14.11.2018 829860

Söluskrá FastansÁsholt 4

105 Reykjavík

hero

71 myndir

59.900.000

462.191 kr. / m²

14.11.2018 - 65 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 17.01.2019

3

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

129.6

Fermetrar

Fasteignasala

Landmark

[email protected]
690 3111
Lyfta
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

LANDMARK fasteignamiðlun ehf. og Andri Sigurðsson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala kynna í einkasölu: Einstaklega vel skipulagt endaraðhús á tveimur hæðum ásamt stæði í bílageymslu á besta stað við Ásholt 4 í 105 Reykjavík. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 129,6 fm. Eigninni fylgir stæði í bílageymslu merkt: B-44. Góð staðsetning rétt við miðbæinn í húsi byggðu árið 1990. Stór sameiginlegur garður með leiktækjum fyrir börnin. Ekkert áhvílandi - laus til afhendingar.

Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma  690 3111 eða  [email protected]

Nánari lýsing eignar: Komið er inn í forstofu, fataskápur. Innaf forstofu er flísalögð gestasnyrting, ræstiskápur. Úr forstofu er komið inn í opið og bjart rými sem skiptist í stofu og borðstofu / sólstofu. Úr borðstofu er opið inn í eldhús með hvítri innréttingu, gluggi í eldhúsi. Uppþvottavél og ísskápur fylgja með í kaupunum. Frá stofu er gengið út á svalir. Úr stofu er stigi upp á efri hæðina. Komið er inn í sjónvarpshol. Innaf holi er flísalagt baðherbergi með hvítri innréttingu og sturtu, gluggi á baði, tengi fyrir þvottavél. Þrjú svefnherbergi með fataskápum. Í sameign er sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús. Eigninni fylgir eins og áður sagði stæði í bílageymslu með aðgangi að þvottaaðstöðu. Lyfta er í sameign. Gólfefni: parket og flísar að mestu á gólfum fyrir utan holið á efri hæðinni ásamt einu svefnherberginu en þar er korkur á gólfi. Ásholt 2 - 42 skiptist í þrjú fjölbýlishús og raðhús sem mynda lokaðan garð. Mjög snyrtilegur og fallegur garður með leiktæki fyrir börnin og er hann lokaður. 

Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma  690 3111 eða  [email protected]

Hérna finnurðu mig á Facebook

Viltu vita hvers virði  HEIMILIÐ ÞITT ER?
Ekki hika við að hafa samband við mig og ég mun skoða og verðmeta eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Pantaðu söluverðmat án endurgjalds á  www.frittsoluverdmat.is
 

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar.

Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

  1. Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila, 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
  2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
  3. Umsýslugjald fasteignasölu kr. 69.900.- með vsk.
  4. Annar kostnaður t.d. skilyrt veðleyfi / skjalagerð kr: 15.000.- auk vsk.


Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill LANDMARK  fasteignamiðlun  því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og eftir atvikum leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun. 

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
58.500.000 kr.129.60 451.389 kr./m²201069520.02.2019

110.000.000 kr.129.60 848.765 kr./m²201069504.07.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

040101

Íbúð á 1. hæð
129

Fasteignamat 2025

99.300.000 kr.

Fasteignamat 2024

93.600.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband