05.02.2020 901128

Söluskrá FastansGeirsgata 2

101 Reykjavík

hero

7 myndir

92.000.000

780.985 kr. / m²

05.02.2020 - 215 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 06.09.2020

1

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

117.8

Fermetrar

Fasteignasala

Fasteignasalan TORG

[email protected]
898-6106
Lyfta
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasalan TORG kynni: til sölu 2ja - 3ja herbergja íbúð á þriðju hæð, merkt 305, í nýju lyftuhúsi við Geirsgötu 2, Hafnartorgi. Byggingaraðili ÞG verk ehf. Hönnun íbúðar og bygginganna er fáguð og tímalaus með áherslur á efni og efnisáferðir, vandaðan frágang, vandaðar innréttingar, búnað og tæki. Skoðaðu úrval íbúða á heimasíðu Hafnartorg Allir nánari upplýsingar og bókun skoðunar hjá söludeild Fasteignasölunnar TORG, netfang [email protected] og/eða hjá Sigurði Gunnlaugssyni, lgfs í GSM: 898-6106 eða [email protected]
 
Nánari lýsing íbúðar 305: Íbúðin skiptist í anddyri, gesta-baðherbergi með sturtu, sér þvottaherbergi með innréttingu, góðu svefnherbergi og baðherbergi inn af með sturtu, eldhúsi, stofu og sjónvarpsherbergi (sem hægt er að stúka af), alls skráð 117,5fm. Frá stofu er gengið út á svalir sem snúa til suð-austurs. Geymsla er staðsett í sameign hússins, um 6,5fm þar af. Í sameign er einnig sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Íbúðir afhentast fullfrágengnar án gólfefna á aðalrýmum en votrými eru flísalögð. Sameignir og lóð skilast fullfrágengin.

Geirsgata 2 (G1) er hluti af Hafnartorgi sem samanstendur af 70 íbúðum í háum gæðaflokki. Byggingarnar tengjast með sameiginlegum bílakjallara, sem tengist einnig við bílakjallara Hörpunnar og verður með þeirri tengingu stærsti bílakjallari landsins. Hönnun bygginganna er fáguð og tímalaus með áherslur á efni og efnisáferðir, vandaðan frágang, vandaðar innréttingar, búnað og tæki.

Almenn lýsing: Að innan er íbúðin máluð með gráu litaþema. Veggir, loft, hurðir og innréttingar eru samlitar. Útihurðir eru raflæstar og tengdar heildstæðu aðgangsstýrikerfi. Dyrasími með myndavél frá Bticino og þráðlausu e-net ljósastýrikerfi frá GIRA. Allar íbúðir eru með loftræstikerfi þar sem upphituðu fersklofti er dælt inn í íbúðir og í votrýmum er vélrænt útsog.
Anddyri: Fataskápar eru í anddyri sem eru spónlagðir að innan með lýsingu og hurðum. Ytra byrði er sprautu lakkað í litaþema íbúðarinnar. Innvols er frá Innval með fylgihluti af vandaðri gerð.
Eldhús/borðstofa/stofa:
Innréttingar: Vandaðar innréttingar frá Noblessa í Þýskalandi og GKS með ljúflokunum á skápum og skúffum.
Borðplata: Hvít Meganite borðplata og innbyggður vaskur úr sama efni.
Blöndunartæki eru svört á lit frá Vola, hönnuð af Arne Jacobsen.
Eldhústæki: Blástursofn, helluborð og ísskápur frá Siemens (dökkt stainless steel) með Home Connect tengingu sem hægt er að stjórna úr snjallsíma eða spjaldtölvu. Gufugleypir er frá Elica, tegund Easy.
Svefnherbergi: Fataskápar í svefnherbergjum eru spónlagðir að innan og með hurðum og ytra byrði sem eru sprautu lakkaðar í litaþema íbúðarinnar. Innvols er frá Innval með fylgihluti af vandaðri gerð.
Baðherbergi: Votrými eru flísalögð með ítölskum gæðaflísum með marmaramynstri frá Iris. Innrétting er í litaþema íbúðar, háglans grá frá Noblessa með Meganite borðplötu og innbyggðum vaski úr sama efni. Speglalýsing á baðherbergjum er Mini Glo Ball frá Flos. Hreinlætistæki eru frá Vola. Salerni upphengd með innbyggðum vatnskassa.
Þvottaherbergi: Flísalögð með sömu flísum og í baðherbergi. Innrétting er frá Noblessa í sama litaþema. Rakaheldir ljósakúpplar eru í þvottaherbergi.
Geymslur: Gólf í séreignageymslum verða flotuð og lökkuð með kerfislofti. Léttir veggir verða úr gipsplötuveggjum, málaðir í ljósum lit.
Bílastæði: Íbúum Hafnartorgs stendur til boða að leigja bílastæðakort skv. verðskrá bílageymslu Hafnatorgs, sjá nánar á vefslóð: www.hafnartorg.is/bilageymsla/.

Það skiptir máli hver byggir fyrir þig. Meginmarkmið ÞG Verks er að skila góðu verki og eiga traust og áreiðanleg samskipti við sína viðskiptavini. Kynntu þér gæðatryggingu ÞG Verks www.tgverk.is/gaedakerfi-tgverk

Arkitektar verkefnisins eru PKdM arkitektar. Stofan var stofnuð af Pálmari Kristmundssyni arkitekt sem vinnur í samstarfi með Fernando de Mendonca og öflugu teymi alþjóðlegra arkitekta. Stofan hefur unnið til fjölda verðlauna hér heima og erlendis fyrir framúrskarandi hönnun.
Guðbjörg Magnúsdóttir, sem er meðal þekktustu innanhússhönnuða landsins, hannaði og sá um efnisval inn í allar íbúðir á 2-5 hæð húsana. Ferill verkfræðistofa hefur með höndum burðarþols- og lagnahönnun, teiknistofan Verkís bruna-og hljóðhönnun og Verkhönnun raflagna- og lýsingarhönnun.
Nánar um Hafnartorg, sjá heimasíðu Hafnartorg.
Allir nánari upplýsingar og bókun skoðunar hjá söludeild Fasteignasölunnar TORG, netfang [email protected] og/eða hjá Sigurði Gunnlaugssyni, lgfs í GSM: 898-6106 eða [email protected]
 

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
90.000.000 kr.118.10 762.066 kr./m²236359810.08.2020

78.000.000 kr.117.50 663.830 kr./m²236360727.10.2020

95.000.000 kr.118.40 802.365 kr./m²236361626.05.2021

98.900.000 kr.117.80 839.559 kr./m²236360619.05.2021

95.000.000 kr.118.40 802.365 kr./m²236361614.07.2021

95.000.000 kr.117.50 808.511 kr./m²236360730.09.2021

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

040101

Veitingahús á 1. hæð
356

Fasteignamat 2025

146.000.000 kr.

Fasteignamat 2024

145.900.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband