31.05.2019 859103

Söluskrá FastansLangholtsvegur 99

104 Reykjavík

hero

37 myndir

52.900.000

438.640 kr. / m²

31.05.2019 - 57 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 26.07.2019

3

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

120.6

Fermetrar

Fasteignasala

Trausti

[email protected]
8673040
Bílskúr
Verönd
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN

Björt, rúmgóð og mikið endurnýjuð miðhæð í þríbýli við Langholtsveg í Vogahverfinu. Eignin hefur fengið gott viðhald að innan sem utan og var húsið tekið í gegn fyrir 4 árum. Í íbúðinni hefur eldhús, baðherbergi, gólfefni og hluti raflagna verið endurnýjað. Nýlegt hljóðeinagrandi gler er í allri íbúðinni og hafa gluggar verið endurnýjaðir eða yfirfarnir. Skólp og dren var endurnýjað fyrir 15 árum.

Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 120,6 fm og þar af bílskúr 28,0 fm.


Nánar um eignina:
Inngangur með flísum á gólfi.
Hol rúmgott með skáp og parketi á gólfi.
Eldhús er bjart og hefur allt verið endurnýjað. Góð innrétting, innbyggð uppþvottavél, span-helluborð, innbyggður ísskápur, gufugleypir og parket á gólfi. Eldhús er opið við stofu.
Stofa er rúmgóð og björt með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi rúmgott með góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Svefnherbergi með innbyggðum skáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi með parket á gólfi.
Baðherbergi hefur nýlega allt verið endurnýjað. Góð innrétting, baðkar með sturtuaðstöðu, handklæðaofni, upphengdu salerni, glugga og flísalagt í hólf og gólf. Frístandandi bílskúr með gluggum, bílskúrshuðaropnara og gönguhurð sem liggur út í garð og á hellulagða verönd sem er í sameign. Steypt bílaplan er fyrir framan bílskúra og innkeyrslu.

Sameign er snyrtileg og í kjallara hússins er sameiginlegt þvottahús þar sem hver íbúð hefur sér tengla fyrir þvottavél og þurrkara. Geymsla í sameign með annarri íbúð hússins er undir útitröppum.
Garður í kringum húsið er í góðri rækt.

Allar nánari upplýsingar veitir Kristján Baldursson hdl. og löggiltur fasteignasali í síma 8673040 eða á netfanginu [email protected] eða Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignsali í síma 8995949 eða á netfanginu [email protected].
 


Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Við erum að vinna að uppfærslu á Verðmati Fastans. Það kemur aftur von bráðar.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010001

Íbúð á jarðhæð
113

Fasteignamat 2025

74.650.000 kr.

Fasteignamat 2024

72.650.000 kr.

010101

Íbúð á 1. hæð
120

Fasteignamat 2025

76.150.000 kr.

Fasteignamat 2024

74.150.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
62

Fasteignamat 2025

52.100.000 kr.

Fasteignamat 2024

50.850.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband