Söluauglýsing: 846195

Vættaborgir 72

112 Reykjavík

Verð

81.500.000

Stærð

212.2

Fermetraverð

384.072 kr. / m²

Tegund

Rað/Par

Fasteignamat

70.400.000

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 11 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasala Reykjavíkur kynnir NÝTT Í SÖLU: Fallegt 7 herbergja parhús á 2 hæðum með bílskúr (30,5 fm), skjólgóðum pall og grónum garði á þessum vinsæta stað í Grafarvogi. Barnvænt og snyrtilegt umhverfi þar sem stutt er í skóla og alla helstu þjónustu.

Nánari lýsing: Eignin er skráð 212,2 fm skv. Þjóðskrá Íslands sem skiptast í efri hæð (81,8 fm), neðri hæð (99,9 fm) og innangengan bílskúr (30,5 fm). Eignin samanstendur af anddyri, eldhúsi, stofu, borðstofu, 2 baðherbergjum, 4 svefnherbergjum, sjónvarpsherbergi, þvottahúsi og bílskúr. Bílskúrinn (30,5 fm) er innangengur úr anddyri. Góður garður umlykur húsið og á efri hæðinni er skjólgóður pallur út frá eldhúsi og á neðri hæð eru 3 útgangar og þar af 2 út á pall fyrir neðan hús.
 
Bókið skoðun og fáið allar nánari upplýsingar:
  - Salvör, lgf í s. 844-1421 eða á [email protected]
  - Sylvía, lgf í s. 820-8081 eða á [email protected]
 
Efri hæð (81,8 fm):
Komið er inn í anddyri með fatahengi og nettum skáp.  Eldhús, stofa og borðstofa eru saman í opnu rými með góðri lofthæð og er þaðan farið út á skjólgóðan pall.  Eldhúsið er bjart með viðar innréttingu og gler efriskápum, eyju með stálburstuðum háf, granít á borðum, flísum á milli skápa, tengi fyrir uppþvottavél og útgengi út á góðan pall með skjólgirðingu. Opið er úr eldhúsi inn í rúmgóða borðstofu og stofu með fallegu útsýni. Baðherbergi er með flísum á gólfi og vegg að mestum hluta, viðar innréttingu og nettu baðkari með sturtu. Farið er niður parketlagðan stiga á neðri hæð.  Gólfefni efri hæðar er parket og flísar nema annað sé tekið fram.

Neðri hæð (99,9 fm):
Komið er niður stigann í sjónvarpsherbergi með útgengi út á pall og þaðan farið í gróinn garð. Svefnherbergi neðri hæðar eru 4 og er öll ágætlega rúmgóð. Úr hjónaherbergi er farið út á ágætis pall og inn af hjónaherberginu er gott fataherbergi með plastparketi. Úr einu barnaherberginu er útgengi út í garðinn og er hægt að nýta það sem sérinngang á neðri hæð. Gert er ráð fyrir þvottahúsi og baðherbergi í sama plássi í dag. Í dag er það ekki fullklárað og er með upphengdu salerni, tengi fyrir þvottavél, flísum á gólfi að hluta og á vegg að hluta, að hluta til er málað gólf.  Gólfefni neðri hæðar er flísar og parket nema annað sé tekið fram.

Bílskúrinn (30,5 fm) er innangengur úr anddyrinu og er með heitu og köldu vatni. Bílaplanið er hellulagt og er með snjóbræðslukerfi.

Um er að ræða fallegt og vel staðsett parhús með bílskúr, skjólgóðum pall og góðum garði á þessum vinsæla stað í Grafarvogi.

Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í þrívíðu umhverfi, ferðast auðveldlega á milli herbergja og kynnt þér rýmið.

Allar nánari upplýsingar veita Salvör Þ. Davíðsdóttir lgf. í síma 844-1421 eða á [email protected] og Sylvía G. Walthersdóttir lgf. í síma 820-8081 // 477-7777 eða á [email protected].

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  


SMELLTU HÉR og skoðaðu eignina í SÝNDARVERULEIKA 
Þú þarft að hafa Google eða Samsung síma og glerauga(Cardboard eða Gear VR) og viðeigandi app í símanum til þess að skoða þetta. 

Þú færð frítt sölumat hjá okkur og án skuldbindingar
- hringdu núna í 844-1421 og 820-8081 -


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá verðskrá á heimasíðum lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband