Söluauglýsing: 826523

Ránargata 46

101 Reykjavík

Verð

97.000.000

Stærð

168.3

Fermetraverð

576.352 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

65.500.000

Fasteignasala

Fastborg

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 37 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Borg Fasteignasala kynnir: Sérstaklega glæsilega tveggja hæða penthouse íbúð í litlu fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur, Ránargötu 46.  Rúmgóð og fallega innréttuð íbúð í grónu og friðsælu hverfi en örstutt í miðbæinn, gömlu höfnina og á Grandann. Íbúðin var endurbætt 2007, nýjar inréttingar í eldhúsi og baðherbergum, hiti í baðgólf, gluggar á efri hæð stækkaðir en þaðan er frábært útsýni til allra átta.
Á neðri hæð er andyri, eldhús, stofa, baðherbergi og tvö herbergi.
Á efri hæð er tvö rúmgóð rými, annað sem bóka- og skrifstofa, hitt sem sjónvarps- og fjölskyldurými. Þar er einnig hjónasvíta og baðherbergi.
Útgengi út á suðvestursvalir er á neðri hæð en uppi eru svalir út frá hjónasvítu og franskarsvalir í sjónvarpsrými með háum glugga, útsýnin að höfinni.
Frábær íbúð í þessu rólega og vinsæla fjölskylduhverfi í miðborginni. Bókið skoðun.


Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er húsið skráð samtals 168,3 fm, neðri hæð 81,9 fm og eftri hæð 81,3 og geymsla niðri sem er 5,1 fm. (Heildargólfflötur er 180,3 fm en 12, 6 fm af efri hæð eru undir súð og eru því ekki taldir með í fermetramælingu íbúðarinnar.)

Ránargata 46 er glæsilegt lítið fjölbýlishús, byggt árið 1987. Húsið er þrjár hæðir og það eru aðeins 5 íbúðir í húsinu. Þessari íbúð fylgir sérmerkt bílastæði á bílaplani bakvið húsið. Í húsinu er sameiginlegur inngangur sem er mjög snyrtilegur.

Nánari upplýsingar:
Eldhús og stofa eru í opnu björtu rými, þar er útgengi suður svalir. Svalirnar eru á horni hússins og snúa í suðvestur. Eldhúsið er mjög fallegt, hvítlakkað með gráum bekkjum. Gler er efriskápum og gler á milli innréttinga. Eldhúseyjan er með granít borðplötu og hangangi gufugleypi yfir. Gólfefni á eldhúsi og baðherbergi eru svartar ílangar flísar. Annars er gólfefni á neðri hæð Merbau parket. Stofan er björt og opin með fallegum gluggum til suðurs og vesturs, þar er útgengi út á svalir. Á neðri hæð eru tvö herbergi, í herbergið innaf stofunni er falleg tvöföld hurð og svo er gengt á milli herbergja. Á milli herbergjana er rennihurð. Rúmgott baðherbergi með baðkari m/sturtu, upphengt wc, granít borðplata undir vaska. Inn af er þvottahús.
Stigi upp á efri hæð er parketlagður járnstigi, veglegur og fallegur. Efri hæð skiptist í tvö stór og glæsileg rými, annars vegar bóka- og vinnuaðstöðu og hinsvegar sjónvarps- og fjölskyldurými. Þar eru fallegri kvistar í báðum rýmum með stórum gluggum til suðurs og norðurs, bjart og fallegt útsýni. Hvítmálaður panell er í loftum, gólfefni á efri hæð er ljóst parket. Götumegin er bóka- og vinnuaðstaðan og þar er stiginn. Í sjónvarps- og fjölskyldurýminu er gas arin, gólfsíðir gluggar í kvistinum og franskar svalir. Þar er útsýni til norðurs út á höfnina og fjallasýn. Hjónasvítan er lokuð af með rennihurð, þar er hjónaherbergi undir fallegum kvisti, stórum gluggum og útgengi út á svalir til suðurs. Baðherbergið er með ljósri innréttingu með marmaraborðplötu, hvítum veggflísum, upphengdu wc og sturtu. Þar er þakgluggi. Í hjónasvítu er gólfhiti og ljósar flísar á gólfum.

Vesturbærinn er fjölskylduvænt hverfi og af mörgun talin perla Reykjavíkur. Verslun og þjónusta, skólar, leiksskólar eru allt um kring, svo og frístunda- og íþróttaaðstað til fyrirmyndar. Ekki þarf að taka fram áhugaverðar gönguleiðir um hverfið og hversu stutt er í Miðborgina og út á Granda sem nú breytist hratt með fjölgun veitingastaða og afþreyingu.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill BORG fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Allar nánari upplýsingar veita:
Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali í síma 844 6447, [email protected] og
Úlfar Þór Davíðsson, löggiltur fasteignasali í síma 897 9030, [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.000,-

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband