Söluauglýsing: 810949

Eskihlíð 8A

105 Reykjavík

Verð

Tilboð

Stærð

116.2

Fermetraverð

-

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

44.250.000

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 20 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasala Reykjavíkur og Þórdís Davíðsdóttir lgf kynna til sölu 5 herbergja íbúð á efstu hæð í góðu fjölbýli við Eskihlíð.

EIGNIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING
FASTEIGNAMAT NÆSTA ÁRS VERÐUR: 48.200.000

Þú getur sótt SÖLUYFIRLIT eignarinnar með því að smella HÉR 

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 116,2 fm og er íbúðarrýmið sjálft 107,6 fm og geymsla 8,6 fm er í risi. Gólfflötur geymslunnar er þó 43,1 fm.
Eignin samanstendur af miðrými / holi, 3 svefnherbergjum, eldhúsi, stofu, borðstofu, baðherbergi og svefnherbergisgangi.
Þvottahús, þurrkherbergi og góð hjóla- og vagnageymsla eru í sameign. Húsið er fjögurra hæða og eru tvær íbúðir á hæð.
Bókið skoðun hjá Þórdís í síma 862-1914 eða á netfangið [email protected]

Fasteignasala Reykjavíkur er frumkvöðull að bjóða upp á eftirfarandi tækni á allar eignir:
Skoðaðu þessa eign í 3-D sýn með því að smella HÉR
 
Skoðaðu eignina í sýndarveruleika með því að smella HÉR
Þú þarft að hafa Google eða Samsung síma og glerauga(Cardboard eða Gear VR) og viðeigandi app í símanum til þess að skoða þetta. 

Komið er inn í parketlagt miðrými / hol íbúðar sem tengir eldhús, stofu, borðstofu og herbergisgang.
Vinstra megin þegar komið er inn er skápur sem áður var kæliskápur en er nýttur sem geymsluskápur. 
Eldhúsið er rúmgott með upprunalegri innréttingu sem er vel með farin, korkflísara á gólfi, nýlegur frístandandi eldavél og ofn. Gluggi í eldhúsi er til suð-austurs og fylgir rauður eldhúsbekkur, borð og 2 stólar.
Stofa og borðstofa eru í samliggjandi björtu rými með rennihurð sem aðskilur rýmin og því hægt að nota borðstofuna sem fjórða herbergið.  Útgengt er á suð-vestur svalir úr borðstofunni.
Inn af stofunni er Svefnherbergi 1 og er plastparket á gólfi og lítill fataskápur.
Á herbergisgangi er nýlegur stór fataskápur, tvö herbergi og baðherbergi.
Hjónaherbergið er rúmgott með ágætis skápum og parketi á gólfi. Svefnherbergi 2 er í góðri stærð og með parketi á gólfi.
Baðherbergið er rúmgott með flísum á gólfi og upp á vegg, baðkari, skáp undir handlaug, opnanlegum glugga til suð-vesturs og er gott rými fyrir þvottavél.
Á stigapalli hæðarinnar er gengið upp í risið þar sem skráð 8,6 fm geymsla íbúðarinnar er en gólfflötur hennar er 43,1 fm sbr. eignaskiptayfirlýsingu.
Í snyrtilegri sameign er þvottahús, þurrkherbergi og hjóla-og vagnageymsla.
Skipt var um glugga og flestar útidyrahurðar fyrir kaup seljenda á íbúðinni sem var í lok árs 2014 og húsið eitthvað yfirfarið.
Ljósleiðari er í húsinu og er aðkoman að húsinu snyrtileg.

Allar nánari upplýsingar veitir Þórdís Davíðsdóttir löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 eða á [email protected] 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·       Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
·       Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
·       Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
·       Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·       Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
Bjóðum þér upp á frítt sölumat án skuldbindingar og veitum góða þjónustu.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband