Söluauglýsing: 871509

Básahraun 33

815 Þorlákshöfn

Verð

37.500.000

Stærð

157

Fermetraverð

238.854 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

28.100.000

Fasteignasala

Domus

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 133 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Domus fasteignasala og Ársæll Ó. Steinmóðsson lgfs. S:896-6076 kynna í einkasölu vel skipulagt 157 fm 5 herbergja einbýlishús á einni hæð og bílskúr að Básahrauni 33 í Þorlákshöfn. Skv. þjóðskrá er húsið 116,5 fm og sérstæður bílskúr er 40,5 fm. Garður er fallegur og gróinn og eru sólpallar bæði fyrir framan og aftan húsið. Bílastæði er malbikað og ágætlega stórt. 

Róleg og fjölskylduvæn staðsetning þ.s grunnskóli, leikskóli, sundlaug og íþróttasvæðið er í góðu göngufæri. Í þorlákshöfn er öll þjónusta fyrir fjölskyldur með börn til mikillar fyrirmyndar og er mjög gott íþrótta og tómstundastarf í bænum. Grunn og leikskólastarf er mjög gott og lögð er mikil áhersla á persónuleg samskipti á milli heimilis og skóla. Í næsta nágrenni er 18 holu golfvöllur og í bænum er öflugt hestamannafélag. 

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll lgfs í síma 896-6076 og á netfanginu [email protected]

Nánari lýsing:

Forstofa er með flísum á gólfi og skáp.
Hol er með flísum á gólfi.
Stofa er björt og rúmgóð og með flísum á gólfi. Úr stofu er útgengt á suðvestursólpall.
Eldhús er með flísum á gólfi og ljósri innréttingu með bakaraofni í vinnuhæð. Góður borðkrókur.
Hjónaherbergi er með pl.parketi á gólfi og góðum skápum.
Svefnherbergi 1 er með dúk á gólfi.
Svefnherbergi 2 er með pl.parketi á gólfi og skáp.
Svefnherbergi 3 er með dúk á gólfi og aðeins minna en hin 2.
Baðherbergi er flísum á gólfi og veggjum. Hornbaðkar með sturtu, handklæðaofn. Ljós innrétting með handlaug og við hlið baðkars er skápur.
Þvottahús er innaf eldhúsi og þaðan er útgengt á pall að framanverðu.
Bílskúr er sérstæður og 40,5 fm. Upphitaður með rafmagni, köldu vatni og rafopnun. Búið er að stúka af geymslu í skúrnum.

Fjölskylduvæn eign á góðum stað í Þorlákshöfn. Búið er að taka ljósleiðara inn í húsið. Komið er að endurnýjun á þakjárni. 

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á
netfangið [email protected] 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Domus fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun. 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 55.800.-


 

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband