Söluauglýsing: 781138

Hraunás 10

210 Garðabær

Verð

114.900.000

Stærð

267.5

Fermetraverð

429.533 kr. / m²

Tegund

Rað/Par

Fasteignamat

75.500.000

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 87 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Eignin er seld og er í fjármögnunarferli.

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir virkilega glæsilegt og vandað 267,5 fermetra parhús á tveimur hæðum með fjórum svefnherbergjum, glæsilegum stofum, þremur baðherbergjum og innbyggðum bílskúr á frábærum útsýnisstað innst í götu við Hraunás í Garðabæ.  

Eignin er innréttuð á afar vandaðan og smekklegan máta úr vönduðum byggingarefnum og verulega aukin lofthæð er á efri hæð hússins.  Gólfsíðir gluggar að hluta í stofum á efri hæð og mjög stórar svalir til suðurs og vesturs. Lofthæð á neðri hæð hússins er meiri en gengur og gerist.  Mjög stórar og skjólsælar viðarverandir vestan við húsið með miklum steyptum stoðveggjum með lýsingu í.  Á veröndunum nýtur sólar allan daginn og fram á kvöld.   Vola blöndunartæki eru í öllum baðherbergjum og í eldhúsi.  Eikargluggakistur eru í öllu húsinu.
 
Aðkoma að húsinu er mjög góð.  Tvö hellulögð bílastæði með hitalögnum eru fyrir framan húsið og þrjú hellulögð gestastæði eru þar við hliðina. Lýsing er í veggjum við aðkomu að húsinu.


Lýsing eignar:
Forstofa: flísalögð og björt. 
Innri forstofa: flísalögð og með fataskápum.
Gestasnyrting:  flísalagt gólf og mosaiklagðir veggir. Vaskborð með frístandandi vaski á og skúffum undir. Fastur spegill á einum vegg í gestasnyrtingu.
Samliggjandi stofur: mjög stórar, bjartar og glæsilegar með mjög mikilli lofthæð og innfelldri lýsingu í loft og veggi að hluta.  Mjög fallegur arinn er í stofum, með flísalögn í kring. Úr stofum er gríðarlega fallegt útsýni yfir hraunið, að Álftanesi, út á sjóinn og að Snæfellsjökli.  Úr stofum er einnig útgengi á mjög stórar og skjólsælar svalir til suðurs og vesturs þaðan sem einnig nýtur sama útsýnis.
Eldhús: opið við stofu að hluta, flísalagt og með góðri borðaðstöðu með föstum leðurklæddum bekk á einum vegg.  Vandaðar hvítar innréttingar og eyja með helluborði og háfi og vönduð tæki í eldhúsi, þ.m.t. innbyggð uppþvottavél.  Granít er á borðum innréttingar og eyju.  Úr eldhúsi er útgengi á sömu svalir og úr stofu.

Gengið er úr holi efri hæðar hússins niður á neðri hæð um steyptan parketlagðan stiga með mjög fallegu handriði úr stáli, gleri og viði.

Sjónvarpshol: rúmgott, parketlagt og með föstum hillum og vinnuborði.  Úr sjónvarpsholi er útgengi á skjólsæla viðarverönd til suðurs og vesturs með skjólvegg og þaðan á lóð.
Hjónaherbergi: stórt, parketlagt og með fataskápum.  
Baðherbergi: innaf hjónaherbergi er rúmgott, flísalagt gólf og mosaiklagðir veggir. Vaskborð með frístandandi vaski og skúffum undir, fastur spegill á einum vegg, handklæðaofn og stór mosaiklögð sturta. 
Barnaherbergi I: parketlagt og stórt.
Barnaherbergi II: parketlagt.
Barnaherbergi III: parketlagt og rúmgott. 
Baðherbergi: flísalagt gólf og mosailagðir veggir að hluta, baðkar, vegghengt wc og vaskborð með frístandandi vaski og skúffum undir. Fastur spegill á einum vegg í baðherbergi og handklæðaofn.
Þvottaherbergi: mjög stórt, flísalagt og með mjög miklum innréttingum með vaski og vinnuborði. Í hluta þvottaherbergis er fataherbergi með góðum innréttingum. 
Geymsla: er undir innistiga.

Bílskúr: er flísalagður í gólf, hiti, rafmagn og rennandi heitt og kalt vatn og miklir skápar.  Þakgluggi, gluggar og göngudyr eru á bílskúr.

Húsið að utan: er steinað með marmarasalla og lítur mjög vel út. 

Lóðin: er fullfrágengin og glæsileg en viðhaldslítil með verönd, tyrfðri flöt og trjágróðri neðan við hús, bílastæðum og stéttum fyrir ofan hús og viðarveröndum með steyptum skjólveggjum norðvestan við húsið.  

Staðsetning: eignarinnar er afar góð innst í götu við opið svæði og nýtur virkilega fallegs útsýnis frá eigninni. 

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband