29.06.2017 772207

Söluskrá FastansAflagrandi 6

107 Reykjavík

hero

59 myndir

79.900.000

477.585 kr. / m²

29.06.2017 - 2 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 30.06.2017

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

167.3

Fermetrar

Fasteignasala

Fasteignamarkaðurinn

[email protected]
570-4500
Bílskúr
Snjóbræðsla
Svalir
Verönd

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallegt 5-6 herbergja 167,3 fermetra endaraðhús sem er tvær hæðir auk risherbergis ásamt innbyggðum 23,4 fermetra bílskúr á frábærum stað miðsvæðis í Vesturbæ Reykjavíkur. Garðurinn er fallegur, afgirtur og vel ræktaður. Hellulögð verönd á baklóð til norðvesturs. Snjóbræðsla undir hellulagðri stétt að framan.

Búið er að endurnýja þak og rennur á eigninni. Gestasalerni nýlega endurnýjað auk þess sem svalahandrið og gólf hafa verið máluð. Húsið virðist vera í góðu ástandi að utan. Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla þjónustu, íþróttasvæði, skóla og leikskóla.


Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu [email protected]

Nánari lýsing: 
Neðri hæð:

Forstofa: Með flísum á gólfi og klæðaskápum. Inngengt í þvottaherbergi frá forstofu.
Þvottaherbergi: Með máluðu gólfi, hillum og Miele þvottavél og þurrkara sem fylgja með.
Eldhús: Með flísum á gólfi og viðar eldhúsinnréttingu. Miele bakaraofn, Miele uppþvottavél, Liebherr kæliskápur, Miele spansuðuhelluborð (nýlegt) og flísar á milli skápa. Góður borðkrókur við eldhús með stórum gluggum á þrjá vegu (austurs, suðurs og vesturs).
Gestasalerni: Er nýlega endurnýjað. Flísalagt gólf, upphengt salerni og vaskur.
Borðstofa: Er björt með parketi á gólfi og góðum gólfsíðum gluggum til norðausturs.
Stofa: Er björt og með parketi á gólfi og góðum gólfsíðum gluggum til norðvesturs. Útgengi á baklóð og hellulagða verönd til norðvesturs. Inngengt er í bílskúr frá baklóð. 

Parketlagður stigi upp á efri hæð þar sem er: 
Hol: Með parketi á gólfi.
Svefnherbergi: Er stórt, með parketi á gólfi, mikilli lofthæð og stórum gluggum til norðvesturs. Herbergið var áður tvö barnaherbergi og möguleiki væri að breyta því aftur á þann veg.
Innra hol: Með parketi á gólfi. Frá innra holi er gengið inn í hjónaherbergi, baðherbergi og opið herbergi sem er nýtt sem vinnuherbergi í dag. Einnig er gengið út á svalir til suðausturs.
Svalir I: Með epoxy máluðu gólfi og nýlega máluðu handriði. Útgengt á svalir frá innra holi.
Herbergi/vinnuherbergi: Er opið frá innra holi. Með parketi á gólfi og stórum gluggum á þrjá vegu (austurs, suðurs og vesturs). Möguleiki væri að stúka þetta herbergi af og gera lítið barnaherbergi eða lokað vinnuherbergi.
Hjónaherbergi: Er bjart og rúmgott með nýlegu parketi á gólfi og nýlegum fataskápum. Mikið skápapláss. Gluggar til suðausturs og norðvesturs. Útgengi á svalir til norðvesturs.
Svalir II: Með epoxy máluðu gólfi og nýlega máluðu handriði. Útgengt frá hjónaherbergi.
Baðherbergi: Er flísalagt í gólf og veggi, sturta, baðkar með sturtutækjum, upphengt salerni, gott skápapláss og gluggi til suðausturs.

Ris: Gengið upp viðarstiga þar sem er rúmgott opið rými í risi. Möguleiki væri að setja upp vegg og útbúa stórt svefnherbergi í risi. 
Herbergi: Með parketi á gólfi og góðum þakgluggum (einn gluggi opnanlegur).

Bílskúr: Innbyggður, 23,4 fermetrar, með rafmagni, heitu og köldu vatni.

Hús að utan: Virðist vera í góðu standi. Búið er að skipta um þakjárn og þakrennur. Allt tréverk var málað fyrir tveimur árum. Lóðin af falleg, afgirt og vel ræktuð. Hellulögð stétt fyrir framan hús með snjóbræðslu.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
78.000.000 kr.167.30 466.228 kr./m²202531113.07.2017

85.000.000 kr.167.30 508.069 kr./m²202531101.07.2019

137.000.000 kr.167.30 818.888 kr./m²202531120.06.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
167

Fasteignamat 2025

123.800.000 kr.

Fasteignamat 2024

117.750.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband