Söluauglýsing: 978724

Eskihlíð 8

105 Reykjavík

Verð

54.900.000

Stærð

113.7

Fermetraverð

482.850 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

51.550.000

Fasteignasala

Eignamiðlun

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 8 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Eignamiðlun kynnir:

Góð og vel skipulögð 113.7 fm 4 herbergja íbúð á 2. hæð á vinsælum stað í Hlíðunum í Reykjavík. Eignin skiptist í forstofu/gang, rúmgott eldhús með góðu skápaplássi, 3 mjög rúmgóð svefnherbergi, uppgert baðherbergi með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara, rúmgóða og bjarta stofu ásamt geymslu í kjallara. Húsið hefur fengið gott viðhald á síðustu árum þar sem búið er að skipta um glugga og svalarhurðir í húsinu, endurnýjun á dreni og skólpi ásamt því að allar neysluvatnslagnir í húsinu hafa verið endurnýjaðar. Frábær staðsetning í grennd við skóla á öllum stigum, nokkrir metrar á æfingasvæði stórveldisins Vals. Steinsnar frá miðbænum með allri sinni fjölbreyttu þjónustu, menningu, veitinga- og kaffihúsum. Þá er einnig stutt í fallegar göngu- og hjólaleiðir í náttúruperlunni Öskjuhlíð.

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða [email protected]

Viðhald á húsi undanfarin ár:
2013
- Allir gluggar og svalahurð endurnýjuð. Eldhúsglugginn nokkrum árum fyrr.
2017 - Nýtt teppi á stigagang og málað.
2018 - Allar neysluvatnslagnir í kjallara í Eskihlíð 8 endurnýjaðar
2019 - Allar frárennslislagnir, skólp og húsið drenað.

Nánari lýsing eignarinnar:
Forstofa / Gangur: 
Hvíttað eikarparket á gólfi. Tenging við öll rými íbúðar. Innbyggðir fataskápar, gott skápapláss.
Stofa: Rúmgóð og björt stofa. Hvíttað eikarparket á gólfi.
Eldhús: Innrétting með efri og neðri skápum. Upprunaleg innrétting. Skipt var um borðplötu og veggir flísalagðir árið 2009. Borðkrókur. Hvíttað eikarparket á gólfi.
Baðherbergi: Endurnýjað árið 2009. Flísalagt í hólf og gólf. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Baðkar með sturtu, upphengt salerni og góð baðinnrétting með góðu skápaplássi og vask.
Svefnherbergi I: Rúmgott, hvíttað eikarparket á gólfi. Útgengt út á vestur svalir. Var skv. upphaflegri teikningu borðstofa, möguleiki á að opna aftur inní stofu.
Svefnherbergi II: Rúmgott, hvíttað eikarparket á gólfi. Gott skápapláss.
Svefnherbergi III: Mjög rúmgott, hvíttað eikarparket á gólfi.
Sameign: Í sameign er hjóla- og vagnageymsla sem og sameiginlegt þvottahús. Á bak við hús er fallegur sameiginlegur garður. 

Góð 4 herbergja íbúð á vinsælum stað í Hlíðunum. Skólar á öllum stigum í göngufæri, miðbærinn og æfingasvæði stórveldisins Vals.

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 661-6021, tölvupóstur [email protected] eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook


Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband