28.02.2020 906504

Söluskrá FastansKlængsbúð 8

815 Þorlákshöfn

hero

6 myndir

35.500.000

Infinity kr. / m²

28.02.2020 - 309 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 01.01.2021

3

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

0

Fermetrar

Fasteignasala

Helgafell Fasteignasala

[email protected]
893 3276
Bílskúr
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

NÝTT RAÐHÚS MEÐ INNBYGGÐUM BÍLSKÚR
Klængsbúð 8, 815 Þorlákshöfn, fallegt 3-4 herbergja enda raðhús með innbyggðum bílskúr. Birt heildarstærð eignar er 127.2 fm. þar af er íbúðarhluti 104.5 fm. og innbyggður bílskúr 22.7 fm. Húsið er selt á byggingarstigi 5 og rúmlega það, tilbúið til innréttingar að innan og með frágengnum raflögnum, sparslað og fullmálað.


SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX

Húsið er hluti af raðhúsalengju við Klængsbúð 6-8 sem eru þrjú raðhús sem staðsett eru á góðum stað í Þorlákshöfn. Stutt er í alla helstu þjónustu skóla, og leikskóla, íþróttaaðstöðu og falleg útivistarsvæði.  

ATH; ÁHUGASAMIR GETA SKRÁÐ SIG SEM MÖGULEGIR KAUPENDUR.

Skipulag eignarinnar:

Forstofa, tvö-þrjú (geymsla) svefnherbergi, stofa með útgengi út í garð og eldhús í opnu alrými, baðherbergi, þvottahús inn af baðherbergi og bílskúr (innangengt úr forstofu).

Frágangur utanhúss:
Húsið er byggt úr timbri og klætt að utan með grárri liggjandi ál-báru.
Á þaki er aluzink bára.
Þakkantar eru frágengnir og lagt fyrir útiljósum.
Vindskeiðar verða komnar og fúavarðar.
Þakrennur og niðurföll verða frágengin.
Gluggar og hurðir verða fullfrágengin og glerjað. Gluggar eru úr timbri og eru álklæddir.
Málmaksturshurð er í bílskúrnum.
Lóð og bílaplan verða grófjöfnuð. Ruslaskýli eru frágengin.

Frágangur innanhúss:
Kraftsperrur eru í húsinu og því öll loft niðurtekin.
Ísteyptar hitalagnir verða í öllum gólfum og verður tengigrind fyrir hita frágengin.
Rafmagn verður frágengið í töflu, ídregið, rofar og tenglar komnir (ekki rammar og frontar).
Innveggir eru tvöfaldur klæddir með gipsplötum. Loft klædd með gipsplötum.
Allir milliveggir verða komnir og brunaveggur milli húss og bílskúrs.
Veggir verða sparslaðir og málaðir, engar innihurðir verða komnar.
Gólfplata verður flotdregin (ekki flotuð).

Almennt:
Seljandi greiðir tengigjöld rafmagns og hita sem og lóðargjald. 
Kaupandi greiðir 0,3 % skipulagsgjald þegar það er lagt á við endanlegt brunabótamat.
 
Afhendingartími er allt að 12 mánuðir frá undirritun kaupsamnings. Möguleiki er á að fá húsið lengra komið eftir samkomulagi.

Byggingaraðili: SÁ hús ehf.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun:

Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali - [email protected], eða í síma 893 3276.

Þorlákshöfn:

Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. 

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Næg gögn eru ekki tiltæk til að gera verðmat á þessari eign.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
39.200.000 kr.127.20 308.176 kr./m²250996203.06.2021

65.900.000 kr.127.20 518.082 kr./m²250996213.05.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Byggir á kaupsamningum sem deila heimilsfangi og stærð

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
5 skráningar
35.500.000 kr.Infinity kr./m²14.02.2020 - 01.01.2021

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 5 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

030101

Raðhús á 1. hæð
127

Fasteignamat 2025

62.900.000 kr.

Fasteignamat 2024

63.100.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband