17.12.2018 834050

Söluskrá FastansBleikjulækur 3

800 Selfoss

hero

15 myndir

Tilboð

0 kr. / m²

17.12.2018 - 381 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 01.01.2020

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

202.6

Fermetrar

Fasteignasala

Domusnova

[email protected]
821 6610
Bílskúr
Heitur pottur

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Domusnova kynnir í byggingu vandað steinsteypt 202.6 fermetra parhús á einni hæð með útsýni að Ingólfjalli í botni botlangagötu.  Húsið afhendist fullbúið að utan og rúmlega tilbúið til innrréttinga að innan. Búið verður að spartla og mála að innan ásamt því að rafmagn verður í dregið og rafmagnsdósir komnar. Allir milliveggir steyptir, múraðir og málaðir. Hiti í gólfum. Húsið skiptist í stofu, eldhús, 4 svefnherbergi, sjónvarpshol, gang, forstofu, þvottaherbergi, 2 baðherbergi og bílskúr. Íbúð er 160 fm og bílskúr 43 fm. 


Íbúð:
Eldhús og Stofa: Samliggjandi eldhús og stofa með stórum gluggum niður í gólf tæpir 50 fermetrar. Gert ráð fyrir eyju í eldhúsi. Hátt til lofts.
Sjónvarpshol: Er opið við gang um 20 fm gluggalaust rými.
Svefnherbergin eru fjögur: Þrjú rúmgóð svefnherbergi  9,2 fm, 11,0 fm og 11.8 fm, eitt þeirra með gluggum á tvo vegu. 18 fm Hjónaherbergið liggur innaf sér gangi þar sem er líka annað baðherbergið. 
Baðherbergin eru tvö: Bæði með gluggum, gert ráð fyrir sturtu í báðum. Minna baðherbergið er við hlið hjónaherbergis með útgang á ætlaðann setlaugarpall.
Þvottaherbergi: Er rúmgott og er með inngangi inn í bílskúrinn.

Bílskúr: er 43 fermeter með innkeyrsluhurð og þar til hliðar inngönguhurð. Hátt er til lofts
Hús: Einangrað að utan og klætt með STO hvítlituðum múr. Viðhaldslitlir álgluggar. Álrennur og þakkanntur. Aluzink bárujárn á þaki. Loft eru einangruð, plöstuð og klædd með gifsi, spörtluð og máluð. Steyptir millveggirnir eru spartlaðir og málaðir. Komin rafmagnstafla og rafmagn ídregið. Hitalagnir í gólfi tengdar án stýringar. Neysluvatn rör í rör.  
Lóð: Stétt steypt við aðalinngang. Sorptunnuskýli steypt. Lagt fyrir heitum potti á baklóð. Mulningur í innkeyrslu. Búið að skipta um jarðveg við húsgafla. Lóð að öðru leiti grófjöfnuð. 
Heimtaugar fyrir rafmagn, heitt og kalt vatn 

Guðný Guðmundsdóttir aðstoðarmaður fasteignasala / s.821 6610 / [email protected]
Haukur Halldórsson, löggiltur fasteignasali / s.789-5560 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
65.900.000 kr.202.60 325.271 kr./m²234046323.06.2020

106.500.000 kr.202.60 525.666 kr./m²234046326.06.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Parhús á 1. hæð
202

Fasteignamat 2025

102.450.000 kr.

Fasteignamat 2024

100.750.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband