Söluauglýsing: 780956

Grettisgata 43

101 Reykjavík

Verð

167.500.000

Stærð

289.9

Fermetraverð

577.785 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

90.700.000

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 87 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Heil húseign með 10 íbúðum í hjarta miðborgarinnar.  Eignin er mikið uppgerð og endurnýjuð og í góðu ásigkomulagi.

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallega og mikið endurnýjaða heila húseign með átta stúdíóíbúðum og tveimur 2ja herbergja íbúðum.  Húsið er allt nýlega klætt að utan með bárujárni sem og þak. Þakrennur og niðurföll eru nýleg sem og stærstur hluti glers og glugga.  Nýr brunnur er í lóð hússins og klóaklagnir voru myndaðar nýlega og reyndust í góðu ásigkomulagi.  Raflagnir, töflur og ofnalagnir hafa verið endurnýjaðar að stórum hluta og drenlagnir eru nýlegar.  Brunastigar eru utan á húsinu og flóttaleiðir úr íbúðum.  Gervihnattadiskur er á húsinu og sjónvarpskerfi í húsinu er tengt því. Flatskjáir eru í öllum íbúðum.   Slökkvitæki eru í öllum íbúðum og reykskynjarakerfi.  Myndavélakerfi er utan á húsinu. 

Eignin selst með húsgögnum og tækjum og er því tilbúin til útleigu.  Eldhúsinnréttingar eru í öllum íbúðum og eru helluborð, örbylgjuofn og ísskápur í öllum eldhúsum.  Innréttingar eru mjög snyrtilegar ljósar viðarinnréttingar.   Öll baðherbergi eru flísalögð í gólf og veggi og flísalagðar sturtur eru í öllum baðherbergjum utan íbúðar 302 sem er með flísalögðum sturtuklefa með glerhurð.  Parket og flísar eru á öllum gólfum og föst lítil matarborð eru í öllum íbúðum.  2 rúm eru í öllum íbúðum og svefnsófar að auki í sumum.  


Á jarðhæð hússins eru fjórar íbúðir, þar af þrjár með sameiginlegum inngangi og stóru anddyri en ein með sérinngangi.

Á 2. hæð hússins eru 2 stúdíóíbúðir og tvær 2ja herbergja íbúðir, sem allar eru með sérinngangi. Íbúðirnar eru allar í góðu ástandi hið innra, flísa- og parketlagðar og allar með eldhúsinnréttingu með tækjum og sér baðherbergi með flísalagðri sturtu.

Á 3. hæð hússins eru tvær rúmgóðar stúdíóíbúðir með mikilli lofthæð. Sameiginlegur inngangur er í íbúðirnar og teppalagður stigi upp í ris. Stigapallur fyrir framan íbúðirnar er parketlagður. 
Þessar íbúðir eru endurnýjaðar mjög nýlega og eru með mikilli lofthæð í mæni og fallegum viðarbitum í lofti.  Eldhúsinnréttingar með tækjum eru í hvorri íbúð og flísalögð baðherbergi með sturtum.

Virkilega falleg og vönduð eign á frábærum stað í miðborginni með miklum tekjumöguleikum í langtímaleigu, t.d. fyrir námsmenn.  Ekki er leyfi á eigninni til skammtímaleigu. 

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband