05.09.2017 778017

Söluskrá FastansLautarvegur 16

103 Reykjavík

hero

21 myndir

108.900.000

548.891 kr. / m²

05.09.2017 - 27 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 01.10.2017

3

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

198.4

Fermetrar

Ekki tókst að greina fasteignasölu.

Bílskúr
Gólfhiti
Verönd
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

SMÁRINN fasteignamiðlun og Andri Sigurðsson löggiltur fasteignasali kynna: GLÆSILEG HÆÐ MEÐ SÉRINNANGI Á 1. HÆÐ Í 3JA HÆÐA NÝJU FJÖLBÝLISHÚSI VIÐ LAUTARVEG Í FOSSVOGINUM. Vandað hefur verið til allra verka í smíði hússins og er allur frágangur til fyrirmyndar. Húsið er staðseypt, plasteinangrað að innan og steinað að utan. Eignin skilast fullbúin að utan sem innan en án gólfefna fyrir utan baðherbergi og þvottahús sem verða flísalögð. Önnur gólf skilast grunnuð. Lóðin verður frágengin með torfi og hellulögn en trjágróður fylgir ekki. Geymsla fyrir sorp á lóð fylgir með. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 198,4 fm, þar af er íbúðin sjálf 134,2 fm, eigninni fylgir 53,6 fm tómstundarými (íbúð með sérinngangi í kjallara) ásamt 10,6 fm sérgeymslu í sameign. TVÖ BAÐHERBERGI - GÓLFHITI Á BAÐHERBERGJUM - ALLAR INNRÉTTINGAR ERU MJÖG VANDAÐAR, TEIKNAÐAR AF ARKITEKT OG SÉRSMÍÐAÐAR FRÁ BRÚNÁS - INNFELLD LÝSING - EIKAR INNIHURÐIR - BORÐPLATA ÚR KVARTSSTEINI - BLÖNDUNARTÆKI OG ELDHÚSVASKUR FRÁ GROHE - ELDHÚS AFHENDIST MEÐ VÖNDUÐUM TÆKJUM FRÁ MIELE. Byggingaraðili er Lautarvegur ehf og arkitekt er Úti og Inni Arkitekar.

Allar nánari upplýsingar veitir: Andri Sigurðsson löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða [email protected] 

Nánari lýsing eignar (01-01): Sérinngangur. Komið er inn í forstofu, fataskápur. Frá forstofu tekur við hol. Stofa, borðstofa og eldhús í opnu rými. Frá stofu er unnt að ganga út á hellulagða verönd. Svefnherbergisgangur þar sem eru þrjú svefnherbergi, fataskápur í öllum herbergjum. Frá hjónaherbergi er gengið út á hellulagða verönd og innaf herberginu er baðherbergi með fallegri innréttingu, sturtu, handklæðaofni, upphengdu salerni og glugga. Annað baðherbergi með fallegri innréttingu, sturta er steyptur og afstúkaður með gleri. Baðtæki, handlaug, vegghengt salerni og blöndunartæki er eins og áður sagði frá GROHE. Tengi fyrir þvottavél á baðherbergi. Íbúðinni fylgir 53,6 fm tómstundarrými með sérinngangi en þessu rými hefur verið breytt í stúdíóíbúð. Tilvalið fyrir unglinginn eða til að leigja út. ÞETTA ER VIRKILEGA FALLEG ÍBÚÐ Í NÝJU HÚSI Á EFTIRSÓTTUM STAÐ Í FOSSVOGINUM ÞAR SEM STUTT ER Í FRÁBÆRAR GÖNGULEIÐIR OG GRÓIÐ SVÆÐI Í FOSSVOGSDALNUM.  

SKILALÝSING FRÁ SELJANDA: Frágangur utanhúss: Húsið er staðsteypt, plasteinangrað að innan og steinað að utan. Þak er hefðbundið sperruþak, klætt með soðnum þakpappa. Gluggar, opnanleg fög og hurðir eru frá GS gluggum Kópavogi. Gluggar og hurðir eru fullmálaðir að utan og innan í gráum lit. Allt gler er K-gler og notaðir gráir listar til glerjunar, nema botnlisti er úr áli. Við afhendingu framselur seljandi ábyrgð framleiðanda glersins til kaupanda. Húsinu er skilað fullbúnu að utan. Lóð er frágengin með torfi og hellulögn en trjágróður fylgir ekki. Geymsla fyrir sorp á lóð fylgir með.
Frágangur íbúðar: Að innan skilast húsið fullbúið án gólfefna fyrir utan bað og þvottahús sem verða flísalögð. Önnur gólf í íbúðum skilast grunnuð. Útveggir eru sandspartlaðir og málaðir í ljósum lit. Steyptir innveggir eru spartlaðir og málaðir í ljósum lit. Innveggir aðrir enn steyptir innveggir eru úr gipsi, spartlaðir og málaðir í ljósum lit. Loft neðri hæða eru spörtluð og máluð í ljósum lit. Loft þriðju hæðar eru klædd með einföldum gifsplötum, spörtluð og máluð í ljósum lit. Bent er á að möguleiki er á að samdráttarsprungur komi fram í húsinu fyrsta árið og er kaupanda ráðlagt að bíða með litamálun þangað til hann endurmálar húsið. 
Innréttingar og innihurðir: Allar innréttingar eru teiknaðar af arkitekt og sérsmíðaðar frá Brúnás. Eldhús: Allar innréttingar eru úr litaðri eik og hvít lakkaðar. Mjúklokun á öllum skúffum. Borðplata er úr Kvartsstein (Bianco Luna). Allir fataskápar eru hvít lakkaðir. Innihurðir eru yfirfelldar úr eik. Blöndunartæki og eldhúsvaskur eru frá Grohe eða sambærilegt. Eldhús skilast með eldunartækjum af vandaðri gerð frá Mile. þ.e. stálofn, niðurfellt helluborð og vifta. Aðrar innréttingar og / eða hillur í geymslum og bílskúr fylgja ekki með. Flísar á milli innréttinga í eldhúsi fylgja ekki.
Baðherbergi: Veggir á baðherberjum eru hvítmálaðir, gljástig 20. Veggir flísalagðir í sturturýmum upp í loft ásamt tækjavegg sem er einnig flísalagður upp í loft. Sturtubotn er steyptur með einhalla og afstúkaður með gleri. Einhalli er á baðgólfi og í sturtuniðurfalli. Innréttingar eru hvít lakkaðar. Baðtæki, handlaug, vegghengt salerni og blöndunartæki eru innbyggð frá Grohe. Handlaug úr hvítu postulíni er felld inn í baðinnréttinguna. Nánari upplýsingar um tæki munu liggja fyrir við kaupsamning. Gólfhiti á baðherbergjum.
Þvottahús: Þvottahús er sparslað og málað í ljósum lit, gólf er flísalagt. Tengingar eru fyrir þvottavél og þurrkara. Ræstivaskur fylgir.
Rafmagn: Rafmagn er frágengið samkvæmt teikningum og aðeins skylduljós fylgja með. Led lýsing. Útiljós á húsinu fylgja.
Hitalögn: Ofnalögn er í húsinu, járnrör í öfnalögn og neysluvatnslögn pex, samkvæmt teikningum.
Almennt: Verð miðast við ofangreinda skilalýsingu. Verði um breytingar að ræða hækkar verð hússins sem því nemur. Verði um breytingar að ræða á innréttingum og tækjum skal kaupandi gera það upp beint við Brúnás. Annað en það sem tekið er fram fylgir ekki með í kaupunum. Ganga verður skriflega frá öllum breytingum.
Gjöld og annað: Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður innheimt (0,3% af væntanlegu brunabótamati).
Fyrirvari: Allar málsetningar geta breyst frá teikningum. Breytingar á íbúðunum sjálfum og einstaka hlutum  í þeim, að ósk kaupanda, geta haft áhrif á afhendingatíma til seinkunar. Seljandi áskilur sér rétt til að hafna beiðnum um breytingar. Ábending til kaupanda: Þar sem um nýjar íbúðir er að ræða þarf raki í efnum að losa sig út í 2 til 3 ár á eftir. Mögulegt er að sprungumyndum verði á útveggjum og rakamyndun í íbúðum. Nauðsynlegt að hafa opnun á gluggum þannig að raki komist greiðlega út og á þetta við um nótt sem dag.
 

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

SMÁRINN fasteignamiðlun  |  Hlíðasmára (4. hæð)  |  201 Kópavogur  |  Sími 517 7800  |  www.smarinn.is

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Ath. að Verðmat Fastans er enn í þróun og byggir í dag á mjög grunnum upplýsingum.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Engir þinglýstir kaupsamningar fundust á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Ekki tókst að sækja verðsögu á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
1 skráningar
104.900.000 kr.528.730 kr./m²16.11.2017 - 20.01.2018
1 skráningar
Tilboð-02.11.2017 - 15.11.2017
6 skráningar
108.900.000 kr.548.891 kr./m²17.08.2017 - 26.08.2017

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 8 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
229

Fasteignamat 2025

142.900.000 kr.

Fasteignamat 2024

139.300.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
172

Fasteignamat 2025

129.000.000 kr.

Fasteignamat 2024

126.000.000 kr.

010301

Íbúð á 3. hæð
112

Fasteignamat 2025

99.350.000 kr.

Fasteignamat 2024

97.150.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. ReyndarteikningarSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um samþykki á reyndarteikningum á BN050490 þar sem gerð er grein fyrir breytingum sem gerðar hafa verið á byggingartíma, m.a. er útbúin útigeymsla og aðgengi að snyrtingu breytt á 3. hæð, hurðir settar á norðurhlið bílskúra, sorpgerði og þakkanti breytt, innréttað baðherbergi í kjallara og stigi fjarlægður milli kjallara og 1. hæðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Lautarveg. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2017.

  2. ReyndarteikningarFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir breytingum sem gerðar hafa verið á byggingartíma, m.a. er útbúin útigeymsla og aðgengi að snyrtingu breytt á 3. hæð, hurðir settar á norðurhlið bílskúra, sorpgerði og þakkanti breytt, innréttað baðherbergi í kjallara og stigi fjarlægður milli kjallara og 1. hæðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Lautarveg. Jafnframt er erindi BN052450 fellt úr gildi. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2017.

  3. ReyndarteikningarFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir breytingum sem gerðar hafa verið á byggingartíma, m.a. er útbúin útigeymsla og aðgengi að snyrtingu breytt á 3. hæð, hurðir settar á norðurhlið bílskúra, sorpgerði og þakkanti breytt, innréttað baðherbergi og eldhús í kjallara og stigi fjarlægður milli kjallara og 1. hæðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Lautarveg. Stærð: xx ferm., xx rúmm. Jafnframt er erindi BN052450 fellt úr gildi. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2017.

  4. ReyndarteikningarFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir breytingum sem gerðar hafa verið á byggingartíma, m.a. er útbúin útigeymsla og aðgengi að snyrtingu breytt á 3. hæð, hurðir settar á norðurhlið bílskúra, sorpgerði og þakkanti breytt, innréttað baðherbergi og eldhús í kjallara og stigi fjarlægður milli kjallara og 1. hæðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Lautarveg. Stærð: xx ferm., xx rúmm. Jafnframt er erindi BN052450 fellt úr gildi.

  5. Br. BN050490Samþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050490, m.a. að útbúa útigeymslu á 3. hæð, breyta aðgengi að baðherbergi á sömu hæð, koma fyrir hurðum á norðurgafl bílskúra, breyta sorpgerði og þakkanti á norðurhlið og koma fyrir gustlokun á 3. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 16 við Lautarveg.

  6. ReyndarteikningarFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN05490, m.a. að útbúa útigeymslu á 3. hæð, breyta aðgengi að baðherbergi á sömu hæð, koma fyrir 4 hurðum á norðurgafl bílskúra, breyta sorpgerði og þakkanti á norðurhlið og koma fyrir gustlokun á 3. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 16 við Lautarveg.

  7. FjölbýlishúsSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum og tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 16 við Lautarveg. Stærð A-rými: 552 ferm., 1.763,8 rúmm. B-rými: 69,1 ferm., 139,5 rúmm. C-rými: 91,3 ferm.

  8. FjölbýlishúsFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum og tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 16 við Lautarveg. Stærð A-rými: 552 ferm., 1.763,8 rúmm. B-rými: 69,1 ferm., 139,5 rúmm. C-rými: 91,3 ferm.


Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

PóstlistiÁbendingarHafa samband