30.08.2017 777200

Söluskrá FastansLjósvallagata 14

101 Reykjavík

hero

67 myndir

Tilboð

0 kr. / m²

30.08.2017 - 65 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 02.11.2017

5

Svefnherbergi

3

Baðherbergi

234.2

Fermetrar

Fasteignasala

Fastborg

[email protected]
897-9030
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Borg fasteignasala kynnir:   Þrjár íbúðir, alls 234,2 fm í fallegu húsi við Ljósvallagötu í Reykjavík Fasteign/fasteignir að Ljósvallagötu 14, Reykjavík. íbúðirnar í húsinu er á  fyrstu, annarri og rishæð en skv. núgildandi eignaskiptayfirlýsingu eru tvær fasteignir í húsinu, annars vegar á  fyrstu og annarri hæð hússins og hins vegar í rishæð hússins.  Hægt er að kaupa eignirnar allar í einu lagi, hvora  fasteign fyrir sig miðað við núverandi eignaskiptayfirlýsingu eða hverja hæð fyrir sig í kjölfar gerðar nýrrar eignaskiptayfirlýsingar. Skólp og dren var endurnýjað 2014. 

1.hæð:   Fjögurra herbergja, skráð 81,8 fm neðri sérhæð í fjórbýli, 2 samliggjandi stofur og 2 svefnherbergi. Góð lofthæð.  
2. hæð:  Fjögurra herbergja, skráð 81,8 fm neðri sérhæð í fjórbýli, 2 samliggjandi stofur og 2 svefnherbergi. Góð lofthæð.  
Ris:        2-3ja herb, skráð 70,6 fm.

Nánari lýsing:

1. HÆÐ: Komið inn á forstofugang með flísum á gólfi en þaðan er gengið inn í önnur rými.  Til vinstri er eldhús með eldri innréttingu og dúk á gólfi, svefnherbergi með dúk á gólfi fjær á gangi á vinstri hönd.  Fyrir enda gangsins er baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með baðkari m/sturtuaðstöðu.  Til hægri af ganginum eru stofa og borðstofa, opið á milli rýmanna og er eldra stafaparketi á gólfi.  Gengið er inn hitt svefnherbergið  frá stigagangi.

2. HÆÐ: Íbúðin er eins að skipulagi og 1.hæð en hún er í því sem næst fokheldu ástandi.

RISHÆÐ: Komið inn opið rými þar sem er stofa og eldhús með plastparketi á gólfi, eldhús með ljósum innréttingum, uppþvottavél, þvottavél, ísskáp og háfi.  Úr stofunni er gengið út á litlar svalir.   Svefnherbergið á hæðinni er með plastparketi á gólfi og lítið herbergi sem í dag er notað sem þurrkherbergi er á hæðinni.   Hafnar eru endurbætur á baðherbergi en þar er byrjað að flísaleggja, upphengt salerni og sturta.

Sameiginleg þvottageymsla og snyrting er í kjallara hússins (Ath! fá staðfest).

Húsfélag er í húsinu en ekki hafa verið innheimt húsfélagsgjöld.

Stigagangur er snyrtilegur, teppalagður.  Sameiginlegur garður er fyrir framan og aftan húsið.

 Nýjar útidyrahurðir eru í smíðum og verða þær kostaðar af seljanda.

Húsið er byggt á eignarlóð en arkitekt hússins er Guðmundur Guðjónsson.  Eru húsin að Ljósvallagötu 14 og 16 eitt hús sem spegla sig um miðjuás og eru í hvorum stigagangi fjórar íbúðir, ein íbúð á hverri hæð.  Húsið sker sig úr í götumyndinni á þann hátt að þetta eru einu húsin sem speglast um ás. Aðkoman að húsunum er sérlega falleg en reisulegt tré stendur á miðjum ásnum.  Herbergjaskipan á fyrstu og annarri hæð í húsinu Ljósvallagata 14 hefur lítið breyst frá upprunalegum teikningum.



Ath. varðandi húsið:  Komið er að viðhaldi og endurnýjun utanhúss. Ástandsskýrsla hefur verið gerð um ytri byrði hússins.

Fasteignagjöld fyrir árið vegna 1. og 2. hæðar hússins eru samtals kr. 173.670 og vegna risíbúðar kr. 95.701.  Vatns- og fráveitugjöld eru v. 1. og 2. hæð hússins samtals kr. 112.416,- og vegna risíbúðar kr. 57.233,-.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.  Vill BORG fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Nánari upplýsingar veita: Úlfar Þór Davíðsson löggiltur fasteignasali í síma: 897-9030 / 519-5500 [email protected] og Ingimar Ingimarsson hrl. og löggiltur fasteignsali í síma 861-8458 / [email protected] hjá BORG fasteignasölu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 pr.skjal 
3. Lántökugjald er almennt fast gjald þó mismunandi eftir lánastofnun.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, samkv,verðskrá

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
84.900.000 kr.234.20 362.511 kr./m²200415807.06.2019

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010001

Íbúð á jarðhæð
70

Fasteignamat 2025

56.200.000 kr.

Fasteignamat 2024

54.550.000 kr.

010101

Íbúð á 1. hæð
78

Fasteignamat 2025

66.350.000 kr.

Fasteignamat 2024

64.500.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
78

Fasteignamat 2025

66.200.000 kr.

Fasteignamat 2024

64.350.000 kr.

010301

Íbúð á 3. hæð
60

Fasteignamat 2025

57.050.000 kr.

Fasteignamat 2024

55.500.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband