24.02.2021 979944

Söluskrá FastansGeirsgata 2

101 Reykjavík

hero

39 myndir

99.400.000

794.564 kr. / m²

24.02.2021 - 4 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 27.02.2021

2

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

125.1

Fermetrar

Fasteignasala

Domusnova

[email protected]
8201002
Lyfta
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

***Domusnova kynnir til sölu Geirsgata 2, 101 Reykjavík, glæsileg 2ja - 4ra herbergja íbúð á fjórðu hæð í lyftuhúsi. Samkvæmt FMR er íbúðin skráð 125,3 fm og geymsla þar af 6,8 fm.  

Einstaklega glæsileg íbúð í hjarta Reykjavíkur.

Komið er inní íbúðina þar sem mikið skápapláss er, skápar sem ná alla leið upp í loft, á vinstri hönd er þvottahúsið. Komið er í stofu/sjónvarpsherbergi sem auðvelt væri að breyti í tvö svefnherbergi. Þar fyrir framan er skápur og baðherbergi. Stofan og eldhúsið eru sameiginleg, út af stofu eru rúmgóðar svalir sem snúa í suður. Hjónaherbergið er mjög rúmgott með miklu skápaplássi og baðherbergi sem gengið er í frá svefnherberginu. 

Íbúðin er fullfrágengin ásamt gólfefnum, parket á aðalflötum og flísar á baðherbergjum og þvotthúsi.
 

HÖNNUÐIR Arkitektar hússins eru PKdM arkitektar. Stofan var stofnuð af Pálmari Kristmundssyni arkitekt sem vinnur í samstarfi með Fernando de Mendonca og öflugu teymi alþjóðlegra arkitekta. Stofan hefur unnið til fjölda verðlauna hér heima og erlendis fyrir framúrskarandi hönnun.
Guðbjörg Magnúsdóttir, sem er meðal þekktustu innanhússhönnuða landsins, hannaði og sá um efnisval inn í allar íbúðir á 2-5 hæð húsana. Ferill verkfræðistofa hefur með höndum burðarþols- og lagnahönnun, teiknistofan Verkís bruna-og hljóðhönnun og Verkhönnun raflagna- og lýsingarhönnun.
Hafnartorg samanstendur af 70 glæsilegum íbúðum af ýmsum stærðum og gerðum, meðal annars stílhreinum stúdíóíbúðum og stórum þakíbúðum með útsýni yfir hafnarsvæðið og borgina. Hver bygging hefur sín sérkenni sem koma m.a. fram í efnisvali á klæðningum sem eru mismunandi milli húsa og kalla fram hreyfingu og takt í heildarhönnun svæðisins. Sem dæmi er teygð álklæðning með skírskotun í bárujárn, koparklæðning sem veðrast og grænkar með tíð og tíma og þrívíðar áleiningar sem brjóta upp byggingarnar við Arnarhól. Þannig vísar hver bygging bæði til hins gamla og hins nýja og húsin skapa saman fjölbreytta heildarmynd.
Bílastæði í bílakjallara eru í boði fyrir íbúðareigendur gegn hóflegu gjaldi sem hægt er að kynna sér inn á eftirfarandi vefslóð:   https://hafnartorg.is/bilakjallari/

Sjá teikningar inn á vef byggingaraðila tgverk.is

Nánari upplýsingar veita:
Agnar Agnarsson löggiltur fasteignasali / s.8201002 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]

Andri Hrafn Agnarsson / s.698-2127 / [email protected]
Aðstoðarmaður fasteignasala í löggildingarnámi 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

040101

Veitingahús á 1. hæð
356

Fasteignamat 2025

146.000.000 kr.

Fasteignamat 2024

145.900.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband