Söluauglýsing: 842931

Fjallalind 63

201 Kópavogur

Verð

81.900.000

Stærð

165.8

Fermetraverð

493.969 kr. / m²

Tegund

Rað/Par

Fasteignamat

63.150.000

Fasteignasala

LIND Fasteignasala

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 3 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

LIND fasteignasala kynnir virkilega fallegt og vel skipulagt parhús á pöllum á frábærum stað við Fjallalind 63 á þessum vinsæla stað í Lindunum í Kópavogi með útgengi frá sjónvarpsherbergi út á ca 30 m2  timburpall með skjólveggjum. Innbyggður bílskúr. Eignin telur  forstofu, tvö baðherbergi , sjónvarpsherbergi, þrjú svefnherbergi , eldhús, stofu , þvottahús og bílskúr. Samkvæmt FMR er íbúðarhlutinn 142,1 m2 auk 23,7 m2 bílskúrs. Samtals 165,8 m2.

BÓKIÐ SKOÐUN Í SÍMA 822 2123

Miðpallur.
Forstofan er rúmgóð með flísum á gólfi og innbyggðum eikarfataskáp. ( hiti í gólfi ) 
Sjónvarpshol með flísalögðu gólfi og útgengi út á timburpall með skjólveggjum. ( hiti í gólfi ) 
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Sturtuklefi. Eikarinnrétting með ljúflokunum á skúffum með hvítum vaski ofaná og spegli fyrir ofan með fallegri lýsingu. Upphengt salerni og opnanlegur gluggi. ( hiti í gólfi ) 
Þvottahús með flísalögðu gólfi og hvítri innréttingu með efri og neðri skápum. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu.
Bílskúrinn er innangengur frá þvottahúsi með heitu og köldu vatni og hillum.  Geymsluloft er yfir hluta af bílskúr. Rafmagnshurðaropnari.

Neðsti pallur. Flísalagður stigi.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og eikarfataskáp.
Tvö barnaherbergi með parketi á gólfi og lausum hvítum fataskáp í öðru herberginu.
Baðherbergi með flísalögðu gólfi og veggjum. Baðkar og sturta. Eikarinnrétting með ljúflokunum á skúffum og granítborðplötu. Spegill með fallegri lýsingu. Handklæðaofn og upphengt salerni. ( hiti í gólfi ).
Útgengt út í grasivaxin garð. 

Efri pallur. Fallegur stigi með tréþrepum.
Eldhúsið er rúmgott með flísalögðu gólfi og fallegri eikarinnréttingu með flísum á milli skápa. Keramik helluborð með viftuháf fyrir ofan. Granítborðplata í kringum helluborð. Ofn í vinnuhæð. Gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu. Rúmgóður borðkrókur. Aukin lofthæð.
Stofan er með parketi á gólfi og aukinni lofthæð.

Bílaplanið er hellulagt með hitalögn. Eignin er frábærlega vel staðsett með tilliti til allrar almennrar þjónustu , eins og skóla, leikskóla, verslana, íþróttaiðkunar og heilsugæslu. Allar upplýsingar um eignina veitir Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 822 2123 eða [email protected] 

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband