13.04.2018 800417

Söluskrá FastansVallakór 6

203 Kópavogur

hero

29 myndir

43.900.000

523.866 kr. / m²

13.04.2018 - 105 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 26.07.2018

2

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

83.8

Fermetrar

Fasteignasala

Eignastofan

[email protected]
537-7500
Lyfta
Snjóbræðsla
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

 

Eignastofan fasteignamiðlun kynnir nýjar íbúðir við Vallakór 6A og Vallakór 6B , Kópavogi til sölu:

3ja herbergja íbúð á 2. hæð í húsinu  nr. 6A við Vallakór í Kópavogi. Íbúðin er alls 83,8 fermetrar að stærð og skipist í tvö svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Sér geymsla í  kjallara og stæði í bílahúsi. Húseignin Vallakór 6A er í bygginu og er afhendingartími íbúða í júní 2018. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar með gófefnum og lóð verður fullfrágengin.

Vallakór 6 er sex til tíu hæða fjölbýlishús með 72 íbúðum auk kjallara
.  Í húsinu eru tvö lyftu/stigahús, annað með tveimur lyftum og hitt með einni lyftu, eða alls þrjár lyftur.  Stigahús tengjast íbúðum með svalagöngum sem að hluta til eru vindvarin með öryggisgleri. Sameiginlegur garður er ofan á bílageymslu fyrir allar íbúðir.  Í bílakjallara eru stæði fyrir 80 bíla, þar af 3 bílastæði fyrir fatlaða. Að auki eru bílastæði fyrir 42 bíla á lóð og þar af eru 3 bílastæði fyrir fatlaða.
Burðarkerfi hússins er staðsteypt að öllu leyti, þ.e. sökklar, botnplata, þakplata, útveggir, berandi innveggir og stigar eru staðsteyptir með járnbentri steinsteypu. Plötur hússins fyrir ofan bílakjallara eru þó úr forsteyptum filegran einingum auk járnbentrar steinsteypu.  Húsið er allt einangrað að utan með 125 mm steinull og varið með báraðri áklæðningu og sléttri álklæðningu á svölum og svalagöngum. Milliveggir eru hlaðnir svo spartlaðir og málaðir hvítir.
Íbúðum er skilað fullbúnum; andyri og þvottahús með flísalögðum gólfum, baðherbergi með flísalögðu gólfi og veggjum upp í 2 m hæð á tvo vegu og parketi á öðrum flötum. Í stigahúsum að innan eru veggir sandspartlaðir og málaðir.  Aðrir veggir í sameign verða grófviðgerðir og málaðir. Gólf í geymslum, geymslugangi, hjóla- og vagnageymslu verða lökkuð. Sameign skilast fullbúin með fullfrágenginni lyftu.
Frágangur utanhúss:
Gluggar/gler: Gler er K-gler, 5 ára ábyrgð framleiðanda fylgir. Gluggar verða ísteyptir úr furu og hvítmálaðir. Opnanleg fög eru með opnunarstillingu til loftunar. Útihurð og svalahurð verða hvítmálaðar. Læsingar á hurðum eru hefðbundnar ASSA læsingar, Euro-cylender eða sambærilegt.Þak: Þak er einangrað með Pólýúretan einangrun með sléttri samskeytalausn. Ofan á einangrun kemur Thermoflex heillímdur þéttidúkur sem líka er samkeytalaus.
Svalir/svalagangar: Handrið verða á öllum svölum og svalagöngum úr gleri skv. teikningu arkitekts. Svalagólf eru steypt. Svalagangar verða hálf-lokaðir með svokallaðri glergardínu skv. teikningum arkitekts.  Möguleiki verður fyrir kaupendur að kaupa svalaskjól á einkasvalir á tilboði frá sama framleiðanda.
Lóð: Lóð er tyrfð samkvæmt teikningu og hellulagðir stígar (hellur eða steyptir). Snjóbræðsla á göngustígum samkvæmt teikningu.  Bílastæði verða afmörkuð með máluðum línum.
Bílageymsla: Verður lokuð með stæði fyrir 80 bíla. Stæðin verða lokuð af með fjarstýrðri aksturshurð.
Útveggir: Allir veggir eru staðsteyptir, einangraðir að utan og klæddir. Litir eru í samráði við arkitekt. 
Raflagnir: Settir verða upp lampar á svalagöngum og almennt utanhúss. Þrjú loftljós verða á hverjum svölum sem gefa góða lýsingu.
Frágangur sameignar inni:
Gluggar/gler: Gluggar eru furugluggar.  Opnanleg fög og svalarhurðir eru með opnunarstillingu til loftunar. Gler er tvöfalt K-gler með gasfyllingu, 5 ára ábyrgð framleiðanda fylgir.Veggir: Veggir í stigahúsi verða sandspartlaðir og málaðir en aðrir veggir í sameign málaðir en ekki sandspartlaðir.Gólf í geymslum, geymslugangi, hjóla og vagnageymslu verða lökkuð.  Léttir veggir í geymslum eru hlaðnir,  grófviðgerðir og málaðir.
Raflagnir: Raflagnir í sameign verða fullbúnar með ljósastæðum skv. teikningum.
Pípulögn: Hefðbundin ofnalögn með uppsettum ofnum skv. teikningu. Ofnar eru frá Húsasmiðjunni.
Lyftur: Lyftur eru silfur mattar að innan frá viðurkenndum framleiðanda, með tölvuljósum (hæðarljósum) á hverri hæð.
Frágangur íbúða inni:
Íbúðirnar eru seldar tilbúnar með gólfefnum.  Útveggir og hluti innveggja eru steyptir og verða með sléttri áferð, loft verða sléttsandspörtluð. Léttir innveggir eru hlaðnir á hefðbundinn hátt, svo spartlaðir og málaðir hvítir.
Gólf: Gólf á baðherbergjum, þvottahúsi og anddyri eru flísalögð með Koksgráum „Piemme Fast nero“ flísum 30 x 60 cm. Í sturtubotnum verða mósík flísar 5 x 5 cm.   Flísar eru til sýnis í Vallakór 6 og í verslunum Húsasmiðjunna
Veggir: Veggir á baðherbergjum eru flísalagðir að hluta skv. teikningum innanhúsarkitekts. Þeir veggir sem ekki eru flísalagðir eru málaðir með rakaþolnu málningarkerfi. Veggflísar eru hvítar og svartar í stærð 30 x 60 cm
Loft: Loft eru sléttsandspörtluð, máluð með plastmálningu. Loft á baðherbergjum eru máluð með rakaþolnu málningarkerfi.
Innihurðir:
 
Hvítlakkaðar yfirfelldar eikarhurðir af gerðinni MORALT frá Húsasmiðjunni. Hurðarnar eru til sýnis þar og í Vallakór 6.
Innréttingar:  Allar innréttingar eru frá HTH, Ormsson ehf. Ath. teikningar eru leiðbeinandi, einnig geta þær verið speglun af raun.
Vörulýsing HTH innréttinga: Hurðir og forstykki ásamt úthliðum eru úr 16mm MDF, lakkaðar í hvítu (35% glans) Skápaeiningar eru úr 16mm hvítum melamine-klæddum spónaplötum.
Borðplötur eru 30mm plastlagðar m/ rúnuðum framkanti.
Eldhús: Hæð neðriskápa er 704mm og efriskápar eru 864mm, háir skápar eru 2112mm, sökkull 166mm, heildarhæð innréttinga er 2278mm. Lamir eru frá BLUM, skúffubrautir eru LUX frá BLUM m/ ljúflokun. Vaskaskápar eru með poka-grind innaná hurð.  Hálfmánar eru í neðri hornskápum.
Ísskápur stendur á gólfi (max hæð: 175 cm).
Höldur eru „Steel Nude“ 256mm. Ljós fylgja ekki.
 
Klæðaskápar: Hæð fataskápa er 2112mm, sökkull 166mm, heildarhæð fataskápa er 2278mm. Útdraganlegar grindur (hæð: 150mm). Höldur eru „Steel Nude“ 256mm.
Baðherbergi: Hæð neðriskápa er 576mm. Háir skápar eru 1728mm. Höldur eru „Steel Nude“ 128mm. Spegill og ljós fylgja ekki.
Rafmagn: Rafmagn fullfrágengið með greinatöflu í hverri íbúð. Rafmagn er skv. teikningu.  Sjónvarps- og símatenglar í herbergjum. Rofar og tenglar eru hvítir. Útiljós verða við inngang og svalir, útitengill, ljós á svölum. Tengill er fyrir uppþvottavél í öllum íbúðum.
Eldhúsraftæki: Eldhúsraftæki eru gæða tæki frá AEG, Ormsson ehf. Ofninn er einkar glæsilegur og fylgja tvær ofnplötur, ein djúp ofnskúffa og ein grind.   Ísskápur og uppþvottavél eru frá Electrolux.
Búnaður: Dyrasími með símtóli. Lagnir og útistöð gera ráð fyrir að hægt sé að breyta í myndavéladyrasíma. Reykskynjarar fylgja uppsettir.
Hitalögn: Hitalögn er hefðbundin. Húsið er upphitað með miðstöðvarofnum á hefðbundinn hátt frá Húsasmiðjunni með hitastýringu. 
Hreinlætistæki: Baðherbergi – Almennt eru salerni, handlaugar og blöndunartæki, sérvalin af innanhúsarkitekt. Blöndunartæki eru gæðatæki frá Damixa til sýnis í verslunum Húsasmiðjunnar og Vallakór 6.Vegghengt salerni . Handlaug er með einnar handa blöndunartæki. Sturta með hitastýrðum blöndunartækjum með sturtustöng, góðum haus og handúðara. Öryggisniðurföll eru í gólfum.
Eldhús: Eins hólfs stál eldhúsvaskur með einnarhandar Damixa blöndunartæki.. Stálvaskur og blöndunartæki eru til sýnis í verslunum Húsasmiðjunnar og Vallakór 6.
Þvottahús: Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara.  Stál skolvaskur með einnahanblöndunartækier í öllum íbúðum. Öryggisniðurföll eru í gólfum.                               
Loftræsting: Loftun úr gluggalausum rýmum skv. reglugerð.
Geymslur: Veggir og loft skilast grófviðgerð og máluð, engar hillur fylgja. Fast ljós í loftum. Geymslugangar verða sparstlaðir og málaðir.
Afhending íbúða:
Kaupandi og verksali taka út íbúðir í sameiningu 2 vikum fyrir afhendingardag og sannreyna ástand íbúðarinnar.  Ef gallar eða vanefndir koma í ljós skal verksali lagfæra galla við fyrsta tækifæri. Íbúðir eru þrifnar fyrir skil og afhendast hreinar.
Ábending til kaupanda: Þar sem um nýjar íbúðir er að ræða þá er mikill raki í efnum sér í lagi fyrstu 2 árin og er mögulegt að sprungumyndum verði á útveggjum og innveggjum.  Það er því nauðsynlegt að hafa næturopnun á gluggum á þannig að raki komist greiðlega út og á þetta við um nótt sem dag.
Í öllum tilvikum þar sem minnst er á tegundir af hinum ýmsu tækjum og innréttingum í skilalýsingu þessari er átt við þau tæki eða sambærileg á þeim tíma sem uppsetning á sér stað. Sama á við um birgja/efnissala, seljandi áskilur sér rétt til breytinga þar á og verður þá miðað við sambærilega vöru.  Seljandi áskilur sér allan rétt til að gera efnis, tæknilegar og útlits breytingar á meðan á byggingarframkvæmd stendur.
Allar breytingar að ósk kaupenda þurfa að fara í gegnum skrifstofur seljanda og geta haft áhrif á afhendingartíma til seinkunar. Breytingar geta leitt til kostnaðarauka en aldrei til lækkunnar.
Skipulagsgjald: Kaupandi greiðir skipulagsgjald af eigninni, þegar það verður lagt á.                     
                           
Byggingaraðili:                             Flotgólf ehf. Kt. 500100-2220, Akralind 2, 201 Kópavogur.
Arkitekt:                                        Kristinn Ragnarsson, Krark.  Hlíðarsmári 19, 201 Kópavogur
Burðarþolshönnun:                     Hákon Örn Ómarsson, New-Nordic Engineering
Lagnahönnun:                              Björgvin Björgvinsson, TPZ
Raflagnahönnun:                         Þorleifur Dolli Hjálmarsson, Dolli Raflagnahönnun

Eignastofan fasteignamiðlun
Síðumúla 29 Reykjavík
s 537-7500
Upplýsingar veita:
Kristinn B Ragnarsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali, s 898-4125 og [email protected]
Hörður Sverrisson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali, s 899-5209 og [email protected]

 

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Ath. að Verðmat Fastans er enn í þróun og byggir í dag á mjög grunnum upplýsingum.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Engir þinglýstir kaupsamningar fundust á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

Ekki tókst að sækja eignir.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband