16.08.2017 775880

Söluskrá FastansHnoðravellir 8

221 Hafnarfjörður

hero

9 myndir

62.000.000

432.659 kr. / m²

16.08.2017 - 26 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 10.09.2017

3

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

143.3

Fermetrar

Bílskúr
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

ÁS fasteignasala s:520-2600 kynnir:

Nýtt og glæsilegt 143,3 fm raðhús með bílskúr við Hnoðravelli 8B í Hafnarfirði. Eignin skilast fullbúin án gólfefna nema votrými og geymsla eru með flísum.
Eignin skiptist þannig að íbúðarhlutinn er 118,7 fm og bílskúrinn 24,6 fm, samtals 143,3 fm skv. Þjóðskrá Íslands.

Nánari lýsing:
Forstofa með skápum. Stofa og eldhús í björtu alrými með aukinni lofthæð. Eldhús með innréttingu þar sem skápar og skúffur hafa sprautulakkaðar hvítar hurðar og opnir skápar með eikarspón, borðplata fylgir ekki svo væntanlegir kaupendur geta ákveðið hvernig borðplatan verður. Góð geymsla er innan íbúðarinnar. Gestasalerni með flísum á gólfi. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, einnig er flísalögð sturta með glervegg. Þvottahús er flísalagt, hár skápur ásamt vaskborði, hillur fyrir ofan vask, stæði fyrir þvottavél og þurrkara yfir þvottavél. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu, þ.m.t. hjóna, skápar í hjóna og útgengt á lóð. 
Innangengt er í bílskúrinn úr forstofu. Bílskúrinn skilast með millilofti ofan við bílskúrshurð og með epoxymálningu á gólfi. 
Lóðin verður snyrtilega frágengin. Ofan við inngang og innkeyrsludyr eru skyggni sem ná ca 160 cm fram sem veitir gott skjól og minnkar veðurálag. Framan við húsin eru steyptir skjólveggir sem loka af pallasvæði. Bílaplan hefur snjóbræðslu og er hellulagt, einnig er pallasvæðið hellulagt. Runnar eru milli lóða við raðhúsin en með hliðum (á endahúsum) og aftan við húsin verður gras.Tenging fyrir heitan pott er aftan við húsið.

Nánari upplýsingar veita sölumenn Ás fasteignasölu í s. 520-2600 / [email protected]

Ás fasteignasala er rótgróið fyrirtæki staðsett að Fjarðargötu 17 í Hafnarfirði, stofnað árið 1988. Hjá Ás fasteignasölu starfa 6 starfsmenn með yfir 100 ára samanlagða reynslu af fasteignamarkaðinum, þar af 4 löggiltir fasteignasalar og 2 löggiltir leigumiðlarar.

www.facebook.com/asfasteignasala
www.as.is






 
 

Ljósmyndir

Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

Ekki tókst að sækja eignir.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband