17.11.2020 960610

Söluskrá FastansGeirsgata 2

101 Reykjavík

hero

25 myndir

99.500.000

844.652 kr. / m²

17.11.2020 - 5 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 21.11.2020

2

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

117.8

Fermetrar

Fasteignasala

Stakfell

[email protected]
535-1000
Lyfta
Há lofthæð
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

STAKFELL S: 535-1000 KYNNIR TIL SÖLU: Stórglæsileg, ný íbúð í lyftuhúsi, á besta stað í miðbænum. Íbúðin er 117,8 fm nánar tiltekið eign merkt 03-04 íbúðin er með aukinni lofthæð, stórum og björtum gluggum og rúmgóðu svefnherbergi með baðherbergi inn af. Mögulegt að bæta við svefnherbergi. Stofa er í alrými með glæsilegu eldhúsi með innbyggðum ísskáp, frystir og vínkælir. Einnig er aðal baðherbergi og þvottahús. Geymsla er um 6,1 fermetrar, er í kjallara. Einstaklega vandað hús. Eignin er laus við undirritun kaupsamnings.
 

Húsið er hluti af hinu svonefnda Hafnartorgi, nýjum og glæsilegum byggingum sem setja nýja svip á miðbæinn við höfnina.

Gengið er inn í stigaganginn frá göngugötu milli húsanna en einnig ná bæði stigi og lyftur niður í bílakjallarann undir húsunum. Stigangur er rúmgóður.
Íbúðin er stórglæsileg, en vandað efnisval, glæsileg hönnum, mikil lofthæð og stórir gluggar einkenna íbúðina sem og húsið allt. Komið er inn í rúmgóða forstofu með stórum fataskáp og þvottahúsi til vinstri úr forstofu. Opið í gang og opið rými sem má nýta sem sjónvarps- og vinnurými, eða skipta upp í tvö herbergi. Skápur við enda gangs, sem sem gengið er í annað af tveimur rúmgóðum baðherbergjum. Marmaraflísar eru á gólfi þvottahúss og gólfi og veggjum beggja baðherbergja. Innréttingar á böðum og eldhúsi eru glanshvítar en fataskápar eru hvítir.

Gangur opnast til rúmgóðs og barts stofu/alrýmis þar sem er glæsileg eldhúsinnrétting á vegg og eldunareyja með helluborði, innfelldri viftu og innbyggðum vínkæli. Öll tæki fylgja eldhúsinu, þar með talið ísskápur og uppþvottavél. Stórir og bartir gluggar setja mikinn svip á rýmið og ásamt mikilli lofthæð gerir þetta rýmið einstaklega vistlegt.  Úr stofu er gengið út á skjólgóðar svalir með glerhandriði og tréklæðningu á gólfi.

Til vinstri úr stofu er stuttur gangur þar sem gengið er í rúmgott hjónaherbergi með miklu skápaplássi. Glæsilegt baðherbergi er innaf svefnherbergi.

Rekstraraðilar sjá um rekstur og viðhald bílakjallarans, þar sem hægt er að fá leigt stæði, Margvíslegar útfærslur eru á leigusamningum sem ætti að koma til móts við þarfir hvers og eins.

Fasteignamat næsta árs:72150000

Frábærlega staðsett, einstaklega glæsileg eign þar sem vandað hefur verið til verka. Svona eignir koma sjaldan í sölu.

Nánari upplýsingar veita Halldór Kristján Sigurðsson Löggiltur fasteignasali, s:6189999,  tölvupóstur [email protected] og Jón Guðni Sandholt Löggiltur fasteignasali s:7772288 [email protected]

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi, kr.55.800,- m.VSK.
6. Annar kostnaður við skjalagerð,  t.d. skilyrt veðleyfi, kr.18.600,- fyrir hvert skjal.
 

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
90.000.000 kr.118.10 762.066 kr./m²236359810.08.2020

78.000.000 kr.117.50 663.830 kr./m²236360727.10.2020

95.000.000 kr.118.40 802.365 kr./m²236361626.05.2021

98.900.000 kr.117.80 839.559 kr./m²236360619.05.2021

95.000.000 kr.118.40 802.365 kr./m²236361614.07.2021

95.000.000 kr.117.50 808.511 kr./m²236360730.09.2021

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

040101

Veitingahús á 1. hæð
356

Fasteignamat 2025

146.000.000 kr.

Fasteignamat 2024

145.900.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband