11.03.2021 982328

Söluskrá FastansNúpahraun 14

815 Þorlákshöfn

hero

5 myndir

Tilboð

0 kr. / m²

11.03.2021 - 2 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 12.03.2021

3

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

139

Fermetrar

Fasteignasala

Minn Kaupstaður

[email protected]
898-2017
Bílskúr
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir ný og glæsileg raðhús við Núpahraun 14-18 í Þorlákshöfn.
Um er að ræða þrjú sambyggð raðhús  úr timbri sem skilast fullbúin að utan og tilbúin undir málningu að innan.  Lóðin grófjöfnuð með mulningi í plani. Sorptunnuskýli á lóð komin. Stærð húsa er samtals 139m2.  þar af er bílskúr  29,4m2 .
Nánari lýsing:
Gengið er inn í anddyri þar sem einnig er innangengt  í bílskúr.   Eldhús og stofa eru í opnu rými og útgengi í garðinn úr stofu.  Þrjú rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús /geymsla inn af baðherbergi með útgengi í garð.  Núpahraun 14-18 er þriggja íbúða raðhús úr timbri sem eru hönnuð á Íslandi en allar einingar eru framleiddar í Litháen og koma vegg- og þakeiningar frá beint frá verksmiðju og eru samsettar á byggingarstað.  Verksmiðjan sem framleiðir einingarnar hefur afgreitt 200 hús síðan 2001 til íslenskra viðskiptavina og er allur frágangur miðaður við íslenska staðla og aðstæður. 
Skilalýsing húsa:
Húsin eru timburhús, útveggir eru klæddir lituðu bárastáli,  dökkgráu RR23, (Ruukki 50 plus). Á þaki verður Ranilla bárað þakstál, dökkgrátt RR23 (Ruukki 30) og álrennur utaná þakkanti.  Gluggar eru ál-tré gluggar frá viðurkenndum. aðila.  Gluggar eru hvítir RAL9010 að innan en gráir 6 að utan.  Loft eru upp tekinn, endanleg loftaklæðing fylgir ekki með.
Innveggir klæddir 13mm harðgipsi.  Hvítar eða eikar innihurðir fylgja með tilbúnar til uppsettningar.  Gólf eru steypt og afhendast flotdregin.  Loftræsting:  Útsog er leitt upp um þak hverrar séreiningar.  Hitakerfi: Búið að leggja gólfhitalagnir og tengja saman við tengigrind.  Stýringar og annar búnaður gólfhita fylgir ekki.  Raflagnir: Búið að leggja út ídráttarrör og dósir og draga fyrir vinnurafmagni.  Tafla ófrágengin.  Húsið uppfyllir kröfur hljóðvistarflokks C samkvæmt staðlinum ÍST 45.  Kaupandi greiðir skipulagsgjald.  Seljandi greiðir lóðargjald og öll tengigjöld rafmagns og vatns.
Nánari upplýsingar veitir:
Anna Sigurðardóttir,  Löggiltur fasteignasali, sími 898-2017, netfang:  [email protected]

Til fróðleiks:
Í Þorlákshöfn er frábært að ala upp börn. Grunnskólinn er framúrskarandi á mjög mörgum sviðum, íþróttamannvirkin sem eru alveg til fyrirmyndar liggja upp við skólann og þar er boðið upp á fjölbreytt íþróttastarf.  Tónlistarskólinn er inn í grunnskólanum og þar er hægt að læra á ýmis hljóðfæri og spila í skólalúðrasveitinni.  Allstaðar er mikil samfella í námi, tómstundum og leik barnanna og ekkert skutl hjá foreldrum því allt er í göngufæri. Leikskólinn Bjargheimar er líka virkilega góður, hann er rekinn af Hjallastefnunni og er allur aðbúnaður eins og best verður á kosið, bæði inn í leikskólanum og á leikskólalóðinni.   Í Þorlákshöfn eru fjölmargir hópar á sviði félagsstarfs, Lúðrasveit Þorlákshafnar, kvennakór, blandaðir kórar, ýmiskonar fullorðins íþróttir, Kiwanis klúbbur, Ferðafélag Ölfuss, hestamannafélag, opnir kvennahittingar einusinni í mánuði og svona mætti lengi telja. Golfvöllurinn er mjög vinsæll bæði á meðal heimafólks og annarra landsmanna, hér er mótorkrossbraut, hesta- og heilsustígar, reiðhöll, fallegar gönguleiðir og frábær sundaðstaða sem hentar vel fyrir unga sem aldna og svo má ekki gleyma að í Þorlákshöfn er besta aðstaðan á landinu fyrir brimbrettaiðkun. Besta leiðin til að komast hratt inn í samfélagið er að taka þátt í einhverju af þessu félagsstarfi og næsta víst að allir finna eitthvað við sitt hæfi.  Og ekki má gleyma að einn af stórum kostum við Þorlákshöfn er hvað það er stutt að fara til Reykjavíkur og eru fjölmargir Þorlákshafnarbúar sem vinna á höfuðborgarsvæðinu sem keyra sig á milli daglega. 
 

Nánari upplýsingar 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 50.000 - 75.000 kr. af skuldabréfi.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 
 

Ljósmyndir

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Næg gögn eru ekki tiltæk til að gera verðmat á þessari eign.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
77.000.000 kr.139.00 553.957 kr./m²251539021.05.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
4 skráningar
78.500.000 kr.564.748 kr./m²12.04.2024 - 26.04.2024
1 skráningar
44.100.000 kr.317.266 kr./m²06.04.2021 - 20.07.2021
5 skráningar
42.800.000 kr.307.914 kr./m²11.03.2021 - 23.03.2021
2 skráningar
54.500.000 kr.392.086 kr./m²17.12.2020 - 13.03.2021
1 skráningar
Tilboð-11.03.2021 - 12.03.2021
10 skráningar
43.100.000 kr.310.072 kr./m²17.12.2020 - 12.02.2021

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 23 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010103

Raðhús á 1. hæð
139

Fasteignamat 2025

66.300.000 kr.

Fasteignamat 2024

66.500.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband