergi 1 er rúmgott, parket á gólfi. 
Barnaherbergi 2 er rúmgott með fataskáp og tveimur gluggum, parket á gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataherbergi innaf sem lokast með rennihurð, þar eru skápa innréttingar beggja megin, parket á gólfi. 
Þvottaherbergi er með hvítri innréttingu með tengi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð með góðu skápa-, skúffu- og hilluplássi, flísar á gólfi. 
Baðherbergi 2 var endurnýjað árið 2020, það er flísalagt á gólfi og umhverfis sturtu með mjög fallegum 60x60 cm flísum, svörtu (reyklituðu) sturtugleri, Walk inn sturtu með stórum sturtuhaus, hvítri baðinnréttingu með frístandandi vaski. Blöndunartæki eru innbyggð og er hiti í gólfi. 
Sér geymsla er á jarðhæð. 
Bílskúr er með rafdrifinni hurð, stórum skolvaski og flísum á gólfi. Bílskúr og geymsla er í opnu rými og er því bílskúrinn alls 31,2 fm. Sérafnotareitur fyrir framan bílskúr. 
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í sameign tveggja íbúða.

Allar nánari upplýsingar veita Júlíus Jóhannsson, lögg. fasteignasali, s: 823-2600, [email protected] og Monika Hjálmtýsdóttir, lögg. fasteignasali s: 823-2800, [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

Ekki tókst að sækja eignir.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband