Söluauglýsing: 829232

Þverholt 22

105 Reykjavík

Verð

43.500.000

Stærð

74.4

Fermetraverð

584.677 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

34.900.000

Fasteignasala

Domusnova

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 20 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

DOMUSNOVA OG INGUNN BJÖRG KYNNA GÓÐA ÞRIGGJA HERBERGJA ÍBÚÐ ÁSAMT BÍLASTÆÐI Í BÍLAKJALLARA  VIÐ ÞVERHOLT 22
Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er eignin samtals skráð 74,4 m2. 

Lýsing eignar:
Forstofa: 
Parket á gólfi. 
Herbergi: Rúmgott með fallegum hornglugga, parket á gólfi. 
Hjónaherbergi: Rúmgott með parketi á gólfi, stór nýlegur fataskápur. 
Eldhús: Staðsett í alrými þar sem opið er yfir í borðstofu og stofu.  Rúmgóð viðar innrétting.
Stofa / borðstofa: Rúmgott rými, parketi á gólfi. Einstakt útsýni  t.d. að Hallgrímskirkju. Útgengi á rúmgóðar svalir. 
Svalir: Snúa í vestur, fallegt útsýni yfir borgina.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, fín innrétting, baðkar með sturtu. 
Geymsla: Sérgeymsla ca. 5 fermetrar er á jarðhæð. 
Bílastæði: Er í lokuðum bílakjallara með þvottaaðstöðu. Innkeyrsla frá Rauðarástíg. 
Sameiginlegt þvottahús, hjóla og vagnageymsla á jarðhæð. 

Íbúðin er mjög vel staðsett í miðbæ Reykjavíkur. Örstutt í iðandi mannlíf miðborgarinnar en þó hæfilega langt frá skarkala þess. Matsölustaðir, verslanir, sundlaug,skólar og leikskólar í næsta nágrenni. 
Eignin er staðsett ein á efsta palli hússins. Hlutdeild í bílageymslu ásamt bílastæðum í bílskýli fyrir framan og  bílastæðum á bakvið hús tilheyrir eigninni.  

Ath. Eigendur hafa ekki búið sjálfir í eigninni að staðaldri og er því væntanlegur kaupandi hvattur til að skoða eignina vel.


  Nánari upplýsingar veita:
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / [email protected]

Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband