Söluauglýsing: 918176

Holtsvegur 25

210 Garðabær

Verð

46.800.000

Stærð

81.9

Fermetraverð

571.429 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 5 daga.

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

**Eignin verður sýnd mánud. 4.maí, vinsamlegast hringið og bókið skoðun og ykkur verður úthlutað tima** Holtsvegur 25, verið velkomin**

Fasteignasalan TORG kynnir: Einstaklega falleg og björt 3ja herbergja íbúð á 3.hæð í góðu lyftuhúsi. Glæsilegt útsýni er frá íbúðinni til suðvesturs. Stæði í bílakjallara fylgir með íbúðinni og er það einstaklega rúmgott og á besta stað. Íbúðin er vönduð með fallegum innréttingum og fallegu harðparketi.
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða [email protected]
Nánari lýsing húss:
Keyrt er inn í lokaðan bílakjallara. Þar á íbúðin gott bílastæði á besta stað rétt við innganginn inn í stigahúsið. Þaðan er svo gengið inn að lyftunni sem leiðir upp á hæðina þar sem íbúðin er. Gengið er út á svalagang þar sem íbúðin er innst og því engin umgangur fyrir framan hana.
Nánari lýsing íbúðar:
Forstofa: Komið er inn í forstofu með dökkum flísum á gólfi og tvöföldum fataskáp.
Eldhús:  Þegar komið er inn úr forstofunni er komið inn í opið rými sem rúmar eldhús, borðstofu og setustofu. Eldhúsið er með fallegri hvítri innréttingu á einn vegg + eyja sem snýr yfir í áttina að stofunni. Ljós steinn er á borðum. Bakaraofn er í vinnuhæð og tengi er fyrir uppþvottavél. Fallegt harðparket er á gólfi.
Stofa + borðstofa: Stofa og borðstofa eru saman í opnu rými með eldhúsinu. Fallegt harðparket er á gólfi. Glæsilegt útsýni er yfir Urriðavatn og yfir í Hafnarfjörðin og út á sjó. Útgengi er út á svalir frá stofunni sem snúa í suðvestur.
Baðherbergi + þvottaherbergi: Baðherbergið er með dökkum flísum á gólfi og hvítum flísum á veggjum. Baðkar er með sturtuaðstöðu. Góð eikarinnrétting er undir vaski og í kringum þvottaaðstöðuna. Einstaklega gott skápapláss er í innréttingunni. Tengi er bæði fyrir þvottavél og þurrkara.
2 x svefnherbergi:  Svefnherbergin er tvö bæði með fallegu harparketi á gólfi. Mjög gott skápapláss er í hjónaherberginu. Tvöfaldur fataskápur var í barnaherberginu sem var færður niður í geymsluna, auðvelt er að setja hann upp aftur.
Geymsla: Í sameigninni er góð geymsla um 7,5 fm
Bílageymsla: Íbúðinni fylgir mjög rúmgott bílastæði. Stæðið er næst innganginum inn í stigaganginn og beggja vegna við stæðið eru veggir þannig að engin leggur alveg við hlið bílsins.
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða [email protected]
 

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband