19.04.2018 801258

Söluskrá FastansVallakór 6

203 Kópavogur

hero

47 myndir

44.900.000

556.382 kr. / m²

19.04.2018 - 46 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 03.06.2018

2

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

80.7

Fermetrar

Fasteignasala

Stakfell

[email protected]
535-1000
Lyfta
Kjallari
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

STAKFELL S: 535-1000 kynnir vandaða bjarta 80,7 fermetra þriggja herbergja íbúð á 4.hæð með stórum svölum og glæsilegu útsýni. Íbúðin afhendist fullbúin með gólfefnum, fataskápum og eldhústækjum þar með talið ísskáp og uppþvottavél.

Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA rekstrarhagfræðingur, lgfs. í síma 663-2508 eða [email protected].

Eignin er þriggja herbergja íbúð á 4.hæð hússins, merkt 0606, birt stærð íbúðar 75,0 m2. Eigninni tilheyrir geymsla (0035) birt stærð 5,7 m2 og svalir (0417) stærð 16,8 m2. Einnig fylgir bílastæði í bílageymslu, merkt B46. Samtals birt stærð séreignar er 81,8 fermetrar.

Íbúðin skiptist í anddyri með fataskáp, hjónaherbergi með stórum fataskáp, herbergi með fataskáp, flísalagt baðherbergi með sturtu, baðkari, innréttingu og vegghengdu salerni, sér þvottahús og stofu og eldhús í rúmgóðu alrými. Útgengi er á stórar svalir úr stofu, en mikið útsýni er af svölum og úr stofu. Íbúðin afhendist fullbúin og með öllum gólfefnum, flísum á votrýmum og 8mm harðparketi með eikaráferð á stofu og herbergjum, vönduðum innréttingum og tækjum, þar á meðal ísskáp og uppþvottavél samkvæmt skilalýsingu sem kaupandi hefur kynnt sér og telst hluti af söluyfirliti þessu.

Íbúðirnar eru rúmgóðar og vel skipulagðar. Húsið skiptist í tvær byggingar, Vallakór 6a og 6b með tveimur lyftuhúsum, tvær lyftur í öðru húsinu en ein í hinu. Stigar eru í báðum lyftuhúsum og er aðgengi þess vegna gott. Með öllum íbúðunum fylgir sér bílastæði í lokaðri bílgeymslu. Allar íbúðirnar eru með rúmgóðum svölum, en gott rými er á svölunum fyrir grill og garðhúsgögn.  Íbúðir á jarðhæð eru með sérafnotarétt á lóð. Mikið útsýni er einkennandi fyrir allt húsið.

Eignin er staðsett á vinsælum stað í Kópavogi þar sem stutt er í alla þjónustu. Má þar nefna grunnskóla, leikskóla, íþróttaakademíuna og góða knattspyrnuvelli, sundlaug en Salalaug er í göngufæri svo fátt eitt sé nefnt. Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar í júní 2018.

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
6. Skipulagsgjald af endanlegu brunabótamati íbúðarinnar, 0,3%.

Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús.

Fasteignasalan Stakfell | Borgartún 30 | 105 Reykjavík | Sími 535 1000 | www.stakfell.is

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Engir þinglýstir kaupsamningar fundust á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Ekki tókst að sækja verðsögu á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
4 skráningar
44.900.000 kr.556.382 kr./m²15.08.2018 - 08.09.2018
4 skráningar
43.900.000 kr.543.990 kr./m²15.08.2018 - 07.09.2018

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 8 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

Ekki tókst að sækja eignir.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband