06.01.2019 835589

Söluskrá FastansVallakór 6

203 Kópavogur

hero

59 myndir

55.900.000

441.548 kr. / m²

06.01.2019 - 108 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 23.04.2019

3

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

126.6

Fermetrar

Fasteignasala

Stakfell

[email protected]
535-1000
Lyfta
Kjallari
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

STAKFELL S: 535-1000 kynnir vandaða 126,6 fermetra fjögra herbergja íbúð á 4.hæð með sérlega stórum svölum og glæsilegu útsýni. Íbúðin afhendist fullbúin með gólfefnum, fataskápum og eldhústækjum þar með talið ísskáp og uppþvottavél.

Allar nánari upplýsingar veita:
Ólafur H. Guðgeirsson, MBA rekstrarhagfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 663-2508 eða [email protected].
Erla Dröfn Magnúsdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali s. 6920149 eða [email protected]


Eignin er fjögurra herbergja íbúð á fjórðu hæð hússins, merkt 0401, birt stærð íbúðar 120,8 m2. Eigninni tilheyrir geymsla (0018) birt stærð 5,8 m2 og svalir (0412) stærð 21,2 m2. Einnig fylgir bílastæði B63 í bílageymslu.  Tengi fyrir þvottavél í íbúð. Samtals birt stærð séreignar er 126,6 fermetrar.

Íbúðin skiptist í stóra forstofu með fataskáp, hjónaherbergi með fataherbergi innaf, tvö barnaherbergi með fataskápum, flísalagt baðherbergi með sturtu, innréttingu, vegghengdu salerni, tengi fyrir þvottavél og skolvaski, og stofu og eldhús í rúmgóðu alrými. Íbúðin afhendist fullbúin og með öllum gólfefnum, flísum á votrýmum og 8mm harðparketi með eikaráferð á stofu og herbergjum, vönduðum innréttingum og tækjum, þar á meðal ísskáp og uppþvottavél samkvæmt skilalýsingu sem kaupandi hefur kynnt sér og telst hluti af söluyfirliti þessu.

Íbúðirnar eru rúmgóðar og vel skipulagðar. Húsið skiptist í tvær byggingar, Vallakór 6a og 6b með tveimur lyftuhúsum, tvær lyftur í öðru húsinu en ein í hinu. Stigar eru í báðum lyftuhúsum og er aðgengi þess vegna gott. Með öllum íbúðunum fylgir sér bílastæði í lokaðri bílgeymslu. Allar íbúðirnar eru með rúmgóðum svölum, en gott rými er á svölunum fyrir grill og garðhúsgögn.  Íbúðir á jarðhæð eru með sérafnotarétt á lóð. Mikið útsýni er einkennandi fyrir allt húsið.

Eignin er staðsett á vinsælum stað í Kópavogi þar sem stutt er í alla þjónustu. Má þar nefna grunnskóla, leikskóla, íþróttaakademíuna og góða knattspyrnuvelli, sundlaug en Salalaug er í göngufæri svo fátt eitt sé nefnt. Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar í júní 2018.

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.

Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús.

Fasteignasalan Stakfell | Borgartún 30 | 105 Reykjavík | Sími 535 1000 | www.stakfell.is

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Ath. að Verðmat Fastans er enn í þróun og byggir í dag á mjög grunnum upplýsingum.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Engir þinglýstir kaupsamningar fundust á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Ekki tókst að sækja verðsögu á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
7 skráningar
56.900.000 kr.449.447 kr./m²05.06.2019 - 16.07.2019
8 skráningar
55.900.000 kr.441.548 kr./m²06.01.2019 - 21.01.2019
4 skráningar
61.900.000 kr.488.942 kr./m²15.08.2018 - 07.09.2018

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 19 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

Ekki tókst að sækja eignir.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband