Söluauglýsing: 868163

Öldugata 40

101 Reykjavík

Verð

42.900.000

Stærð

64.6

Fermetraverð

664.087 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

36.700.000

Fasteignasala

101 Reykjavík

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 20 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Opið hús: Öldugata 40, 101 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 03 01. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 14. ágúst 2019 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.

101 REYKJAVÍK FASTEIGNASALA KYNNIR:  Björt og falleg eign í upprunalegum stíl í gamla Vesturbænum. Eignin er 3ja herbergja á efstu hæð í þríbýli í fallegu steinhúsi við Öldugötu. Eignin er skráð 64,6 fm og skiptist í tvær samliggjandi stofur, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Sjarmerandi íbúð með mikinn karakter í klassískum stíl.

Nánari lýsing: Komið er inn í fallegt stigahús sem hefur verið gert upp í upprunalegum stíl. Fallegur stigi er upp að íbúðinni og  fyrir framan íbúð er pallur með skápaplássi. Háaloft er fyrir ofan alla íbúðina. Komið er inn í hol og úr því er gengið inn í aðrar vistarverur íbúðarinnar. Á vinstri hönd eru stofa/borðstofa og svefnherbergi með rennihurð á milli og góðu skápaplássi. Einnig hægt að nýta rýmin sem tvær samliggjandi stofur og eru báðar stofur rúmgóðar og bjartar. Baðherbergi er með baðkari og nýju salerni. Rúmgott og bjart svefnherbergi með góðu skápaplássi. Eldhús er er upprunalegt og hefur verið haldið vel við. M.a. hefur innrétting verið hvítlökkuð. Harðparket er á stofu og herbergjum og í holi og eldhúsi er málaður steinn og málaður dúkur á baðherbergi. Sameiginlegt snyrtilegt og nýmálað þvottahús og þurrkherbergi er staðsett í kjallara þar sem hver íbúð er með eigin vél og geymslugangur. Sameiginlegur garður með útgengi úr kjallara er bakatil. Þar er einnig skemmtilegt port fyrir aðliggjandi hús og göngustígur að Ránargötu.
Eigninni hefur verið vel við haldið.  
Falleg og björt eign á frábærum og fjölskylduvænum stað í hjarta Reykjavíkur. Steinsnar frá miðbænum, stutt niður á höfn og út á Grandasvæði. Leikskólinn Drafnarborg er staðsettur í portinu á milli Öldugötu og Ránargötu og stutt í aðra þjónustu og allt það frábæra sem gamli Vesturbærinn hefur upp á að bjóða.    
 
Falleg eign á alveg frábærum stað. Stutt á höfnina, leikskólinn Drafnarborg í næsta nágreinni og og stutt alla helstu þjónustu. 

Nánari upplýsingar veitir Kristín Sigurey Sigurðardóttir Lögg. fast.sali á 101 Reykjavík fasteignasölu í síma 820-8101 eða á [email protected] eða sölumenn í síma 511-3101 og á [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 50.200,- með vsk

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband