19.01.2018 791376

Söluskrá FastansSuðurgata 33

101 Reykjavík

hero

75 myndir

86.900.000

552.097 kr. / m²

19.01.2018 - 4 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 22.01.2018

3

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

157.4

Fermetrar

Fasteignasala

Miklaborg

[email protected]
773-6000
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

***OPIÐ HÚS ÞRIÐJUDAGINN 23.JANÚAR MILLI KL 12:15 OG 12:45*** Miklaborg og Þórunn Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynna frábærlega hannað parhús frá árinu 1984 Í hjarta Reykjavíkur á móti Hólavallagarði og örskammt frá Tjörninni. Húsið er 157,4 fm auk þess eru fm undir súð og útigeymsla. Stórglæsilegur garður. Þrjú góð svefnherbergi. Mikil birta og gott flæði milli hæða. Stílhreint og vandað. Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir í síma 773-6000 og [email protected]

Húsið er mikil hönnunarperla eftir arkitektana Richard Ólaf Briem og Sigurð Björgúlfsson.  Eignin er sérstaklega björt og skemmtileg og flæði gott.

Komið er inn í forstofu og þaðan inn í  bjarta samliggjandi eldhús og borðstofu.  Rennihurðir með gleri í eru bæði í eldhúsi og forstofu. Gengið er niður í stórglæsilega stofu sem er glerskáli með mjög mikilli lofthæð og glerþaki.

Þaðan er horft út í einstaklega fallegan garð með stígum, skjólveggjum og sérlega fallegri útigeymslu úr harðvið.  Útgangur er úr stofu í garðinn.

Úr borðstofu er gengið upp á millipall þar sem er glæsilegt baðherbergi með ljósum marmaraflísum í hólf og gólf.  Fallegur kringlóttur gluggi með ógegnsæu gleri sem snýr að stofunni setur skemmtilegan svip á baðherbergið, en jafnframt er þar opnanlegur gluggi, baðker, sturta og falleg innrétting.  Stigapallurinn er með útsýni yfir stofuna og nýtur birtu frá glerþakinu.  Það skapar sérstaklega skemmtilegt flæði í húsinu.

Glæsilegur ljós marmari er á gólfum forstofu, eldhúss, stofu og baðherbergis.  Þar fyrir ofan tekur við fallegt eikarparket.  Innihurðir eru hvítar sem gefur létt yfirbragð.

Frá baðherbergispalli er gengið upp á pall þar sem eru tvö góð barnaherbergi.. Annað er stærra með þremur gluggum og góðum innbyggðum skápum og hillum.

Á næsti  millipallur er rúmgóður og þar mætti til dæmis hafa vinnuaðstöðu.  Þaðan er gengið út á mjög skjólgóðar litlar svalir með fallegu útsýni yfir miðborgina.  Inn af svölunum er dálítil geymsla td fyrir nett garðhúsgögn.  Efsti pallurinn er hjónaherbergið sem er mjög skemmtilegt með mikilli lofthæð og stiga upp á loft þar fyrri ofan,sem bíður upp á ýmsa möguleika svo sem geymsluloft eða svefnloft.

Úr stofu er gengið niður á neðstu hæð hússins, þar sem er gott sjónvarpshol og rúmgott þvottahús með geymsluplássi. Eins er lítil forstofa við inngang í kjallara sem er skemmtilegur með góðu skyggni yfir. 

Sérstaklega skemmtileg og vel hönnuð eign á besta stað í 101, örskammt frá Tjörninni. Nútímaleg eign sem fellur vel að umhverfinu. Sjón er sögu ríkari.  Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir í s:773-6000 og [email protected]

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Ath. að Verðmat Fastans er enn í þróun og byggir í dag á mjög grunnum upplýsingum.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
84.500.000 kr.157.40 536.849 kr./m²200287213.03.2018

88.000.000 kr.157.40 559.085 kr./m²200287311.01.2019

139.000.000 kr.157.40 883.100 kr./m²200287327.04.2022

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Byggir á kaupsamningum sem deila heimilsfangi og stærð

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
6 skráningar
Tilboð-18.07.2017 - 24.09.2024
2 skráningar
164.900.000 kr.1.047.649 kr./m²11.04.2024 - 01.05.2024
3 skráningar
90.000.000 kr.571.792 kr./m²05.09.2018 - 15.09.2018
4 skráningar
98.500.000 kr.625.794 kr./m²26.06.2018 - 03.07.2018
3 skráningar
84.900.000 kr.539.390 kr./m²21.01.2018 - 27.01.2018
4 skráningar
86.900.000 kr.552.097 kr./m²20.09.2017 - 20.01.2018
2 skráningar
87.000.000 kr.552.732 kr./m²23.11.2017 - 03.01.2018
2 skráningar
89.500.000 kr.568.615 kr./m²26.10.2017 - 24.11.2017
2 skráningar
91.900.000 kr.583.863 kr./m²21.09.2017 - 23.10.2017
1 skráningar
97.900.000 kr.621.982 kr./m²17.07.2017 - 11.08.2017

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 29 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
157

Fasteignamat 2025

139.950.000 kr.

Fasteignamat 2024

128.450.000 kr.

020101

Íbúð á 1. hæð
157

Fasteignamat 2025

142.950.000 kr.

Fasteignamat 2024

130.950.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. Umsókn / FyrirspurnFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til þess að endurbyggja með nýju gluggakerfi, sem hefur í för með sér smávæglegar breytingar á útliti, glerstofu á austurhlið parhúss mhl.01 og mhl.02, á lóð nr. 33 við Suðurgötu. Stærðir eru óbreyttar. Erindi fylgir greinargerð hönnuðar dags. 18. apríl 2023.

    Vísað til athugasemda.

  2. Umsókn / FyrirspurnFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um sem byggingarheimild, leyfi til þess að endurbyggja með nýju gluggakerfi, sem hefur í för með sér smávæglegar breytingar á útliti, glerstofu á austurhlið parhúss mhl.01 og mhl.02, á lóð nr. 33 við Suðurgötu. Stærðir eru óbreyttar. Erindi fylgir greinargerð hönnuðar dags. 18. apríl 2023.

    Vísað til athugasemda.

  3. GróðurhúsSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til þess að staðsetja 2,5 ferm. gróðurhús (matshl. 05) úr gleri og áli austan við húsið á lóðinni nr. 33 við Suðurgötu. Samþykki meðlóðarhafa og samþykki nágranna í húsi nr. 31 við Suðurgötu, bæði dags. 25.07.2012 fylgja erindinu. Stærð:

    8500 + 408

  4. Grindverk, útigey. ofl.Frestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að reisa grindverk 140 cm að hæð um 50 cm frá lóðarmörkum götumegin á lóðinni nr. 33 við Suðurgötu. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja geymsluskúr og sólpall norðanvert á baklóð og annan geymsluskúr við suður mörk lóðar. Grindverk verði byggt úr harðviði, gisklætt á harðviðargrind, nema veggur á lóðarmörkum, sem verður þéttklæddur beggja vegna á grind. Þá er sótt um leyfi fyrir áður gerðum þakgluggum á austurhlið og breytingu á fyrirkomulagi bílastæða í samræmi við notkun þeirra. Erindinu fylgir samþykki nágranna að Suðurgötu 31 og 35 og Tjarnargötu 36, 38 og 40 dags. 15. ágúst 2002. Stærðir: Garðhús A og B (B-rými) samtals 8,7 ferm. og 17,4 rúmm.

  5. Grindverk, útigey. ofl.Frestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að reisa grindverk 140 cm að hæð um 50 cm frá lóðarmökum götumegin á lóðinni nr. 33 við Suðurgötu. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja geymsluskúr og sólpall norðanvert á baklóð og annan geymsluskúr við suður mörk lóðar. Öll grindverk verði byggð úr harðviði gisklætt á harðviðargrind, nema veggur á lóðarmörkum, sem verður þéttklæddur beggja vegna á grind. Þá er sótt um leyfi fyrir áður gerðum þakgluggum á austurhlið og breytingu á fyrirkomulagi bílastæða í samræmi við notkun þeirra. Erindinu fylgir samþykki nágranna að Suðurgötu 31 og 35 og Tjarnargötu 36, 38 og 40 dags. 15. ágúst 2002. Stærðir: Garðhús A og B (B-rými) samtals 8,7 ferm. og 17,4 rúmm.

  6. Grindverk, útigey. ofl.Frestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að reisa grindverk 140 cm að hæð um 50 cm frá lóðarmökum götumegin á lóðinni nr. 33 við Suðurgötu. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja geymsluskúr og sólpall norðanvert á baklóð og annan geymsluskúr við suður mörk lóðar. Öll grindverk verði byggð úr harðviði gisklætt á harðviðargrind, nema veggur á lóðarmörkum, sem verður þéttklæddur beggja vegna á grind. Þá er sótt um leyfi fyrir áður gerðum þakgluggum á austurhlið og breytingu á fyrirkomulagi bílastæða í samræmi við notkun þeirra. Erindinu fylgir samþykki nágranna að Suðurgötu 31 og 35 og Tjarnargötu 36, 38 og 40 dags. 15. ágúst 2002. Stærðir: Garðhús A og B (B-rými) samtals 8,7 ferm. og 17,4 rúmm.

  7. Grindverk, útigey. ofl.Frestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að reisa grindverk við lóðarmök götumegin á lóðinni nr. 33 við Suðurgötu. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja tvo geymsluskúra fyrir garðhúsgögn á lóðinni og skjólvegg við suðaustur lóðarmörk. Þá er sótt um leyfi fyrir áður gerðum þakgluggum á austurhlið og breytingu á fyrirkomulagi bílastæða í samræmi við notkun þeirra. Erindinu fylgir samþykki nágranna að Suðurgötu 31 og 35 og Tjarnargötu 36, 38 og 40. Stærðir: Garðhús A og B (B-rými) samtals 8,7 ferm. og 17,4 rúmm.

  8. Grindverk, útigey. ofl.Frestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að reisa grindverk við lóðarmök götumegin á lóðinni nr. 33 við Suðurgötu. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja tvo geymsluskúra fyrir garðhúsgögn á lóðinni og skjólvegg við suðaustur lóðarmörk. Þá er sótt um leyfi fyrir áður gerðum þakgluggum á austurhlið og breytingu á fyrirkomulagi bílastæða í samræmi við notkun þeirra. Erindinu fylgir samþykki nágranna að Suðurgötu 31 og 35 og Tjarnargötu 36, 38 og 40. Stærðir: xx

  9. Fella tréSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til þess að fella tré á lóðinni nr. 33 við Suðurgötu. Umsögn garðyrkjustjóra dags. 13. júní 2001 fylgir erindinu.

    Með vísan til umsagnar garðyrkjustjóra


Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

PóstlistiÁbendingarHafa samband