Söluauglýsing: 946496

Skerjabraut 1

170 Seltjarnarnes

Verð

51.900.000

Stærð

82

Fermetraverð

632.927 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

45.400.000

Fasteignasala

RE/MAX

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 12 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

EIGNIN ER SELD OG ÞVÍ FELLUR OPIÐ HÚS Í DAG, MIÐVIKUDAGINN 16.09.2020 NIÐUR. 
RE/MAX Senter kynnir fallega 2ja herb. íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi að Skerjabraut 1 að Seltjarnarnesi. Húsið var byggt árið 2015 og íbúðin er einkar vel staðsett í húsinu, snýr út í garð til suðausturs. Göngufæri er í leikskóla, grunnskóla, íþróttamiðstöð, sundlaug og ýmsar verslanir, þjónustu og veitingastaði á Eiðistorgi. 


Eignin skiptist í forstofu, eitt svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu, stofu, eldhús og geymslu. Eignin er skráð hjá Þjóðskrá Íslands 82 m2. 

Nánari lýsing:

Forstofa er inn um virkilega snyrtilega sameign. Forstofa er með parketi frá Harðviðarvali og flæðir það inn um öll rými íbúðarinnar nema baðherbergi. Hvítir skápar sem ná upp í loft.
Baðherbergi er inn af forstofu og er flísalagt í hólf og gólf. Hvítar flísar upp veggi og svartar á gólfi. Sturta með hertu gleri, upphengt salerni og handklæðaofn. Hvít skúffueining undir handlaug, viðarborðplata og spegill með ljósi ofan við. Aðstaða og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Eldhús er í opnu rými með stofu. Innrétting er hvít og er á tveimur veggjum. Viðarborðplata. Ísskápur með frystiplássi er innfelldur og fylgir með í kaupunum. Hvítar flísar milli efri og neðri skápa. Span helluborð.
Stofa er rúmgóð með útgengi út á suður-svalir þar sem sólar nýtur við frá morgni og fram undir kvöld.
Svefnherbergi er rúmgott með hvítum fataskápum sem ná upp í loft. Horngluggi snýr til austurs og suðurs.
Geymsla er sér í sameign í kjallara (merkt 0016).
Þvottahús er í sameign í kjallara (merkt 0021).
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign í kjallara (merkt 0019).

Skerjabraut 1-3 er á eignarlóð og eru 23 íbúðir í húsinu og bílastæði á lóðinni eru 34, þrjú af þeim eru ætluðu hreyfihömluðum.

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Guðrún Þórhalla Helgadóttir, löggiltur fasteignasali sími 8200490 / [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband