09.02.2021 977196

Söluskrá FastansÓlafsgeisli 67

113 Reykjavík

hero

58 myndir

Tilboð

0 kr. / m²

09.02.2021 - 22 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 02.03.2021

5

Svefnherbergi

3

Baðherbergi

323.9

Fermetrar

Fasteignasala

Fasteignamarkaðurinn

[email protected]
570-4500
Bílskúr
Svalir
Verönd
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu einstaklega fallegt, bjart, vandað og vel skipulagt 323,9 fermetra einbýlishús á þremur hæðum á einstökum útsýnisstað við Ólafsgeisla í Grafarholti. 
Miklar fastar sérsmíðaðar innréttingar, að mestu úr eik, eru í húsinu, s.s. fataskápar í öllum herbergjum, miklar innréttingar í þvottaherbergi og í baðherbergjum.  Eikarparket og flísar eru á gólfum.

Eignin stendur á 660,0 fermetra lóð með stórri hellulagðri innkeyrslu og stéttum fyrir framan og norðan við húsið með hitalögnum undir og vandaðri, stórri og skjólsælli verönd til suðurs og vesturs.

Á aðalhæð hússins eru: forstofa, bílskúr, gangur, sjónvarpshol, baðherbergi með sturtu, þvottaherbergi, sjónvarpshol og tvö barnaherbergi.
Á efri hæð hússins eru: gangur, barnaherbergi, hjónaherbergi, baðherbergi, samliggjandi stofur og eldhús.
Í kjallara hússins eru: gangur, stór sjónvarpsstofa, stórt, herbergi, baðherbergi og stór geymsla. 


Nánari lýsing eignarinnar:

1. hæð hússins, sem er 111,7 fermetrar að stærð, skiptist þannig:
Forstofa, mjög rúmgóð, flísalögð og með fataskápum á heilum vegg.  Rennihurð er úr forstofu inn á hæðina.
Bílskúr, sem innangengt er í úr forstofu er með epoxy á gólfi, gluggum og göngudyrum til norðurs, rafmótor á hurð og rennandi vatni.
Gangur, parketlagður.
Sjónvarpshol, parketlagt og með útgengi á skjólsæla stóra verönd til suðurs með skjólveggjum og þaðan niður á neðri verönd til vesturs.  Fastar innréttingar eru í sjónvarpsholi.
Baðherbergi, flísalagt gólf og veggir, vegghengt wc, innrétting, handklæðaofn og flísalögð sturta með sturtugleri.
Þvottaherbergi, stórt, flísalagt og með gluggum og göngudyrum til norðurs. Miklar innréttingar á tveimur veggjum í þvottaherbergi, vélar í vinnuhæð, vinnuborð og vaskur.
Barnaherbergi I, parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Barnaherbergi II, parketlagt og rúmgott með fataskápum.

Gengið er upp á efri hæð hússins, sem er 103,2 fermetrar að stærð, um mjög fallegan parketlagðan stálstiga með glerhandriðum með viðarlistum. Aukin lofthæð er á efri hæð hússins, innfelld lýsing í loftum og skiptist hæðin þannig:

Gangur, parketlagður og bjartur.
Barnaherbergi III, parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Hjónaherbergi, stórt, parketlagt og með miklum fataskápum og föstum skenk. Úr hjónaherbergi er útgengi á svalir til austurs.
Baðherbergi, stórt og með gluggum, flísalagt gólf og veggir, miklar innréttingar, fastur spegill, handklæðaofn, baðkar með flísalögn í kring og stór flísalögð sturta með sturtugleri. Úr baðherbergi er renna fyrir óhreint tau niður í þvottaherbergi á 1. hæð.
Samliggjandi stofur, rúmgóðar, bjartar og parketlagðar með gríðarlega fallegu útsýni yfir golfvöllinn, borgina, út á sjóinn, að Snæfellsjökli, Akranesi og víðar.  Úr stofum er útgengi á svalir til vesturs.
Eldhús, parketlagt og opið við borðstofu og gang er með mjög fallegum og miklum eikarinnréttingum með graníti á borðum og á mili skápa og innbyggðri uppþvottavél. Eyja með graníti á borði og gafli er með helluborði og háfi sem kemur upp úr borðinu en er tengdur við útblástur.  Áföst borðaðstaða er á eyju og gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp með klakavél í eldhúsi.

Gengið er niður í kjallara hússins, sem er 110,0 fermetrar að stærð og með 2,55 metra lofthæð, um fallegan parketlagðan stálstiga með glerhandriðum og viðarhandlistum af gangi 1. hæðar og skiptist kjallari hússins þannig: 

Opið rými, parketlagt og getur nýst sem vinnuaðstaða.
Gangur, parketlagður.
Geymsla, stór, gluggalaus og með lökkuðu gólfi.
Baðherbergi, flísalagt gólf og veggir, handklæðafn, innréttingar og flísalögð sturta með sturtugleri.
Sjónvarpsstofa, stór, parketlögð og með bæði innfelldri og óbeinni lýsingu í loftum, gluggar til vesturs.
Stórt herbergi, innaf sjónvarpsstofu og með tveimur rennihurðum er parketlagt og með gluggum til vesturs. 

Húsið að utan, sem er steinað með marmarasalla er í góðu ástandi sem og gler, gluggar, þakjárn, þakkantur, þakrennur og niðurföll.  

Lóðin sem er 660,0 fermetrar að stærð er fullfrágengin með mjög stórri hellulagðri innkeyrslu og stéttum fyrir framan og norðan við húsið með hitalögnum undir.  Sorptunnuskýli norðan við húsið sem og köld útigeymsla. 
Stór og vönduð verönd með skjólveggjum til suðurs og neðri verönd til vesturs með hlöðnu grjóti í kring. Tyrfðar flatir og trjárgróður.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á einstökum útsýnisstað þaðan sem stutt er í leikskóla, skóla, golfvöll, falleg útivistarsvæði, íþróttasvæði, verslanir og þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Engir þinglýstir kaupsamningar fundust á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Einbýli á 1. hæð
214

Fasteignamat 2025

192.150.000 kr.

Fasteignamat 2024

186.400.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband