01.02.2021 975465

Söluskrá FastansVeghús 5

112 Reykjavík

hero

14 myndir

32.400.000

615.970 kr. / m²

01.02.2021 - 88 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 29.04.2021

1

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

52.6

Fermetrar

Ekki tókst að greina fasteignasölu.

Kjallari
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali kynnir: 

Þessi litla og snotra íbúð er SELD.
Veghús 5. 112 Reykjavík, hef fengið í einkasölu skemmtilega og vel nýtta 52.6 fm, 2ja herbergja íbúð á 2. hæð með góðum suður svölum í litlu 3ja hæða fjölbýli á þessum frábæra stað í Grafarvoginum. Íbúðin er laus til afhendingar við kaupsamning. Þvottahúsið er innan íbúðarinnar. Stutt í skóla, leikskóla, sundlaug Grafarvogs og íþróttaaðstöðu Fjölnis sem er í næsta nágrenni. Góðar strætisvagnasamgöngur og flottar göngu og hjóla leiðir eru í Grafarvoginum til allra átta. 
Upplýsingar um eignina og bókun á skoðun: Vinsamlegast sendið tímapantanir á [email protected] Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali. Hentugasti tíminn er á milli kl 15:00 til 17:00 virka daga.

Eignin skiptist á eftirfarandi hátt: forstofa, hol og gangur, baðherbergi með þvottaaðstöðu, svefnherbergi og eldhús sem er opið yfir í borðstofu og stofu sem er með útgangi á mjög skjólgóðar suður svalir.
Nánari lýsing eignarinnar:
Forstofa, hol og gangur með flísum á gólfi, skápur.
Baðherbergið og þvottahúsið er sameiginlegt og er með flísum á gólfi og veggjum, skápur, sturtuklefi, tengt fyrir þvottavél.
Hjónaherbergið er bjart og rúmgott og með parketi á gólfi, fataskápar yfir heilan vegg, rimladínur.
Eldhúsið er með flísum á gólfi, hvít innrétting, flísar á milli skápa, opið yfir í stofuna og borðstofuna.
Stofan og borðstofan er rúmgóð og björt með parketi á gólfi, útgengt frá stofunni á nokkuð stórar og skjólgóðar suður svalir.

Sameign: Í sameign á jarðhæðinni er 4.8 fm sérgeymsla með máluðu gólfi og hillum ásamt sameiginlegri hjóla og vagnageymslu.
Hús: Lítið og snyrtilegt 3ja hæða fjölbýli sem virðist hafa fengið fengið góða umhirðu og meðal annars var húsið tekið í gegn að utan 2018 og 2019 og var það viðgert og málað.
Lóð: Snyrtileg og gróin sameiginleg lóð með leiktækjum.

Grafarvogurinn er frábært svæði með tilliti til verslana og allrar almennrar þjónustu í nágrenninu og örstutt er í flotta íþróttaaðstöðu Fjölnis, hina frábæru Sundlaug Grafarvogs ásamt því að leikskólinn Brekkuborg er í um 200 m fjarlægð og Húsaskóli, sem er grunnskóli hverfisins, er í um 600 metra fjarlægð og svo er Borgarholtsskóli í hverfinu. Góðar almenningssamgöngur og bensínstöð N1 í næsta nágrenni. Svo er einnig góð læknisþjónusta og lyfjaverslun, matvöruverslanir, fiskbúð, ísbúð og margs konar þjónustu og fjölda veitingastaða í Spönginni og ýmis þjónusta í verslunarkjarnanum í Hverafold. Stutt í Egilshöllina með alla þá afþreyingu sem þar er að finna, eins og bíó og keilu, skautasvell og líkamsrækt, hárgreiðslustofu og veitingastað og alla þá íþróttaaðstöðu sem þar er boðið upp á. Þar fyrir utan er auðvitað örstutt í golfvöllinn að Korpúlfsstöðum.  Góðir göngu- og hjólastigar liggja um og frá hverfinu til allra átta.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru m.a. fengnar með sjónskoðun fasteignasala eignarinnar, sóttar í opinberar skrár, samkvæmt upplýsingum frá eiganda eignarinnar og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi skal veita fasteignasala og tilboðsgjöfum upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, t.d. vatns og raflagnir, dren, skólp og þak. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. VB Eignir fasteignasala bendir væntanlegum tilboðsgjöfum á að kynna sér vel ástand eigna með  skoðun á eigninni fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þeir telji þörf á því. 


Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í nánast öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar eftirnafnið Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Ljósmyndir

Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Við erum að vinna að uppfærslu á Verðmati Fastans. Það kemur aftur von bráðar.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
1 skráningar
48.450.000 kr.921.103 kr./m²09.10.2023 - 13.10.2023
2 skráningar
42.400.000 kr.806.084 kr./m²06.05.2023 - 12.05.2023
1 skráningar
32.400.000 kr.615.970 kr./m²01.02.2021 - 29.04.2021

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 4 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

030101

Íbúð á 1. hæð
60

Fasteignamat 2025

44.550.000 kr.

Fasteignamat 2024

43.750.000 kr.

030102

Íbúð á 1. hæð
82

Fasteignamat 2025

54.500.000 kr.

Fasteignamat 2024

53.450.000 kr.

030201

Íbúð á 2. hæð
153

Fasteignamat 2025

81.100.000 kr.

Fasteignamat 2024

79.200.000 kr.

030202

Íbúð á 2. hæð
52

Fasteignamat 2025

40.800.000 kr.

Fasteignamat 2024

40.100.000 kr.

030203

Íbúð á 2. hæð
125

Fasteignamat 2025

72.450.000 kr.

Fasteignamat 2024

70.800.000 kr.

030302

Íbúð á 3. hæð
104

Fasteignamat 2025

60.750.000 kr.

Fasteignamat 2024

59.500.000 kr.

030301

Íbúð á 3. hæð
210

Fasteignamat 2025

101.200.000 kr.

Fasteignamat 2024

98.550.000 kr.

030303

Íbúð á 3. hæð
191

Fasteignamat 2025

94.600.000 kr.

Fasteignamat 2024

92.100.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband