09.02.2021 977195

Söluskrá FastansHulduhóll 14

820 Eyrarbakki

hero

33 myndir

45.000.000

353.496 kr. / m²

09.02.2021 - 24 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 04.03.2021

3

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

127.3

Fermetrar

Fasteignasala

Gimli Fasteignasala

[email protected]
690-2602
Bílskúr
Gólfhiti
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Gimli fasteignasala kynnir: 

Hulduhóll 14, Eyrarbakka.
Hef fengið í einkasölu nýtt, fallegt og fjölskylduvænt 4ra til 5 herb. miðjuraðhús á einni hæð í nýju hverfi á Eyrarbakka.  Húsið er samtals 127,3 fm þar af bílskúr 30,9. Húsið er timburhús byggt 2020 klætt að utan með lituðu standandi hvítu bárujárni og skilast á byggingarstigi 7 fullbúið að innan og utan. Möl er í planinu og búið er að tyrfa garðinn. Búið að leggja ídráttarrör út fyrir sökkul fyrir heitan pott í garði. Innbyggð ljós með dimmer í flestum rýmum og gólfhiti í öllu húsinu. Harðparket á öllu nema í votrýmum þar eru flísar.  


Nánari lýsing skv. teikningu: Forstofa, gangur, baðherbergi, þvottahús, þrjú svefnherbergi, eldhús/borðstofa/stofa í alrými sem er með útgönguhurð út í garð. Innangengt úr þvottahúsi í rúmgóðan bílskúr þar sem búið er að útbúa ca 10 fm herbergi með útgönguhurð út í garð.

Nánari upplýsingar veitir Elín Urður Hrafnberg, löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 690-2602, tölvupóstur [email protected]


Nánari lýsing:  
Forstofa: með gráum flísum og hvítum fataskápur.
Eldhús/borðstofa/stofa: í alrými með útgönguhurð út í garð sem er búið að þekjuleggja að hluta. Hvít eldhússinnrétting með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél og grá borðplata á borðum. Bakaraofn, vifta og spanhelluborð. Flísar milli efri og neðri skápa. 
Hjónaherbergi: með tvöföldum hvítum háglans skápum með rennihurðum. 
Svefnherbergi #2: með hvítum háglans skápum. 
Svefnherbergi #3: með hvítum háglans skápum. 
Baðherbergið: er flísalagt í hólf og gólf með gráum flísum á gólfi og ljósgráum flísum á veggjum. Sturta með sturtugleri. Hvít háglans innrétting handlaug ofan á borði. Upphengt salerni.
Þvottahús: með mjög góðri ljósgrárri innréttingu með vaski og þar er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.  
Bílskúr: góð 10 fm geymsla inn af bílskúr sem hægt er að nýta sem herbergi, harðparket á gólfi, góðir gluggar og útgönguhurð út í garð. Gólfið í bílskúrnum er flotað. 

Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður innheimt. 

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því fljótlega 40 ára starfsafmæli. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
25.000.000 kr.127.30 196.386 kr./m²250669717.04.2020

42.500.000 kr.127.30 333.857 kr./m²250669719.04.2021

65.900.000 kr.127.30 517.675 kr./m²250669724.04.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

020101

Raðhús á 1. hæð
127

Fasteignamat 2025

52.100.000 kr.

Fasteignamat 2024

45.900.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband