04.02.2021 976237

Söluskrá FastansHafnartorg / Geirsgata 2

101 Reykjavík

hero

32 myndir

93.900.000

799.149 kr. / m²

04.02.2021 - 20 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 23.02.2021

2

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

117.5

Fermetrar

Fasteignasala

Eignamiðlun

[email protected]
663-2508
Lyfta
Há lofthæð
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Eignamiðlun kynnir:

Stórglæsileg íbúð í miðbænum í lyftuhúsi á besta stað.  117,7 fermetrar, mikil lofthæð, stórir og bjartir gluggar, rúmgott svefnherbergi, mögulegt að bæta við svefnherbergi til viðbótar, rúmgóð stofa með glæsilegu eldhúsi, tvö baðherbergi og þvottahús. Geymsla, 6,1 fermetrar, er í kjallara. Húsið er hluti af hinu svonefnda Hafnartorgi, nýjum og glæsilegum byggingum sem setja nýja svip á miðbæinn við höfnina. Óhætt er að fullyrða að staðsetning sem þessi verði tæpast fáanleg á næstu árum þar sem ólíklegt er að byggð verði íbúðarhús nærri þessu svæði í fyrirsjáanlegri framtíð.

Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA, lgfs., í síma 663-2508 eða [email protected].

 
Gengið er inn í stigaganginn frá göngugötu milli húsanna en einnig ná bæði stigi og lyftur niður í bílakjallarann undir húsunum. Stigagangur er rúmgóður og glæsilegur.
Íbúðin er stórglæsileg, en vandað efnisval, glæsileg hönnum, mikil lofthæð og stórir gluggar einkenna íbúðina sem og húsið allt. Komið er inn í rúmgóða forstofu með stórum fataskáp og þvottahúsi til vinstri úr forstofu. Opið í gang og opið rými sem má nýta sem sjónvarps- og vinnurými, eða skipta upp í tvö herbergi. Skápur við enda gangs, sem gengið er í annað af tveimur rúmgóðum baðherbergjum. Marmaraflísar eru á gólfi þvottahúss og gólfi og veggjum beggja baðherbergja. Innréttingar á böðum og eldhúsi eru glanshvítar en fataskápar eru hvítir. Gangur opnast til rúmgóðs og bjarts stofu/alrýmis þar sem er glæsileg eldhúsinnrétting á vegg og eldunareyja með helluborði, innfelldri viftu og innbyggðum vínkæli. Öll tæki fylgja eldhúsinu, þar með talið ísskápur og uppþvottavél. Stórir og bjartir gluggar setja mikinn svip á rýmið og ásamt mikilli lofthæð gerir þetta rýmið einstaklega vistlegt.  Úr stofu er gengið út á skjólgóðar svalir með glerhandriði og viðarklæðningu á gólfi.
Til vinstri úr stofu er stuttur gangur þar sem gengið er í rúmgott hjónaherbergi með miklu skápaplássi. Glæsilegt baðherbergi er innaf svefnherbergi.

Hönnuðir: Arkitektar hússins eru PKdM arkitektar. Stofan sem var stofnuð af Pálmari Kristmundssyni arkitekt hefur unnið til fjölda verðlauna hér heima og erlendis fyrir framúrskarandi hönnun. Guðbjörg Magnúsdóttir, sem er meðal þekktustu innanhússhönnuða landsins, hannaði og sá um efnisval inn í allar íbúðir á 2-5 hæð húsanna.
  • Eldhústæki eru af vönduðustu gerð frá Simens, dökkt stainless steel, með snjallstýringu.
  • Hreinætistæki í eldhúsi og á baði eru frá Vola
  • Rafkerfi: Útihurðir eru raflæstar og tengdar heildstæðu aðgangsstýrikerfi. E-Net ljósastýrikerfi frá GIRA er í öllum íbúðum sem bíður upp á notkun smáforrits (app) í snjalltækjum til að stýra ljósum.
  • Hita og loftræstikerfi: Pípulagnakerfi hússins (innan íbúða) er leitt í gegnum lóðrétta lagnastokka. Ofnalagnir eru innsteyptar rör-í-rör og ofnar eru með vönduðum ofnlokum frá Danfoss.
  • Á gólfum íbúðarinnar er dökkleitt „rustik“ parket. Allt efnisval og frágangur er sérlega vandað.
Rekstraraðilar sjá um rekstur og viðhald bílakjallarans, þar sem hægt er að fá leigt stæði, Margvíslegar útfærslur eru á leigusamningum sem ætti að koma til móts við þarfir hvers og eins.

Frábærlega staðsett, einstaklega glæsileg eign þar sem vandað hefur verið til verka.

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar en 1,6% fyrir lögaðila. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupandendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.

Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegur 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.Eignamiðlun.is

 

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook


Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Engir þinglýstir kaupsamningar fundust á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

Ekki tókst að sækja eignir.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband