Söluauglýsing: 794425

Skúlaskeið 3

220 Hafnarfjörður

Verð

76.500.000

Stærð

181.1

Fermetraverð

422.419 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

48.750.000

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 12 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasala Reykjavíkur kynnir 181 fm einbýlishús við Skúlaskeið 3 í gamla bænum í Hafnarfirði.  Húsið er einstaklega skemmtilega staðsett fyrir ofan Hellisgerði  sem rennur saman við garðinn frá eigninni.  Um er að ræða afar sérstakt og fallegt hús í miðju Hafnarfjarðar.

Smelltu hér til að fá söluyfirlit strax.
Smelltu hér til að skoða eignina í 3D.


Nánari lýsing:

Miðhæð:
Forstofa/andyri: Rúmgott anddyri sem tengir saman snyrtilegt eldhús, rúmgóða stofu og stigagang uppá efri hæð sem og stiga niður í jarðhæð.  Inn af forstofu er gott fataherbergi með skápum. Parket á gólfi.
Stofa: Rúmgóð, björt borðstofa og stofa í einu stóru rými og þaðan er gengið í eldhús í gegnum rennihurð í frönskum stíl en samskonar hurð er við inngang í stofu frá holi. Parket á gólfi.
Eldhús: Snyrtileg hvítlökkuð innrétting með límtré borðplötum og borðkrók. 

Útgengt er út í garð frá stofu úr lítilli viðbyggingu. Garðurinn rennur saman við listigarðinn Hellisgerði og er sérstaklega fallegur og blómlegur á sumrin.

Efri hæð:
Sjónvarpshol: Rúmgott sjónvarpshol sem tengir saman herbergin á efri hæð.  Parket á gólfi.
Herbergi 1: Gott herbergi, parket á gólfi.
Herbergi 2: Tvö herbergi áður en var breytt í eitt stórt með því að opna í gegn að hluta.  Dúkur á gólfi.
Baðherbergi: Rúmgott og snyrtilegt baðherbergi með baðkari og eldri innréttingu.

Jarðhæð:
Baðherbergi: Flísalagt með sturtu og salerni. Dúkur á gólfi.
Herbergi 3:  Stórt herbergi með harðparket á gólfi.
Herbergi 4: Gott herbergi með harðparket á gólfi.
Þvottahús: Ágætt þvottahús með innréttingu.

Gengið er út í garðinn frá gangi við þvottahúsi.

Húsið Skúlaskeið 3 (Hábær) var reist árið 1898 í Vogum á Vatnsleysuströnd á jörðinni Hábær.  Þetta er svokallað katalóg-hús og var í hópi nokkurra slíkra húsa sem flutt voru inn frá Noregi um aldamótin.  Má þar nefna Ráðherrabústaðinn og Höfða.  Árið 1921 var húsið tekið niður og flutt til Hafnarfjarðar og reist við SKúlaskeið 3 þar sem það stendur í dag.  Árið 1985 var húsið tekið allt í gegn að sögn seljanda.  Skipt var um rafmagn og allar vatns- og skólplagnir.  Þá var einnig skipt um glugga og byggð lítil viðbygging austan megin við húsið þaðan sem gengið er út í garðinn.  Þessar breytingar voru allar í umsjá Magnúsar Skúlasonar arkitekts, fyrrum formanns Húsafriðunarnefndar.  Húsið er friðlýst samkvæmt 29. gr laga um menningarminjar nr. 80/2012 og leyfi Minjastofnunar fyrir öllum breytingum.

Allar nánari upplýsingar veita:
Sylvía G. Walthersdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali  í 477-7777 og 820-8081 eða [email protected]
Karl Lúðvíksson aðstoðarmaður fasteignasala í 477-7777 og 663-6700 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíðu viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband